Skutu skotflaug í Kyrrhafið í fyrsta sinn í rúm fjörutíu ár Samúel Karl Ólason skrifar 25. september 2024 14:01 Kínverjar skutu síðast langdrægri skotflaug í Kyrrahafið árið 1980. AP/Mark Schiefelbein Kínverjar framkvæmdu í morgun tilraun með langdræga skotflaug sem borið getur kjarnorkuvopn. Eldflaugin bar gervi-sprengiodd og var henni skotið í Kyrrahafi en þetta er í fyrsta sinn í nokkra áratugi sem Kínverjar gera tilraun sem þessa. Þrátt fyrir það segja talsmenn varnarmálaráðuneytis Kína að um hefðbundnar æfingar sé að ræða sem hafi verið hluti af árlegum æfingum herafla Kína. Undanfarin ár hafa tilraunaskot sem þessi verið framkvæmd innan landamæra Kína og eldflaugarnar látnar lenda í Taklamakan-eyðimörkinni í Xinjiang-héraði, samkvæmt frétt BBC. Síðast létu Kínverjar skotflaug lenda í Kyrrahafinu árið 1980 og þetta er mögulega í fyrsta sinn sem Kínverjar staðfesta tilraunaskot með langdrægri skotflaug frá 1982. Kínverjar hafa þó gert fjölmargar æfingar með langdrægar eldflaugar og skotflaugar á undanförnum árum. Árið 2021 er talið að 135 langdrægum eldflaugum hafi verið skotið á loft frá Kína og var það oftar en í öllum öðrum ríkjum heimsins samanlagt. Sjá einnig: Sagðir ætla að þrefalda fjölda kjarnorkuvopna á næstu árum Wall Street Journal hefur eftir sérfræðingi í málefnum Asíu að tilraunaskotið sé að líkindum til komið vegna aukinnar spennu milli Kína og Filippseyja, Japan og Taívan. Ráðamenn Í Taívan tilkynntu í morgun að 23 kínverskum herflugvélum hefði verið flogið við eyríkið og öllum þeirra nema einni hafi verið flogið inn í svokallað loftvarnarsvæði Taívan. Viðræður féllu í súginn Í skýrslu sem yfirvöld Í Bandaríkjunum birtu í fyrra kemur fram að talið sé að Kínverjar eigi um 500 kjarnorkuvopn og þar af séu um 350 á langdrægum skotflaugum. Talið er að kjarnorkuvopnin verði orðin þúsund fyrir árið 2030. Samkvæmt tölum SIPRI, Stockholm International Peace Research Institute, eiga níu ríki heims kjarnorkuvopn. Það eru Bandaríkin, Rússland, Bretland, Frakkland, Kína, Indland, Pakistan, Norður-Kórea og Ísrael. Saman eiga þessi ríki áætlaða 12.121 kjarnorkuodd og um 3.904 þeirra eru tilbúin til notkunar, með mismunandi eldflaugum eða flugvélum. Öll hin eru í geymslu. Bandaríkin eru talin eiga 5.044 kjarnorkuodda, Rússar 5.580, Bretar 225, Frakkar 290, Kínverjar 500, Indverjar 172, Pakistan 170, Norður-Kórea fimmtíu og Ísrael níutíu. Bandaríkjamenn og Kínverjar áttu fyrr á þessu ári í viðræðum um kjarnorkuvopn en ráðamenn í Kína slitu þeim vegna vopnasendinga Bandaríkjamanna til Taívan. Herafli Kína hefur gengist gífurlega uppbyggingu og nútímavæðingu á undanförnum árum. Ráðamenn í Kína hafa heitið því að sameina Kína og Taívan og gera það með valdi ef svo þarf. Þeirra á meðal er Xi Jinping, forseti Kína. Hann er sagður hafa gert það að markmiði sínu að ná völdum á Taívan og hefur hann sagt að það markmið megi ekki enda á höndum komandi kynslóða. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Undanfarin ár hafa Kínverjar beitt Taívan sífellt meiri þrýstingi með því markmiði að grafa undan vörnum ríkisins. Herafli Kína hefur sömuleiðis gengist mikla nútímavæðingu og uppbyggingu en Xi er sagður hafa skipað forsvarsmönnum hersins að vera tilbúnir fyrir mögulega innrás í Taívan árið 2027. Það ár mun marka aldarafmæli kínverska hersins. Geri Kínverjar innrás í Tavían þyrftu þeir að flytja mikinn herafla yfir Taívan-sund og yrði það líklega að miklu leyti gert á skipum. Sú sigling yrði 130 kílómetra löng og Taívanar hafa haft sjötíu ár til að undirbúa varnir sínar og víggirða þá fáu staði þar sem hægt væri að lenda umfangsmiklum herafla. Kína Hernaður Bandaríkin Taívan Japan Filippseyjar Tengdar fréttir Segja Kínverja hafa ógnað fullveldi Japan Japönsk stjórnvöld segja kínverska herinn hafa brotið gegn fullveldi landsins og ógnað öryggi þegar kínversk herflugvél flaug inn í lofthelgi Japan í gær. 27. ágúst 2024 06:23 Stjórnvöld í Kína harðlega gagnrýnd í ályktun Nató-fundarins Stjórnvöld í Kína eru með virkum hætti að greiða fyrir hernaði Rússa í Úkraínu, segja leiðtogar Atlantshafsbandalagsins í ályktun eftir fund þeirra í Washington. 11. júlí 2024 06:55 Kínverjar æfa innrás á Taívan Kínverjar iðka nú tveggja daga langa heræfingu í kringum Taívan og segja þeir æfinguna vera refsingu gagnvart eyjaskeggjum sem þeir saka um aðskilnaðarstefnu. 23. maí 2024 07:53 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Þrátt fyrir það segja talsmenn varnarmálaráðuneytis Kína að um hefðbundnar æfingar sé að ræða sem hafi verið hluti af árlegum æfingum herafla Kína. Undanfarin ár hafa tilraunaskot sem þessi verið framkvæmd innan landamæra Kína og eldflaugarnar látnar lenda í Taklamakan-eyðimörkinni í Xinjiang-héraði, samkvæmt frétt BBC. Síðast létu Kínverjar skotflaug lenda í Kyrrahafinu árið 1980 og þetta er mögulega í fyrsta sinn sem Kínverjar staðfesta tilraunaskot með langdrægri skotflaug frá 1982. Kínverjar hafa þó gert fjölmargar æfingar með langdrægar eldflaugar og skotflaugar á undanförnum árum. Árið 2021 er talið að 135 langdrægum eldflaugum hafi verið skotið á loft frá Kína og var það oftar en í öllum öðrum ríkjum heimsins samanlagt. Sjá einnig: Sagðir ætla að þrefalda fjölda kjarnorkuvopna á næstu árum Wall Street Journal hefur eftir sérfræðingi í málefnum Asíu að tilraunaskotið sé að líkindum til komið vegna aukinnar spennu milli Kína og Filippseyja, Japan og Taívan. Ráðamenn Í Taívan tilkynntu í morgun að 23 kínverskum herflugvélum hefði verið flogið við eyríkið og öllum þeirra nema einni hafi verið flogið inn í svokallað loftvarnarsvæði Taívan. Viðræður féllu í súginn Í skýrslu sem yfirvöld Í Bandaríkjunum birtu í fyrra kemur fram að talið sé að Kínverjar eigi um 500 kjarnorkuvopn og þar af séu um 350 á langdrægum skotflaugum. Talið er að kjarnorkuvopnin verði orðin þúsund fyrir árið 2030. Samkvæmt tölum SIPRI, Stockholm International Peace Research Institute, eiga níu ríki heims kjarnorkuvopn. Það eru Bandaríkin, Rússland, Bretland, Frakkland, Kína, Indland, Pakistan, Norður-Kórea og Ísrael. Saman eiga þessi ríki áætlaða 12.121 kjarnorkuodd og um 3.904 þeirra eru tilbúin til notkunar, með mismunandi eldflaugum eða flugvélum. Öll hin eru í geymslu. Bandaríkin eru talin eiga 5.044 kjarnorkuodda, Rússar 5.580, Bretar 225, Frakkar 290, Kínverjar 500, Indverjar 172, Pakistan 170, Norður-Kórea fimmtíu og Ísrael níutíu. Bandaríkjamenn og Kínverjar áttu fyrr á þessu ári í viðræðum um kjarnorkuvopn en ráðamenn í Kína slitu þeim vegna vopnasendinga Bandaríkjamanna til Taívan. Herafli Kína hefur gengist gífurlega uppbyggingu og nútímavæðingu á undanförnum árum. Ráðamenn í Kína hafa heitið því að sameina Kína og Taívan og gera það með valdi ef svo þarf. Þeirra á meðal er Xi Jinping, forseti Kína. Hann er sagður hafa gert það að markmiði sínu að ná völdum á Taívan og hefur hann sagt að það markmið megi ekki enda á höndum komandi kynslóða. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Undanfarin ár hafa Kínverjar beitt Taívan sífellt meiri þrýstingi með því markmiði að grafa undan vörnum ríkisins. Herafli Kína hefur sömuleiðis gengist mikla nútímavæðingu og uppbyggingu en Xi er sagður hafa skipað forsvarsmönnum hersins að vera tilbúnir fyrir mögulega innrás í Taívan árið 2027. Það ár mun marka aldarafmæli kínverska hersins. Geri Kínverjar innrás í Tavían þyrftu þeir að flytja mikinn herafla yfir Taívan-sund og yrði það líklega að miklu leyti gert á skipum. Sú sigling yrði 130 kílómetra löng og Taívanar hafa haft sjötíu ár til að undirbúa varnir sínar og víggirða þá fáu staði þar sem hægt væri að lenda umfangsmiklum herafla.
Kína Hernaður Bandaríkin Taívan Japan Filippseyjar Tengdar fréttir Segja Kínverja hafa ógnað fullveldi Japan Japönsk stjórnvöld segja kínverska herinn hafa brotið gegn fullveldi landsins og ógnað öryggi þegar kínversk herflugvél flaug inn í lofthelgi Japan í gær. 27. ágúst 2024 06:23 Stjórnvöld í Kína harðlega gagnrýnd í ályktun Nató-fundarins Stjórnvöld í Kína eru með virkum hætti að greiða fyrir hernaði Rússa í Úkraínu, segja leiðtogar Atlantshafsbandalagsins í ályktun eftir fund þeirra í Washington. 11. júlí 2024 06:55 Kínverjar æfa innrás á Taívan Kínverjar iðka nú tveggja daga langa heræfingu í kringum Taívan og segja þeir æfinguna vera refsingu gagnvart eyjaskeggjum sem þeir saka um aðskilnaðarstefnu. 23. maí 2024 07:53 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Segja Kínverja hafa ógnað fullveldi Japan Japönsk stjórnvöld segja kínverska herinn hafa brotið gegn fullveldi landsins og ógnað öryggi þegar kínversk herflugvél flaug inn í lofthelgi Japan í gær. 27. ágúst 2024 06:23
Stjórnvöld í Kína harðlega gagnrýnd í ályktun Nató-fundarins Stjórnvöld í Kína eru með virkum hætti að greiða fyrir hernaði Rússa í Úkraínu, segja leiðtogar Atlantshafsbandalagsins í ályktun eftir fund þeirra í Washington. 11. júlí 2024 06:55
Kínverjar æfa innrás á Taívan Kínverjar iðka nú tveggja daga langa heræfingu í kringum Taívan og segja þeir æfinguna vera refsingu gagnvart eyjaskeggjum sem þeir saka um aðskilnaðarstefnu. 23. maí 2024 07:53