Innherji

Engar efndir hjá Einari

Ráðgjafinn skrifar
Þann 10. febrúar næstkomandi verður fé úthlutað til stjórnmálaflokkana úr ríkissjóði. Úthlutun til hvers og eins ákvarðast út frá fylgi þeirra í „síðustu“ kosningum. Sennilega er að sitja fram yfir þá dagsetningu hér um bil það eina sem ríkisstjórnarflokkarnir þrír geta sammælst um.
Þann 10. febrúar næstkomandi verður fé úthlutað til stjórnmálaflokkana úr ríkissjóði. Úthlutun til hvers og eins ákvarðast út frá fylgi þeirra í „síðustu“ kosningum. Sennilega er að sitja fram yfir þá dagsetningu hér um bil það eina sem ríkisstjórnarflokkarnir þrír geta sammælst um.

Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur, ætlar að reynast pólitískt þynnildi í húsnæðismálum. Samkvæmt nýlegri íbúðatalningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) hefur íbúðum í byggingu fækkað nokkuð í Reykjavík.

Þetta er auðvitað í mótsögn við það kosningaloforð Einars að byggja um 3.000 íbúðir árlega í Reykjavík. Samkvæmt mælingu HMS eru nú aðeins um 30 prósent af lofuðum íbúðafjölda á framkvæmdastigi í Reykjavík og lítið útlit fyrir bjartari tíma framundan.

Þó ytri aðstæður séu sannarlega krefjandi, hefur löngum verið ljóst að markmið Einars er fagurgali en fullkomlega óraunhæft.

Aðspurður hefur borgarstjórinn einatt kennt verktökum um. Þeir séu einfaldlega ekki nógu duglegir að byggja!

Loforðinu um íbúðirnar 3.000 var sennilega aldrei ætlað að verða að veruleika, heldur þjónaði þeim tilgangi einum að tryggja Einari stólinn.

Auðvelt að segja fyrir borgarstjóra, blautan bak við eyrun í þægilegri innivinnu. Látum einkaaðilana taka áhættuna og ana út í óvissuferð og áhættusamar framkvæmdir. Skítt með afleiðingarnar.

Fyrr á þessu ári sat borgarstjórinn í pallborði á Viðskiptaþingi hvar hann varpaði fram þeirri lausn á húsnæðisvandanum að Reykjavíkurborg stofnaði eigið byggingarfélag. Margir furðuðu sig á útspilinu og skipaði borgarstjórinn sér í sveit með öðrum vinstrimönnum við þessa óábyrgu tillögugerð.

Loforðinu um íbúðirnar 3.000 var sennilega aldrei ætlað að verða að veruleika, heldur þjónaði þeim tilgangi einum að tryggja Einari stólinn.

Reynsla borgarstjóra af raunhagkerfinu er engin og árangurinn eftir því.

Hver vill þetta eiginlega?

Ríkisvæðing tryggingafélagsins TM er nú á lokametrunum. Það gerist á vakt ríkisstjórnar undir forystu Sjálfstæðisflokksins, sem á tyllidögum kallar sig hægri flokk. Enginn virðist ætla að hreyfa við mótmælum.

Fjármálaráðherra og formaður samstarfsflokksins tilkynnir á sama tíma að til standi að klára einkavæðingu Íslandsbanka – helst fyrir jól. Farsæl sala á eftirstandandi hlut ríkisins er eitt af mikilvægari verkefnum ríkisstjórnarinnar en hætt er við því að hún kunni að þurrausa allt fjármagn af hlutabréfamarkaði sem hefur verið í skötulíki til lengri tíma.

Sennilega er að sitja fram yfir þá dagsetningu hér um bil það eina sem ríkisstjórnarflokkarnir þrír geta sammælst um.

Dómsmálaráðherra viðurkennir að hún hafi neyðst til að brjóta lög af tillitssemi við samráðherra sína. Prinsippin látin lönd og leið.

Og samkvæmt könnun Samtaka atvinnulífsins eru einungis um 3,5 prósent landsmanna hlynntir stefnu ríkisstjórnarinnar um að gera ekkert í því að afla frekari orku.

Þann 10. febrúar næstkomandi verður fé úthlutað til stjórnmálaflokkana úr ríkissjóði. Úthlutun til hvers og eins ákvarðast út frá fylgi þeirra í „síðustu“ kosningum. Sennilega er að sitja fram yfir þá dagsetningu hér um bil það eina sem ríkisstjórnarflokkarnir þrír geta sammælst um.

Því það vill þetta enginn.


Ráðgjafinn er nýr liður á vef Innherja og er vikulegur pistill þar sem innanbúðarmaður tekur púlsinn á stöðunni innan stjórnmálanna.


Tengdar fréttir

Arki­tekta- og verk­fræði­stofur merkja mikinn sam­drátt í verk­efnum

Allt útlit er fyrir minna framboð íbúðarhúsnæðis á næstu árum sem birtist meðal annars í því að meira en sextíu prósent arkitekta- og verkfræðistofa segja að verkefnum hjá sér hafi fækkað, samkvæmt nýrri könnun sem Samtak iðnaðarins hafa gert. Framkvæmdastjóri samtakanna segir að áherslur stjórnvalda í húsnæðisstuðningi, sem beinast núna í meira mæli til leigjenda, séu til þess fallin að magna vandann enn frekar í stað þess að auka hvata til íbúðaruppbyggingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×