„Draumur að spila fyrir uppeldisfélagið“ Árni Gísli Magnússon skrifar 25. september 2024 19:12 Mikael Breki byrjaði sinn fyrsta leik í Bestu deild karla þegar KA tók á móti HK. Vísir/Björgvin KA og HK gerðu 3-3 jafntefli á Greifavellinum í dag í fyrstu umferð neðri hluta Bestu deildar karla í fótbolta. KA menn voru enn í sigurvímu eftir bikarmeistaratitilinn sem vannst á dögunum og spilaði liðið ekki sinn besta leik. Hinn 17 ára Mikael Breki Þórðarson byrjaði sinn fyrsta leik fyrir uppeldisfélagið í dag og hélt upp á það með því að skora frábært mark. Hann kom í viðtal beint eftir leik og var eðlilega ánægður með sitt framlag. „Bara jákvæður og hefði verið sætt að vinna þennan leik auðvitað. Byrjuðum mjög sterkt fyrstu 25-30 mínúturnar en misstum okkur aðeins niður síðan en komum til baka þannig það var súrt að sjá HK skora þarna en jákvæður bara. Frábært að fá fyrstu mínútur og fyrsta mark.“ Mikael smurði boltann laglega í fjær hornið þegar boltinn barst til hans rétt fyrir utan teig og var hann fenginn til að lýsa augnablikinu góða; „Ég man ekki hvernig, hann kom bara einhvern veginn út í teignum hjá mér og ég tek bara snertingu og ákvað bara að skjóta sko og það heppnaðist í þetta skipti og það gat hjálpað liðinu og þá er ég mjög glaður.“ Mikael Breki í viðtali við Vísi og Stöð 2 Sport að leik loknum.Vísir/Björgvin Mikael var í fyrsta skipti í byrjunarliði KA í dag en hann er uppalinn í félaginu og voru því tilfinningarnar miklar þegar boltinn söng í netinu. „Ég er búinn að vera í KA bara síðan ég man eftir mér, síðan ég fæddist, og bara fá að spila fyrir uppeldisfélagið og sérstaklega fyrsta leik, fyrsta startið, það er bara draumur eftir hvernig síðustu dagar búnir að vera og hvað maður er búinn að upplifa með þessum klúbb þannig það er bara frábært.“ KA varð bikarmeistari á dögunum eins og frægt er orðin og hafa síðustu dagar eflaust verið skemmtilegir fyrir norðan. „Þetta hefur verið mjög mikil gleði og þetta þýðir svo mikið. KA er svo mikil fjölskylda og við erum svo stór fjölskylda. Samstaðan hjá stuðningsmönnum og leikmönnum á vellinum, þetta var bara sturlað og frábært að landa fyrsta bikarmeistaratitli í sögu KA.“ Það er eðlilegt að búast við fleiri mínútum í lokaleikjum tímabilsins hjá hinum unga Mikael eftir frammistöðuna í dag. „Ég held bara áfram að bæta mig sem leikmann og reyna hjálpa liðinu og ef ég fæ fleiri mínútur þá bara geggjað,“ sagði Mikael hógvær að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KA Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Hinn 17 ára Mikael Breki Þórðarson byrjaði sinn fyrsta leik fyrir uppeldisfélagið í dag og hélt upp á það með því að skora frábært mark. Hann kom í viðtal beint eftir leik og var eðlilega ánægður með sitt framlag. „Bara jákvæður og hefði verið sætt að vinna þennan leik auðvitað. Byrjuðum mjög sterkt fyrstu 25-30 mínúturnar en misstum okkur aðeins niður síðan en komum til baka þannig það var súrt að sjá HK skora þarna en jákvæður bara. Frábært að fá fyrstu mínútur og fyrsta mark.“ Mikael smurði boltann laglega í fjær hornið þegar boltinn barst til hans rétt fyrir utan teig og var hann fenginn til að lýsa augnablikinu góða; „Ég man ekki hvernig, hann kom bara einhvern veginn út í teignum hjá mér og ég tek bara snertingu og ákvað bara að skjóta sko og það heppnaðist í þetta skipti og það gat hjálpað liðinu og þá er ég mjög glaður.“ Mikael Breki í viðtali við Vísi og Stöð 2 Sport að leik loknum.Vísir/Björgvin Mikael var í fyrsta skipti í byrjunarliði KA í dag en hann er uppalinn í félaginu og voru því tilfinningarnar miklar þegar boltinn söng í netinu. „Ég er búinn að vera í KA bara síðan ég man eftir mér, síðan ég fæddist, og bara fá að spila fyrir uppeldisfélagið og sérstaklega fyrsta leik, fyrsta startið, það er bara draumur eftir hvernig síðustu dagar búnir að vera og hvað maður er búinn að upplifa með þessum klúbb þannig það er bara frábært.“ KA varð bikarmeistari á dögunum eins og frægt er orðin og hafa síðustu dagar eflaust verið skemmtilegir fyrir norðan. „Þetta hefur verið mjög mikil gleði og þetta þýðir svo mikið. KA er svo mikil fjölskylda og við erum svo stór fjölskylda. Samstaðan hjá stuðningsmönnum og leikmönnum á vellinum, þetta var bara sturlað og frábært að landa fyrsta bikarmeistaratitli í sögu KA.“ Það er eðlilegt að búast við fleiri mínútum í lokaleikjum tímabilsins hjá hinum unga Mikael eftir frammistöðuna í dag. „Ég held bara áfram að bæta mig sem leikmann og reyna hjálpa liðinu og ef ég fæ fleiri mínútur þá bara geggjað,“ sagði Mikael hógvær að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KA Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira