Engin vand­ræði þrátt fyrir að vera manni færri nær allan leikinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Skoraði og lagði upp.
Skoraði og lagði upp. EPA-EFE/NEIL HALL

Tottenham Hotspur fékk Qarabag frá Aserbaísjan í heimsókn í Evrópudeild karla í knattspyrnu. Þrátt fyrir að vera manni færri frá 8. mínútu þá vann Tottenham samt sannfærandi 3-0 sigur.

Radu Drăgușin fór í glórulausa tæklingu strax á 8. mínútu og fékk beint rautt spjald að launum. Heimamenn því manni færri í 82 mínútur hið minnsta en það kom ekki að sök.

Brennan Johnson kom Spurs yfir fjórum mínútum síðar eftir undirbúning Dominic Solanke. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Snemma í síðari hálfleik féll boltinn fyrir fætur Pape Matar Sarr eftir hornspyrnu og staðan orðin 2-0 Tottenham í vil.

Solanke sjálfur var svo á réttur maður á réttum stað á 68. mínútu og gulltryggði 3-0 sigur Tottenham.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira