„Það er einhver sjarmi yfir París sem er ekki annarsstaðar“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 28. september 2024 11:52 Fyrir manneskju í námi í tískumarkaðsfræðum er vart hægt að ímynda sér betri stað en hátískuborgina París. Samsett Helga Guðrún Hrannarsdóttir verður í desember fyrsti Íslendingurinn til að ljúka námi í tískumarkaðsfræði og -samskiptum frá ESMOD, elsta tískuháskóla Frakklands. Undanfarin þrjú ár hefur hún upplifað drauminn í hátískuborginni París. Tók skyndiákvörðun Helga útskrifaðist af hagfræðibraut Verzlunarskólans um vorið 2021. „Ég hef alltaf haft rosalega mikinn áhuga á tísku og tískubransanum en ég var búin að setja stefnuna á nám í viðskiptafræði eða hagfræði, svona hefðbundið nám. Svo bara atvikaðist það að einn daginn var ég á netinu og það poppaði upp auglýsing frá skólanum, um þetta nám. Ég hafði alltaf hugsað með mér að fara í nám erlendis en var búin að sjá fyrir mér að fara til Danmerkur. Ég hafði komið tvisvar sinnum áður til Parísar en hafði aldrei leitt hugann að því að fara þangað í nám. Þegar ég fór að kanna þetta nánar og lesa mér til þá kviknaði strax hjá mér áhugi, af því þetta er svo sérhægt nám. Mér fannst það geggjuð tilhugsun að fara í nám sem sameinaði tísku og þessa “praktísku” hlið. Þetta var eiginlega skyndiákvörðun; ég ákvað að prófa að senda inn umsókn, en sagði engum frá því, ef ske kynni að ég kæmist ekki inn. En ég vonaði það besta - og fékk svo já!“ Foreldrar Helgu hafa stutt hana heilshugar í gegnum tíðina.Aðsend Það liðu einungis tveir mánuðir frá því Helga sótti um skólavist þar til hún var komin út til frönsku höfuðborgarinnar. „Ég er svo heppin að eiga mömmu og pabba sem styða mig í einu og öllu, og þau komu með mér út þarna í byrjun og hjálpuðu mér að koma mér fyrir. Sem var auðvitað mjög dýrmætt af því að þetta var alveg pínu yfirþyrmandi allt saman, að koma inn í nýtt umhverfi þar sem maður þekkti engan.“ Stúdera áhrif stjórnmála og efnahags á tísku Námið hennar Helgu kallast „Head of marketing and communication strategy in the fashion industry“ og útleggst líklega best á íslensku sem tískumarkaðsfræði- og samskipti. Helga veit ekki til þess að Íslendingur hafi áður stundað nám við ESMOD skólann, allavega ekki á umræddri námsbraut. Námið er kennt á ensku og einungis 32 nemendur eru teknir inn ár hvert. Samnemendur Helgu koma allstaðar að; meðal annars frá Tælandi, Bandaríkjunum, Ítalíu, Egyptalandi og Marokkó. „Þetta er rosalega fjölbreytt nám. Kjarninn er auðvitað markaðsfræðin, og svo eru áfangar í viðskiptafræði, almannatengslum og bókfærslu, og svo eru kúrsar í til dæmis lista-og tískusögu, sem mér fannst algjörlega standa upp úr. Það er ótrúlega gaman að stúdera hvernig pólitík og efnahagur hafa haft áhrif á tískuna í gegnum árin. Í tengslum við almannatengslahlutann höfum við líka stúderað hvernig frægt fólk hefur haft áhrif á tískubylgjur og svo er auðvitað farið vel ofan í samfélagsmiðla, og hvernig áhrifavaldar hafa haft áhrif á tískuiðnaðinn á undanförnum árum, einstaklingar eins og til dæmis Hailey Bieber og Kim Kardashian. Það er mjög heillandi hvernig línurnar á milli frægs fólks og áhrifavalda hafa „blörrast“ þegar kemur að því að hafa áhrif á tískuna.“ Sjálf nefnir Helga fyrirsætuna Kate Moss sem eina af sínum fyrirmyndum þegar kemur að tísku. „Það spilar svolítið inn í að ég er rosalega hrifin af „næntís“tímabilinu og hún er mjög einkennandi fyrir það. Hún er með klassískan stíl og setur svo alltaf eitthvað “edgy tvist” ofan á það. Annað sem við höfum stúderað í náminu er munurinn á tísku á milli landa, og hvernig landfræðileg staðsetning og menning leikur þar hlutverk,“ segir Helga og nefnir sem dæmi að Íslandi og annarsstaðar á Norðurlöndum spili séu „neutral“ litir áberandi, stíllinn sé látlausari, en þegar farið er suður á bóginn til heitari landa verði stílinn meira áberandi, meira um glingur og litirnir sterkari. Helga hefur notið lífsins til botns í París og drekkt í sig allt sem borgin hefur upp á að bjóða.Aðsend París er ein af dýrustu borgum í heimi, bæði þegar kemur að húsnæði og uppihaldi. Helgu hefur engu að síður náð að láta hlutina ganga upp fjárhagslega. „Ég hef þurft að reiða mig á námslán og ég hef líka fengið ómetanlegan stuðning frá foreldrum mínum sem ég er mjög þakklát fyrir. Svo hef ég nýtt sumrin til að koma heim til Íslands og vinna eins og brjálæðingur og safna pening. Undanfarið eitt og hálft ár hefur síðan verið aðeins auðveldara vegna þess að við fáum greitt fyrir starfsnámið og það hjálpar, þó það séu ekki há laun. Fyrsta árið bjó ég ásamt annarri stelpu úr skólanum í lítilli stúdentaíbúð rétt fyrir utan borgina. Þar er allt öðruvísi umhverfi en í miðborginni, en þetta var líka góð aðlögun, og mjög auðvelt að fara með neðanjarðarlestinni eða „metróinu“ inn og út úr borginni. Síðan flutti ég með vinkonu minni í íbúð í ellefta hverfi og við fluttum síðan í aðra íbúð í þriðja hverfi ásamt þriðja meðleigjandanum,“ segir Helga og bætir við að vissulega geti það reynt á þolrifin að búa með öðrum við svo þröngar aðstæður, en íbúðir í París eru almennt frekar litlar. Sagan er allstaðar Hluti af náminu hjá ESMOD er starfsnám hjá fyrirtækjum innan franska tískuheimsins. Undanfarið eitt og hálft ár hefur Helga verið í starfsnámi hjá Laurence Dacade, frönskum skóhönnuði sem unnið hefur með mörgum af stærstu nöfnum í tískuheiminum og meðan hannað skó fyrir Chanel risann. „Ég sé um PR málin hjá þeim, eða semsagt almannatengslhlutann. Ég sé líka um TikTok síðuna hjá þeim og er í allskonar minni verkefnum, sé til dæmis um netverslunina og geng frá pöntunum. Ég er í samskiptum við hina og þessa stílista og tímarit í tengslum við lán á vörum og birtingar á hinum og þessum stöðum,“ segir Helga en sem dæmi má nefna að skór frá Laurence Dacade hafa meðal annars verið birst í Netflix þáttaröðinni vinsælu in Emily in Paris. Helga hefur eignast þéttan vinahóp í gegnum námið í ESMOD.Aðsend Fyrir manneskju í námi í tískumarkaðsfræðum er vart hægt að ímynda sér betri stað en hátískuborgina París. „Þetta er auðvitað búið að vera algjör draumur, að fá tækifæri til að búa hér. Við vinkonurnar höfum gert það að vana að tylla okkur niður í hinum og þessum almenningsgörðum og virða fyrir okkur fólkið. Það er svo gaman að fylgjast með því hvernig fólk klæðir sig og það gefur manni svo mikinn innblástur. París er auðvitað tískuborg og það eru svo margir hérna sem vinna í tískubransanum og eru með rosalegan flottan og áberandi fatastíl, og svo er allskonar fólk inn á milli. Það er geggjað að labba um göturnar hérna, allt er stútfullt af sögu og arkítektúrinn er í heimsklassa. Það er einhver sjarmi yfir París sem er ekki annarsstaðar. Þessi franska menning, að setjast niður á útikaffihús og virða fyrir sér mannlífið, er svo einstök og skemmtileg og eitthvað sem þekkist til dæmis ekki á Íslandi. Og það er æðislegt að geta kíkt í hinar og þessar vintagebúðir og flóamarkaði, jafnvel þó maður sé ekki að fara kaupa neitt, bara rölta um og skoða.