Lesskilningur bættur með leikjum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. september 2024 20:02 Ásmundur Einar Daðason, barna- og menntamálaráðherra og Bryndís Guðmundsdóttir, talmeinafræðingur og höfundur Lærum og leikum með hljóðin. Þau opnuðu í dag nýja útgáfu forritsins. vísir/aðsend Nýtt og endurbætt forrit sem á að stuðla að máltöku barna er nú aðgengilegt á öllum tækjum. Höfundur þess segir að í forritinu sé verið að vinna með lesskilning og læsi frá unga aldri og þannig megi byggja upp dýrmætan grunn fyrir skólagönguna. Ásmundur Einar Daðason, barna- og menntamálaráðherra, opnaði í morgun nýja útgáfu forritsins Lærum og leikum með hljóðin sem kom upphaflega út árið 2013. Það hefur nú verið endurgert frá grunni með nýjum leikjum og með nýrri tækni er það nú einnig aðgengilegt í öllum snjalltækjum og tölvum að kostnaðarlausu. Bryndís Guðmundsdóttir, talmeinafræðingur og höfundur forritsins, bendir á að það sé það eina alíslenska forritið á sviði framburðar íslensku málhljóðanna og til undirbúnings læsis. Í forritinu kynnast börn hljóðunum og læra að leika sér með þau.vísir/skjáskot „Allar rannsóknir sýna okkur að samfélagsleg áhrif þess að geta borið rétt fram, talað rétt og haft góðan orðaforða eru veruleg. Það þýðir að það er betri félagsleg líðan, það eru betri möguleikar til náms og þetta getur dregið út kostnaði við talkennslu, sérkennslu túlkaþjónustu og ýmis önnur úrræði. Þetta bætir talsvert lífsgæði einstaklinga, að byrja á þessu alveg frá byrjun,“ segir Bryndís. Bryndís segir forritið í raun sniðugt fyrir börn allt frá ungaaldri og hefur heyrt af allt niður í eins árs gömlum börnum að fikra sig áfram með hljóðin. Notkun sé til þess fallin að bæta lesskilning og læsi, þar sem hæfni barna hefur verið á niðurleið samkvæmt Pisa könnunum. Forritið er nú aðgengilegt í öllum snjalltækjum og í tölvum. Áður var það einungis í boði í Apple spjaldtölvum.vísir/Skjáskot „Þarna ertu í raun að vinna með læsi frá ungaaldri af því börnin heyra strax hvað bókstafurinn heitir og hljóðið sem bókstafurinn stendur fyrir. Þannig þau læra þetta bara strax án þess að það sé nokkuð verið að kynna eitthvað fyrir þeim sem heitir læsi. En þau átta sig bara strax og tengja hljóðin síðan yfir í hljóðakeðjur og yfir í orð. Leika svo með þessi orð og hljóð á ýmsa vegu í leikjunum sem eru í forritinu,“ segir Bryndís. Skóla- og menntamál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, barna- og menntamálaráðherra, opnaði í morgun nýja útgáfu forritsins Lærum og leikum með hljóðin sem kom upphaflega út árið 2013. Það hefur nú verið endurgert frá grunni með nýjum leikjum og með nýrri tækni er það nú einnig aðgengilegt í öllum snjalltækjum og tölvum að kostnaðarlausu. Bryndís Guðmundsdóttir, talmeinafræðingur og höfundur forritsins, bendir á að það sé það eina alíslenska forritið á sviði framburðar íslensku málhljóðanna og til undirbúnings læsis. Í forritinu kynnast börn hljóðunum og læra að leika sér með þau.vísir/skjáskot „Allar rannsóknir sýna okkur að samfélagsleg áhrif þess að geta borið rétt fram, talað rétt og haft góðan orðaforða eru veruleg. Það þýðir að það er betri félagsleg líðan, það eru betri möguleikar til náms og þetta getur dregið út kostnaði við talkennslu, sérkennslu túlkaþjónustu og ýmis önnur úrræði. Þetta bætir talsvert lífsgæði einstaklinga, að byrja á þessu alveg frá byrjun,“ segir Bryndís. Bryndís segir forritið í raun sniðugt fyrir börn allt frá ungaaldri og hefur heyrt af allt niður í eins árs gömlum börnum að fikra sig áfram með hljóðin. Notkun sé til þess fallin að bæta lesskilning og læsi, þar sem hæfni barna hefur verið á niðurleið samkvæmt Pisa könnunum. Forritið er nú aðgengilegt í öllum snjalltækjum og í tölvum. Áður var það einungis í boði í Apple spjaldtölvum.vísir/Skjáskot „Þarna ertu í raun að vinna með læsi frá ungaaldri af því börnin heyra strax hvað bókstafurinn heitir og hljóðið sem bókstafurinn stendur fyrir. Þannig þau læra þetta bara strax án þess að það sé nokkuð verið að kynna eitthvað fyrir þeim sem heitir læsi. En þau átta sig bara strax og tengja hljóðin síðan yfir í hljóðakeðjur og yfir í orð. Leika svo með þessi orð og hljóð á ýmsa vegu í leikjunum sem eru í forritinu,“ segir Bryndís.
Skóla- og menntamál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira