Smíði Ölfusárbrúar í uppnámi vegna skilyrðis fyrir ríkisábyrgð Kristján Már Unnarsson skrifar 24. september 2024 21:42 Hér er brúarstæðið. Nýja brúin er fyrirhuguð um Efri-Laugardælaeyju sem sést hér fyrir miðri mynd. Arnar Halldórsson Smíði nýrrar Ölfusárbrúar er í uppnámi vegna skilyrðis um að gjaldtaka fyrir akstur yfir brúna standi undir kostnaði. Sérfræðingar ríkisábyrgðarsjóðs efast um að dæmið gangi upp. Fjármálaráðherra og innviðaráðherra leita leiða til að koma verkefninu í gang. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 en þess hafði verið vænst að samningur um smíði brúarinnar milli Vegagerðarinnar og ÞG verks yrði undirritaður í byrjun sumars. En ekkert gerist og þegar við spurðum fjármálaráðherra fyrir fjórum vikum um hvað væri að tefja málið svaraði hann: „Það hefur bara verið til gagngerrar skoðunar og samtals núna í sumar og ég vænti nú bara niðurstöðu næstu daga,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson í fréttum Stöðvar 2 þann 27. ágúst síðastliðinn. Þessir „næstu dagar“, sem ráðherrann nefndi fyrir nærri mánuði, eru orðnir vandræðalega langir, en okkar upplýsingar herma að það sem raunverulega er að tefja málið er að fjármálaráðherranum gengur hægt að sannfæra Seðlabankann um að veggjöld dugi til að borga brúna. Sú lántökuheimild fjárlaga, sem heimilar ráðherra að undirgangast skuldbindingar vegna útboðs á Ölfusárbrú, setur nefnilega það skilyrði að sérstök gjaldtaka fyrir akstur um brúna skuli standa undir kostnaði. Skilyrt er í fjárlögum að vegtollur standi undir smíði nýrrar Ölfusárbrúar.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Matið á þessu er í höndum ríkisábyrgðarsjóðs sem heyrir undir Seðlabankann. Svona svaraði fjármálaráðherra í dag um hvað væri að gerast: „Við höfum auðvitað verið bara í nánu samtali við Seðlabankann núna um nokkurt skeið, eða sem sagt út af mati ábyrgðarsjóðs á skuldbindingunni. Hvort að allar forsendur séu uppfylltar, hvort að umferðarspáin sé rétt, hvort að sniðgangan verði svona eða meiri og hvaða mótvægisaðgerða sé hægt að grípa til hvað það varðar. Þetta höfum við bara verið að vinna með innviðaráðuneytinu auðvitað og Vegagerðinni,“ sagði Sigurður Ingi að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra vonast til að botn fáist í málið á næstu dögum eða vikum. „Þetta er ein af mikilvægustu samgönguframkvæmdum sem við stöndum frammi fyrir. Samfélag sem er á þessum stað, öflugt og ríkt velferðarsamfélag, á að tryggja grunninnviði eins og samgöngur á Suðurlandi og þá þurfum við nýja brú. Ég held að það sé öllum ljóst,“ sagði Svandís í dag. Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra fer með vegamál í ríkisstjórninni.Sigurjón Ólason Ráðherrarnir voru spurðir um hvort þeir væru bjartsýnir að ná málinu í höfn: „Ég held að við í ráðuneytunum getum fundið réttu leiðina til þess að ljúka þessu mikilvæga verkefni. Það er mikilvægt að við finnum leiðir til þess að byggja hérna upp innviði landsins. Þannig að; já, ég er bjartsýnn,“ svaraði Sigurður Ingi. „Ég er að vona að það geti farið að hreyfast núna á allra næstu vikum. Þannig að við getum farið að sjá það að við ætlum sannarlega að standa við þessa ákvörðun,“ svaraði Svandís. Ný Ölfusárbrú Vegagerð Samgöngur Árborg Ölfus Vegtollar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Öll stór verkútboð liggja í salti hjá Vegagerðinni Útboð stórra verka hafa verið stopp hjá Vegagerðinni frá því síðastliðið haust og stefnir í að engar nýjar stórframkvæmdir hefjist á þessu ári. Helsta skýringin er sögð sú að áform um einkafjármögnun vegagerðar yfir Hornafjörð gengu ekki eftir og því þurfi að fjármagna hana úr öðrum verkefnum. 26. júní 2024 23:00 Ferðin yfir nýja Ölfusárbrú mun kosta 500 krónur Kostnaður við byggingu nýrrar Ölfusárbrúar austan við Selfoss verður væntanlega um fjórtán milljarðar króna en honum verður mætt með vegjöldum en reiknað er með að ferðin muni kosti fimm hundruð krónur á bíl. Áfram verður hægt að aka ókeypis yfir núverandi Ölfusárbrú. 