Krefjast aðgerða vegna verðlaunahafa Hvít-Rússa Sindri Sverrisson skrifar 25. september 2024 11:02 Ivan Litvinovich hefur unnið tvenn ólympíugull í áhaldafimleikum. Getty/Jamie Squire Verðlaunahafar Hvíta-Rússlands frá Ólympíuleikunum í París í sumar virðast hafa brotið reglur um hlutleysi þegar þeir tóku við viðurkenningum frá Alexander Lukashenko, forseta landsins. Úkraínumenn krefjast aðgerða. Hvíta-Rússland og Rússland eru í banni frá Ólympíuleikunum vegna innrásar Rússa í Úkraínu, sem Hvít-Rússar hafa stutt frá byrjun. Íþróttafólk þjóðanna gat þó keppt í París í sumar að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Gullverðlaun en enginn þjóðsöngur Íþróttafólkið keppti undir hlutlausum fána og varð að passa að vísa ekki í fána þjóðar sinnar, þjóðsöng eða annað einkennandi fyrir þjóðina. Þær reglur eiga að gilda í aðdraganda, á og eftir Ólympíuleikana og er sérstaklega tekið fram að þátttaka í þjóðhátíðum af hvaða tagi sem er sé bönnuð. Brot geti valdið banni eða ógildingu. Alls unnu fjórir hvít-rússneskir íþróttamenn til verðlauna á Ólympíuleikunum, af þeim sautján Hvít-Rússum sem tóku þátt. Fimleikamaðurinn Ivan Litvinovich varði ólympíumeistaratitil sinn í stökki og hlaut hann æðstu viðurkenningu Hvít-Rússa; „Föðurlandsorðuna“. Viyaleta Bardzilouskaya fékk silfur í stökki, Yauheni Zalaty silfur í róðri og Yauheni Tsikhantsou brons í lyftingum. Þeir fengu einnig viðurkenningu og sagði Zalaty við Lukashenko: „Við náðum þessum árangri vegna þín,“ samkvæmt frétt Deutsche Welle. Telur reglur IOC algjörlega vanvirtar Lukashenko var yfirlýsingaglaður þegar hann veitti viðurkenningarnar: „Sumarólympíuleikarnir urðu nýr, mikilvægur kafli í íþróttasögu okkar þjóðar. Það var reynt að ýta okkur til hliðar, og svipta okkur fánanum og þjóðsöngnum, en heimurinn talaði samt um Hvít-Rússa og dáðist að afrekum þeirra með okkur.“ Matviy Bidnyi, íþróttamálaráðherra Úkraínu, hvetur alþjóða ólympíusambandið, IOC, til að bregðast við hátterni Hvít-Rússanna. „Við búumst við tafarlausum aðgerðum IOC. Þátttaka íþróttafólksins í hátíð sem stangast algjörlega á við forsendur hlutleysis, sýnir algjört virðingarleysi fyrir kröfum IOC. Úkraína fer fram á hertar refsingar gegn rússnesku og hvít-rússnesku íþróttafólki,“ segir Bidnyi sem telur hvít-rússnesk stjórnvöld nýta íþróttafólkið í pólitískum tilgangi. Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Sjá meira
Hvíta-Rússland og Rússland eru í banni frá Ólympíuleikunum vegna innrásar Rússa í Úkraínu, sem Hvít-Rússar hafa stutt frá byrjun. Íþróttafólk þjóðanna gat þó keppt í París í sumar að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Gullverðlaun en enginn þjóðsöngur Íþróttafólkið keppti undir hlutlausum fána og varð að passa að vísa ekki í fána þjóðar sinnar, þjóðsöng eða annað einkennandi fyrir þjóðina. Þær reglur eiga að gilda í aðdraganda, á og eftir Ólympíuleikana og er sérstaklega tekið fram að þátttaka í þjóðhátíðum af hvaða tagi sem er sé bönnuð. Brot geti valdið banni eða ógildingu. Alls unnu fjórir hvít-rússneskir íþróttamenn til verðlauna á Ólympíuleikunum, af þeim sautján Hvít-Rússum sem tóku þátt. Fimleikamaðurinn Ivan Litvinovich varði ólympíumeistaratitil sinn í stökki og hlaut hann æðstu viðurkenningu Hvít-Rússa; „Föðurlandsorðuna“. Viyaleta Bardzilouskaya fékk silfur í stökki, Yauheni Zalaty silfur í róðri og Yauheni Tsikhantsou brons í lyftingum. Þeir fengu einnig viðurkenningu og sagði Zalaty við Lukashenko: „Við náðum þessum árangri vegna þín,“ samkvæmt frétt Deutsche Welle. Telur reglur IOC algjörlega vanvirtar Lukashenko var yfirlýsingaglaður þegar hann veitti viðurkenningarnar: „Sumarólympíuleikarnir urðu nýr, mikilvægur kafli í íþróttasögu okkar þjóðar. Það var reynt að ýta okkur til hliðar, og svipta okkur fánanum og þjóðsöngnum, en heimurinn talaði samt um Hvít-Rússa og dáðist að afrekum þeirra með okkur.“ Matviy Bidnyi, íþróttamálaráðherra Úkraínu, hvetur alþjóða ólympíusambandið, IOC, til að bregðast við hátterni Hvít-Rússanna. „Við búumst við tafarlausum aðgerðum IOC. Þátttaka íþróttafólksins í hátíð sem stangast algjörlega á við forsendur hlutleysis, sýnir algjört virðingarleysi fyrir kröfum IOC. Úkraína fer fram á hertar refsingar gegn rússnesku og hvít-rússnesku íþróttafólki,“ segir Bidnyi sem telur hvít-rússnesk stjórnvöld nýta íþróttafólkið í pólitískum tilgangi.
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Sjá meira