“ Algeng staðalímynd af Frökkum er að þeir séu kuldalegir og hranalegir og veigi sér frá því að tala annað tungumál en sitt eigið en upplifun Helgu er þó öðruvísi. „Það er nú örugglega dónalegt og leiðinlegt fólk allstaðar, í hvaða borg sem er í heiminum. En ég held að Frakkar séu búnir að breytast frekar mikið svona á undanförnum árum og búnir að aðlagast meira að þessu alþjóðasamfélagi. Ég tek eftir því að þeir eru orðnir gjarnari á að tala ensku og svara manni á ensku. En það er engu að síður margt ólíkt með Frökkum og Íslendum. Frakkar eru svo þrjóskir og eru rosalega lengi að öllu, öfugt við Íslendinga, við erum að alltaf að flýta okkur svo mikið með allt. Hérna tekur allt miklu lengri tíma, og þetta er svona hugarfar sem tók mig alveg smá tíma að venjast.“ Helg mun útskrifast frá ESMOD í desember næstkomandi og hún heldur öllum möguleikum opnum varðandi framtíðina. „Eins og staðan er núna þá er ég í viðræðum um að halda áfram að vinna hjá fyrirtækinu þar sem ég hef verið í starfsnámi, og vonandi munu síðan einhverjar fleiri dyr opnast. Mig langar að búa áfram í París í einhvern tíma, ég er ekki alveg tilbúin til að yfirgefa þessa geggjuðu borg. En ef það koma upp spennandi tækifæri annars staðar þá mun ég auðvitað skoða það. Stefnan hjá mér síðan að fara í mastersnám einhvern tímann í náinni framtíð, en ég er ekkert að stressa mig, enda bara 22 ára og hef alveg góðan tíma til að fikra mig áfram.“ Íslendingar erlendis Frakkland Tíska og hönnun Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Sjá meira
Tók skyndiákvörðun Helga útskrifaðist af hagfræðibraut Verzlunarskólans um vorið 2021. „Ég hef alltaf haft rosalega mikinn áhuga á tísku og tískubransanum en ég var búin að setja stefnuna á nám í viðskiptafræði eða hagfræði, svona hefðbundið nám. Svo bara atvikaðist það að einn daginn var ég á netinu og það poppaði upp auglýsing frá skólanum, um þetta nám. Ég hafði alltaf hugsað með mér að fara í nám erlendis en var búin að sjá fyrir mér að fara til Danmerkur. Ég hafði komið tvisvar sinnum áður til Parísar en hafði aldrei leitt hugann að því að fara þangað í nám. Þegar ég fór að kanna þetta nánar og lesa mér til þá kviknaði strax hjá mér áhugi, af því þetta er svo sérhægt nám. Mér fannst það geggjuð tilhugsun að fara í nám sem sameinaði tísku og þessa “praktísku” hlið. Þetta var eiginlega skyndiákvörðun; ég ákvað að prófa að senda inn umsókn, en sagði engum frá því, ef ske kynni að ég kæmist ekki inn. En ég vonaði það besta - og fékk svo já!“ Foreldrar Helgu hafa stutt hana heilshugar í gegnum tíðina.Aðsend Það liðu einungis tveir mánuðir frá því Helga sótti um skólavist þar til hún var komin út til frönsku höfuðborgarinnar. „Ég er svo heppin að eiga mömmu og pabba sem styða mig í einu og öllu, og þau komu með mér út þarna í byrjun og hjálpuðu mér að koma mér fyrir. Sem var auðvitað mjög dýrmætt af því að þetta var alveg pínu yfirþyrmandi allt saman, að koma inn í nýtt umhverfi þar sem maður þekkti engan.“ Stúdera áhrif stjórnmála og efnahags á tísku Námið hennar Helgu kallast „Head of marketing and communication strategy in the fashion industry“ og útleggst líklega best á íslensku sem tískumarkaðsfræði- og samskipti. Helga veit ekki til þess að Íslendingur hafi áður stundað nám við ESMOD skólann, allavega ekki á umræddri námsbraut. Námið er kennt á ensku og einungis 32 nemendur eru teknir inn ár hvert. Samnemendur Helgu koma allstaðar að; meðal annars frá Tælandi, Bandaríkjunum, Ítalíu, Egyptalandi og Marokkó. „Þetta er rosalega fjölbreytt nám. Kjarninn er auðvitað markaðsfræðin, og svo eru áfangar í viðskiptafræði, almannatengslum og bókfærslu, og svo eru kúrsar í til dæmis lista-og tískusögu, sem mér fannst algjörlega standa upp úr. Það er ótrúlega gaman að stúdera hvernig pólitík og efnahagur hafa haft áhrif á tískuna í gegnum árin. Í tengslum við almannatengslahlutann höfum við líka stúderað hvernig frægt fólk hefur haft áhrif á tískubylgjur og svo er auðvitað farið vel ofan í samfélagsmiðla, og hvernig áhrifavaldar hafa haft áhrif á tískuiðnaðinn á undanförnum árum, einstaklingar eins og til dæmis Hailey Bieber og Kim Kardashian. Það er mjög heillandi hvernig línurnar á milli frægs fólks og áhrifavalda hafa „blörrast“ þegar kemur að því að hafa áhrif á tískuna.“ Sjálf nefnir Helga fyrirsætuna Kate Moss sem eina af sínum fyrirmyndum þegar kemur að tísku. „Það spilar svolítið inn í að ég er rosalega hrifin af „næntís“tímabilinu og hún er mjög einkennandi fyrir það. Hún er með klassískan stíl og setur svo alltaf eitthvað “edgy tvist” ofan á það. Annað sem við höfum stúderað í náminu er munurinn á tísku á milli landa, og hvernig landfræðileg staðsetning og menning leikur þar hlutverk,“ segir Helga og nefnir sem dæmi að Íslandi og annarsstaðar á Norðurlöndum spili séu „neutral“ litir áberandi, stíllinn sé látlausari, en þegar farið er suður á bóginn til heitari landa verði stílinn meira áberandi, meira um glingur og litirnir sterkari. Helga hefur notið lífsins til botns í París og drekkt í sig allt sem borgin hefur upp á að bjóða.Aðsend París er ein af dýrustu borgum í heimi, bæði þegar kemur að húsnæði og uppihaldi. Helgu hefur engu að síður náð að láta hlutina ganga upp fjárhagslega. „Ég hef þurft að reiða mig á námslán og ég hef líka fengið ómetanlegan stuðning frá foreldrum mínum sem ég er mjög þakklát fyrir. Svo hef ég nýtt sumrin til að koma heim til Íslands og vinna eins og brjálæðingur og safna pening. Undanfarið eitt og hálft ár hefur síðan verið aðeins auðveldara vegna þess að við fáum greitt fyrir starfsnámið og það hjálpar, þó það séu ekki há laun. Fyrsta árið bjó ég ásamt annarri stelpu úr skólanum í lítilli stúdentaíbúð rétt fyrir utan borgina. Þar er allt öðruvísi umhverfi en í miðborginni, en þetta var líka góð aðlögun, og mjög auðvelt að fara með neðanjarðarlestinni eða „metróinu“ inn og út úr borginni. Síðan flutti ég með vinkonu minni í íbúð í ellefta hverfi og við fluttum síðan í aðra íbúð í þriðja hverfi ásamt þriðja meðleigjandanum,“ segir Helga og bætir við að vissulega geti það reynt á þolrifin að búa með öðrum við svo þröngar aðstæður, en íbúðir í París eru almennt frekar litlar. Sagan er allstaðar Hluti af náminu hjá ESMOD er starfsnám hjá fyrirtækjum innan franska tískuheimsins. Undanfarið eitt og hálft ár hefur Helga verið í starfsnámi hjá Laurence Dacade, frönskum skóhönnuði sem unnið hefur með mörgum af stærstu nöfnum í tískuheiminum og meðan hannað skó fyrir Chanel risann. „Ég sé um PR málin hjá þeim, eða semsagt almannatengslhlutann. Ég sé líka um TikTok síðuna hjá þeim og er í allskonar minni verkefnum, sé til dæmis um netverslunina og geng frá pöntunum. Ég er í samskiptum við hina og þessa stílista og tímarit í tengslum við lán á vörum og birtingar á hinum og þessum stöðum,“ segir Helga en sem dæmi má nefna að skór frá Laurence Dacade hafa meðal annars verið birst í Netflix þáttaröðinni vinsælu in Emily in Paris. Helga hefur eignast þéttan vinahóp í gegnum námið í ESMOD.Aðsend Fyrir manneskju í námi í tískumarkaðsfræðum er vart hægt að ímynda sér betri stað en hátískuborgina París. „Þetta er auðvitað búið að vera algjör draumur, að fá tækifæri til að búa hér. Við vinkonurnar höfum gert það að vana að tylla okkur niður í hinum og þessum almenningsgörðum og virða fyrir okkur fólkið. Það er svo gaman að fylgjast með því hvernig fólk klæðir sig og það gefur manni svo mikinn innblástur. París er auðvitað tískuborg og það eru svo margir hérna sem vinna í tískubransanum og eru með rosalegan flottan og áberandi fatastíl, og svo er allskonar fólk inn á milli. Það er geggjað að labba um göturnar hérna, allt er stútfullt af sögu og arkítektúrinn er í heimsklassa. Það er einhver sjarmi yfir París sem er ekki annarsstaðar. Þessi franska menning, að setjast niður á útikaffihús og virða fyrir sér mannlífið, er svo einstök og skemmtileg og eitthvað sem þekkist til dæmis ekki á Íslandi. Og það er æðislegt að geta kíkt í hinar og þessar vintagebúðir og flóamarkaði, jafnvel þó maður sé ekki að fara kaupa neitt, bara rölta um og skoða.“ Algeng staðalímynd af Frökkum er að þeir séu kuldalegir og hranalegir og veigi sér frá því að tala annað tungumál en sitt eigið en upplifun Helgu er þó öðruvísi. „Það er nú örugglega dónalegt og leiðinlegt fólk allstaðar, í hvaða borg sem er í heiminum. En ég held að Frakkar séu búnir að breytast frekar mikið svona á undanförnum árum og búnir að aðlagast meira að þessu alþjóðasamfélagi. Ég tek eftir því að þeir eru orðnir gjarnari á að tala ensku og svara manni á ensku. En það er engu að síður margt ólíkt með Frökkum og Íslendum. Frakkar eru svo þrjóskir og eru rosalega lengi að öllu, öfugt við Íslendinga, við erum að alltaf að flýta okkur svo mikið með allt. Hérna tekur allt miklu lengri tíma, og þetta er svona hugarfar sem tók mig alveg smá tíma að venjast.“ Helg mun útskrifast frá ESMOD í desember næstkomandi og hún heldur öllum möguleikum opnum varðandi framtíðina. „Eins og staðan er núna þá er ég í viðræðum um að halda áfram að vinna hjá fyrirtækinu þar sem ég hef verið í starfsnámi, og vonandi munu síðan einhverjar fleiri dyr opnast. Mig langar að búa áfram í París í einhvern tíma, ég er ekki alveg tilbúin til að yfirgefa þessa geggjuðu borg. En ef það koma upp spennandi tækifæri annars staðar þá mun ég auðvitað skoða það. Stefnan hjá mér síðan að fara í mastersnám einhvern tímann í náinni framtíð, en ég er ekkert að stressa mig, enda bara 22 ára og hef alveg góðan tíma til að fikra mig áfram.“
Íslendingar erlendis Frakkland Tíska og hönnun Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Sjá meira