Manndrápstíðni áhyggjuefni þrátt fyrir sveiflur og fólksfjölgun Jón Þór Stefánsson skrifar 25. september 2024 13:17 Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðiprófessor. Vísir/Arnar Frá árinu 2016 hafa verið framin um þrjú manndráp á ári að meðaltali á Íslandi. Manndrápstíðnin á því tímabili er nálægt meðaltali margra Evrópuþjóða. Þetta kemur fram í grein sem Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, skrifar á Vísindavefinn. „Manndrápsmál hafa verið óvenjutíð á Íslandi undanfarið og því brýnt að greina þróunina og þann vanda sem við er að eiga,“ segir í grein Helga. Hann fer yfir tölfræði manndrápa frá síðustu aldamótum, en á þeim tíma hafa um sextíu slík mál verið skráð hjá lögreglu, en þar af er um tugur á síðustu tveimur árum. „Á fyrstu tveimur áratugum aldarinnar voru manndrápin rúmlega tvö á ári að meðaltali. Ef aðeins síðustu ár frá og með 2020 eru skoðuð eru um 3,6 manndráp að meðaltali á ári eða talsverð aukning frá fyrri árum.“ Helgi segir nauðsynlegt að taka mið af mannfjöldabreytingum til að meta þróunina í fjölda manndrápa. Um aldamótin hafi íbúar á Íslandi verið um 280 þúsund, en nú séu um hundrað þúsund fleiri íbúar. „Ef mannfjöldabreytingar eru teknar með í reikninginn er hlutfallsleg aukning manndrápa á Íslandi því ekki eins veruleg og virðist við fyrstu sýn þegar fjöldinn einn og sér er skoðaður,“ segir Helgi. Hann bendir einnig á að manndráp virðist koma í bylgjum. Fimm manndráp hafi verið árið 2000, önnur fimm árið 2002 og enn önnur fimm árið 2004. Slíkir toppar hafi síðan ekki sést aftur fyrr en á allra síðustu árum. Fimm manndráp hafi orðið 2023 og þá minnist hann á að sex manndráp hafi orðið fram í september á þessu ári. Þá telur hann ekki með andlát tíu ára stúlku sem varð í þessum mánuði, en faðir hennar er í gæsluvarðhaldi vegna málsins. „Ísland er fámenn þjóð og manndrápsmál eru þrátt fyrir allt fátíð hér á landi, sem betur fer. Í tilfelli fámennra þjóða og fárra mála má alltaf búast við sveiflum milli ára. Í fræðunum verður því að skoða þróunina yfir lengra tímabil en einungis eitt eða tvö ár.“ Ísland nálægt mörgum Evrópuþjóðum Hjá milljónaþjóðum sé tíðnin yfirleitt stöðugri milli einstakra ára að sögn Helga. „Ef við greinum þróunina á Íslandi frá aldamótum er tíðnin því lægri en þegar topparnir í manndrápum koma upp hjá okkur. Aftur á móti mælast topparnir hátt hjá okkur í samanburði við margar Evrópuþjóðir.“ Helgi minnist á skýrslu um manndráp á Norðurlöndum frá árinu 2007 til 2016, en þar hafi manndrápstíðnin verið lægst á Íslandi af Norðurlöndunum. Þrátt fyrir það segir Helgi að fjöldi manndrápa á Íslandi frá árinu 2016 sé samt áhyggjuefni. Hann vísar til þess að þrjú manndráp séu framin hér á landi að jafnaði sem sé nálægt meðaltali margra Evrópuþjóða. Frá 2016 til 2024 séu um að bil 0,7 manndráp á hverja hundrað þúsund íbúa. Lögreglumál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
Þetta kemur fram í grein sem Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, skrifar á Vísindavefinn. „Manndrápsmál hafa verið óvenjutíð á Íslandi undanfarið og því brýnt að greina þróunina og þann vanda sem við er að eiga,“ segir í grein Helga. Hann fer yfir tölfræði manndrápa frá síðustu aldamótum, en á þeim tíma hafa um sextíu slík mál verið skráð hjá lögreglu, en þar af er um tugur á síðustu tveimur árum. „Á fyrstu tveimur áratugum aldarinnar voru manndrápin rúmlega tvö á ári að meðaltali. Ef aðeins síðustu ár frá og með 2020 eru skoðuð eru um 3,6 manndráp að meðaltali á ári eða talsverð aukning frá fyrri árum.“ Helgi segir nauðsynlegt að taka mið af mannfjöldabreytingum til að meta þróunina í fjölda manndrápa. Um aldamótin hafi íbúar á Íslandi verið um 280 þúsund, en nú séu um hundrað þúsund fleiri íbúar. „Ef mannfjöldabreytingar eru teknar með í reikninginn er hlutfallsleg aukning manndrápa á Íslandi því ekki eins veruleg og virðist við fyrstu sýn þegar fjöldinn einn og sér er skoðaður,“ segir Helgi. Hann bendir einnig á að manndráp virðist koma í bylgjum. Fimm manndráp hafi verið árið 2000, önnur fimm árið 2002 og enn önnur fimm árið 2004. Slíkir toppar hafi síðan ekki sést aftur fyrr en á allra síðustu árum. Fimm manndráp hafi orðið 2023 og þá minnist hann á að sex manndráp hafi orðið fram í september á þessu ári. Þá telur hann ekki með andlát tíu ára stúlku sem varð í þessum mánuði, en faðir hennar er í gæsluvarðhaldi vegna málsins. „Ísland er fámenn þjóð og manndrápsmál eru þrátt fyrir allt fátíð hér á landi, sem betur fer. Í tilfelli fámennra þjóða og fárra mála má alltaf búast við sveiflum milli ára. Í fræðunum verður því að skoða þróunina yfir lengra tímabil en einungis eitt eða tvö ár.“ Ísland nálægt mörgum Evrópuþjóðum Hjá milljónaþjóðum sé tíðnin yfirleitt stöðugri milli einstakra ára að sögn Helga. „Ef við greinum þróunina á Íslandi frá aldamótum er tíðnin því lægri en þegar topparnir í manndrápum koma upp hjá okkur. Aftur á móti mælast topparnir hátt hjá okkur í samanburði við margar Evrópuþjóðir.“ Helgi minnist á skýrslu um manndráp á Norðurlöndum frá árinu 2007 til 2016, en þar hafi manndrápstíðnin verið lægst á Íslandi af Norðurlöndunum. Þrátt fyrir það segir Helgi að fjöldi manndrápa á Íslandi frá árinu 2016 sé samt áhyggjuefni. Hann vísar til þess að þrjú manndráp séu framin hér á landi að jafnaði sem sé nálægt meðaltali margra Evrópuþjóða. Frá 2016 til 2024 séu um að bil 0,7 manndráp á hverja hundrað þúsund íbúa.
Lögreglumál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira