Íslenskt hugvit á að umbylta golfheiminum Valur Páll Eiríksson skrifar 26. september 2024 08:03 Starfsfólk Elvu Golf sem hefur þróað greiningarkerfi sem erþað fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Vísir/Einar Fyrirtækið Elva Golf hefur hannað golfgreiningartæki sem er það fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Því hefur verið komið upp í golfhermi í skála GKG í Kópavogi. Vonast er til að það umbylti golfþjálfun. Hjá fyrirtækinu koma saman sérfræðingar í golfi, verkfræði, gervigreind og tölvunarfræði til að setja saman greiningartækið sem samanstendur í grunninn af sex myndavélum, tölvu og spjaldtölvu, sem tengd er við golfhermi. Þrívíddarmyndavélakerfið greinir sveiflu kylfings og sendir fleiri gígabæt gagna í tölvu þar sem hægt er að greina hvert einasta smáatriði sveiflunnar niður í minnstu öreindir aðeins örfáum sekúndum eftir að bolti hefur verið sleginn. En í hverju felst nýjungin? „Við þurfum ekki lengur að hafa merki eða skynjara á líkamanum. En maður getur fengið alvöru þrívíddar-hreyfingarmælingu,“ segir Dr. Robert Neal, meðstofnandi ELVA og lífaflfræðingur. „Hugmyndin er að gera allt ferlið einfaldara fyrir kylfinginn svo að hann geti fengið rétt viðbrögð varðandi þróun sveiflunnar. Þess vegna er hægt að rekja breytingar. Í staðinn fyrir að segja: Þetta lítur betur út, getur maður sagt: Já, þetta er betra,“ bætir Neal við. Dr. Robert Neal, meðstofnandi ELVA og lífaflfræðingur.Vísir/Einar Þægindin séu því meiri. Ekki þurfi að festa skynjara á líkamann til að greina líkamsstöðu og þá fást gríðarmiklar upplýsingar á örskömmum tíma eftir högg. „Þetta tók um 10 til 15 sekúndur og það fást mjög góðar upplýsingar, líkt og staða boltans, sem er mikilvægt fyrir bæði byrjendur og lengra komn að vera alltaf með sömu stöðu (gagnvart kúlunni)“ segir Grétar Eiríksson, meðstofnandi og PGA kennari, sem sýndi fréttamanni hvernig greiningarvinnan virkar. Auk þess að greina þá upphafsstöðu greinir ELVA þúsundi smáatriða eftir að kúlan er slegin. Sveiflunni er skipt í tíu meginhluta frá upphafsstöðu kylfings þar til kylfan er komin upp að sveiflu lokinni. Þar er hægt að líta til stöðu handa, mjaðma, höfuðs og fleira. „Svo er hægt að sjá myndband og þú getur fundið hvern þann stað sem þú vilt skoða betur og hægt að sjá ramma fyrir ramma, hvar þú vilt gera betur,“ segir Grétar. Hér má sjá þau sex sjónarhorn sem myndavélakerfi ELVA nýtir til greiningar á kylfingi. Litið er til beggja handa og fóta, mjaðma og höfuðs, auk kylfunnar.ELVA Golf Andri Ágústsson, sem er golfkennari hjá Golklúbbi Mosfellsbæjar, hefur fengið að kynnast ELVA-kerfinu undanfarna daga. „Þessi græja getur veitt okkur þær upplýsingar um af hverju kylfan er að gera það sem hún er að gera og sýnt hvernig við getum sveiflað á heilbrigðari hátt. Græjan segir manni hvort maður er að gera eitthvað rétt eða ekki,“ segir Andri. En gerir þetta starf golfkennara ekki hálf úrelt? „Nei, þetta gerir okkur bara betri.“ Hvergi til annars staðar Mikil þróun hefur verið á greiningarvinnu tengdri golfi á undanförnum árum en ekki er til neitt í líkingu við ELVU, sem verkar bæði án allra skynjara og veitir svo hraða endurgjöf. Menn vonast til að um sé að ræða umbyltingu í golfþjálfun. „Þetta er eina græjan þar sem þú getur labbað á mottuna, slegið, og svo bara bíðuru í nokkrar sekúndur og færð niðurstöðu. Þetta er hvergi til annars staðar,“ segir Arnar Már Ólafsson, meðstofnandi og golfkennari hjá GKG. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Nýsköpun Golf Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Hjá fyrirtækinu koma saman sérfræðingar í golfi, verkfræði, gervigreind og tölvunarfræði til að setja saman greiningartækið sem samanstendur í grunninn af sex myndavélum, tölvu og spjaldtölvu, sem tengd er við golfhermi. Þrívíddarmyndavélakerfið greinir sveiflu kylfings og sendir fleiri gígabæt gagna í tölvu þar sem hægt er að greina hvert einasta smáatriði sveiflunnar niður í minnstu öreindir aðeins örfáum sekúndum eftir að bolti hefur verið sleginn. En í hverju felst nýjungin? „Við þurfum ekki lengur að hafa merki eða skynjara á líkamanum. En maður getur fengið alvöru þrívíddar-hreyfingarmælingu,“ segir Dr. Robert Neal, meðstofnandi ELVA og lífaflfræðingur. „Hugmyndin er að gera allt ferlið einfaldara fyrir kylfinginn svo að hann geti fengið rétt viðbrögð varðandi þróun sveiflunnar. Þess vegna er hægt að rekja breytingar. Í staðinn fyrir að segja: Þetta lítur betur út, getur maður sagt: Já, þetta er betra,“ bætir Neal við. Dr. Robert Neal, meðstofnandi ELVA og lífaflfræðingur.Vísir/Einar Þægindin séu því meiri. Ekki þurfi að festa skynjara á líkamann til að greina líkamsstöðu og þá fást gríðarmiklar upplýsingar á örskömmum tíma eftir högg. „Þetta tók um 10 til 15 sekúndur og það fást mjög góðar upplýsingar, líkt og staða boltans, sem er mikilvægt fyrir bæði byrjendur og lengra komn að vera alltaf með sömu stöðu (gagnvart kúlunni)“ segir Grétar Eiríksson, meðstofnandi og PGA kennari, sem sýndi fréttamanni hvernig greiningarvinnan virkar. Auk þess að greina þá upphafsstöðu greinir ELVA þúsundi smáatriða eftir að kúlan er slegin. Sveiflunni er skipt í tíu meginhluta frá upphafsstöðu kylfings þar til kylfan er komin upp að sveiflu lokinni. Þar er hægt að líta til stöðu handa, mjaðma, höfuðs og fleira. „Svo er hægt að sjá myndband og þú getur fundið hvern þann stað sem þú vilt skoða betur og hægt að sjá ramma fyrir ramma, hvar þú vilt gera betur,“ segir Grétar. Hér má sjá þau sex sjónarhorn sem myndavélakerfi ELVA nýtir til greiningar á kylfingi. Litið er til beggja handa og fóta, mjaðma og höfuðs, auk kylfunnar.ELVA Golf Andri Ágústsson, sem er golfkennari hjá Golklúbbi Mosfellsbæjar, hefur fengið að kynnast ELVA-kerfinu undanfarna daga. „Þessi græja getur veitt okkur þær upplýsingar um af hverju kylfan er að gera það sem hún er að gera og sýnt hvernig við getum sveiflað á heilbrigðari hátt. Græjan segir manni hvort maður er að gera eitthvað rétt eða ekki,“ segir Andri. En gerir þetta starf golfkennara ekki hálf úrelt? „Nei, þetta gerir okkur bara betri.“ Hvergi til annars staðar Mikil þróun hefur verið á greiningarvinnu tengdri golfi á undanförnum árum en ekki er til neitt í líkingu við ELVU, sem verkar bæði án allra skynjara og veitir svo hraða endurgjöf. Menn vonast til að um sé að ræða umbyltingu í golfþjálfun. „Þetta er eina græjan þar sem þú getur labbað á mottuna, slegið, og svo bara bíðuru í nokkrar sekúndur og færð niðurstöðu. Þetta er hvergi til annars staðar,“ segir Arnar Már Ólafsson, meðstofnandi og golfkennari hjá GKG. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
Nýsköpun Golf Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira