Real Madrid er strax farið að elta Barcelona í spænsku toppbaráttunni en Börsungar hafa unnið fyrstu sex leiki sína á meðan Real hafði gert tvö jafntefli, auk þess að vinna fjóra, af fyrstu sex.
Það tók minna en mínútu fyrir spænska bakvörðinn Lucas Vázquez að kom Real Madrid í forystu og virtist ljóst að Alaves var var ekki að fara að valda þeim hvítklæddu vandræðum á Santiago Bernabéu-vellinum í spænsku höfuðborginni.
Stórstjarnan Kylian Mbappé skoraði annað mark Real skömmu fyrir hlé, eftir stoðsendingu frá Jude Bellingham, og skömmu eftir hléið var Brassinn Rodrygo á ferðinni og breytti stöðunni í 3-0.
Carlos Benavidez minnkaði muninn fyrir Alaves á 85. mínútu og minna en mínútu síðar lagði hann upp annað fyrir liðsfélaga sinn Kike García.
Það hleypti spennu í lokamínúturnar en gestirnir komust ekki nær en það. Real vann 3-2 sigur og er með 17 stig í öðru sæti, stigi frá Barcelona, sem hefur leikið einum leik færra.