13. mars 2024 22:16 Sigurður Ingi lofar nýrri Ölfusárbrú í lok árs 2023 eða 2024 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra lofar nýrri brú yfir Ölfusá við Selfoss í lok ársins 2023 eða árið 2024 en framkvæmdir við brúna verða boðnar út um næstu áramót. Brúin mun kosta um sex og hálfan milljarða króna og innheimtur verður vegatollur yfir hana. 6. júní 2021 12:18 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 en þess hafði verið vænst að samningur um smíði brúarinnar milli Vegagerðarinnar og ÞG verks yrði undirritaður í byrjun sumars. En ekkert gerist og þegar við spurðum fjármálaráðherra fyrir fjórum vikum um hvað væri að tefja málið svaraði hann: „Það hefur bara verið til gagngerrar skoðunar og samtals núna í sumar og ég vænti nú bara niðurstöðu næstu daga,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson í fréttum Stöðvar 2 þann 27. ágúst síðastliðinn. Þessir „næstu dagar“, sem ráðherrann nefndi fyrir nærri mánuði, eru orðnir vandræðalega langir, en okkar upplýsingar herma að það sem raunverulega er að tefja málið er að fjármálaráðherranum gengur hægt að sannfæra Seðlabankann um að veggjöld dugi til að borga brúna. Sú lántökuheimild fjárlaga, sem heimilar ráðherra að undirgangast skuldbindingar vegna útboðs á Ölfusárbrú, setur nefnilega það skilyrði að sérstök gjaldtaka fyrir akstur um brúna skuli standa undir kostnaði. Skilyrt er í fjárlögum að vegtollur standi undir smíði nýrrar Ölfusárbrúar.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Matið á þessu er í höndum ríkisábyrgðarsjóðs sem heyrir undir Seðlabankann. Svona svaraði fjármálaráðherra í dag um hvað væri að gerast: „Við höfum auðvitað verið bara í nánu samtali við Seðlabankann núna um nokkurt skeið, eða sem sagt út af mati ábyrgðarsjóðs á skuldbindingunni. Hvort að allar forsendur séu uppfylltar, hvort að umferðarspáin sé rétt, hvort að sniðgangan verði svona eða meiri og hvaða mótvægisaðgerða sé hægt að grípa til hvað það varðar. Þetta höfum við bara verið að vinna með innviðaráðuneytinu auðvitað og Vegagerðinni,“ sagði Sigurður Ingi að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra vonast til að botn fáist í málið á næstu dögum eða vikum. „Þetta er ein af mikilvægustu samgönguframkvæmdum sem við stöndum frammi fyrir. Samfélag sem er á þessum stað, öflugt og ríkt velferðarsamfélag, á að tryggja grunninnviði eins og samgöngur á Suðurlandi og þá þurfum við nýja brú. Ég held að það sé öllum ljóst,“ sagði Svandís í dag. Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra fer með vegamál í ríkisstjórninni.Sigurjón Ólason Ráðherrarnir voru spurðir um hvort þeir væru bjartsýnir að ná málinu í höfn: „Ég held að við í ráðuneytunum getum fundið réttu leiðina til þess að ljúka þessu mikilvæga verkefni. Það er mikilvægt að við finnum leiðir til þess að byggja hérna upp innviði landsins. Þannig að; já, ég er bjartsýnn,“ svaraði Sigurður Ingi. „Ég er að vona að það geti farið að hreyfast núna á allra næstu vikum. Þannig að við getum farið að sjá það að við ætlum sannarlega að standa við þessa ákvörðun,“ svaraði Svandís.
Ný Ölfusárbrú Vegagerð Samgöngur Árborg Ölfus Vegtollar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Öll stór verkútboð liggja í salti hjá Vegagerðinni Útboð stórra verka hafa verið stopp hjá Vegagerðinni frá því síðastliðið haust og stefnir í að engar nýjar stórframkvæmdir hefjist á þessu ári. Helsta skýringin er sögð sú að áform um einkafjármögnun vegagerðar yfir Hornafjörð gengu ekki eftir og því þurfi að fjármagna hana úr öðrum verkefnum. 26. júní 2024 23:00 Ferðin yfir nýja Ölfusárbrú mun kosta 500 krónur Kostnaður við byggingu nýrrar Ölfusárbrúar austan við Selfoss verður væntanlega um fjórtán milljarðar króna en honum verður mætt með vegjöldum en reiknað er með að ferðin muni kosti fimm hundruð krónur á bíl. Áfram verður hægt að aka ókeypis yfir núverandi Ölfusárbrú. 13. mars 2024 22:16 Sigurður Ingi lofar nýrri Ölfusárbrú í lok árs 2023 eða 2024 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra lofar nýrri brú yfir Ölfusá við Selfoss í lok ársins 2023 eða árið 2024 en framkvæmdir við brúna verða boðnar út um næstu áramót. Brúin mun kosta um sex og hálfan milljarða króna og innheimtur verður vegatollur yfir hana. 6. júní 2021 12:18 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Öll stór verkútboð liggja í salti hjá Vegagerðinni Útboð stórra verka hafa verið stopp hjá Vegagerðinni frá því síðastliðið haust og stefnir í að engar nýjar stórframkvæmdir hefjist á þessu ári. Helsta skýringin er sögð sú að áform um einkafjármögnun vegagerðar yfir Hornafjörð gengu ekki eftir og því þurfi að fjármagna hana úr öðrum verkefnum. 26. júní 2024 23:00
Ferðin yfir nýja Ölfusárbrú mun kosta 500 krónur Kostnaður við byggingu nýrrar Ölfusárbrúar austan við Selfoss verður væntanlega um fjórtán milljarðar króna en honum verður mætt með vegjöldum en reiknað er með að ferðin muni kosti fimm hundruð krónur á bíl. Áfram verður hægt að aka ókeypis yfir núverandi Ölfusárbrú. 13. mars 2024 22:16
Sigurður Ingi lofar nýrri Ölfusárbrú í lok árs 2023 eða 2024 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra lofar nýrri brú yfir Ölfusá við Selfoss í lok ársins 2023 eða árið 2024 en framkvæmdir við brúna verða boðnar út um næstu áramót. Brúin mun kosta um sex og hálfan milljarða króna og innheimtur verður vegatollur yfir hana. 6. júní 2021 12:18