Sendir Patriot, svifsprengjur og skotfæri til Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 26. september 2024 13:18 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna. AP/Leon Neal Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag umfangsmikla hernaðaraðstoð til Úkraínu og sagði hann að stuðningurinn ætti að hjálpa Úkraínu að „vinna“ stríðið gegn Rússum. Hann mun seinna í dag fá Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í heimsókn til Hvíta hússins. Stuðningspakkinn, ef svo má segja, er metinn á rúma átta milljarða dala, sem samsvarar um billjón króna. Meðal þeirra hergagna sem til stendur að senda til Úkraínu eru flugskeyti í loftvarnarkerfi, eitt Patriot-loftvarnarkerfi, skotfæri fyrir fallbyssur og HIMARS-eldflaugakerfi, Javelin og AT-4 eldflaugar sem hannaðar eru til að granda skrið- og bryndreku. Bryndreka og annarskonar brynvarin farartæki, brýr, báta, byssur, skotfæri og ýmislegt annað. Hér að neðan má sjá nýleg myndbönd af tveimur rússneskum skriðdrekum verða fyrir Javelin í austurhluta Úkraínu. Javelin strikes on two Russian MT-LBshttps://t.co/IKBiOyf1uV pic.twitter.com/u1M8YcFPW6— Special Kherson Cat 🐈🇺🇦 (@bayraktar_1love) September 26, 2024 Pakkinn inniheldur eining svifsprengjur en fregnir af þeim höfðu áður borist í fjölmiðlum vestanhafs. Svifsprengjurnar sem um ræðir kallast AGM-154 og geta drifið allt að 113 kílómetra, eftir því úr hvaða hæð þeim er varpað. Þannig er hægt að varpa þeim það langt í burtu að flest loftvarnarkerfi Rússa drífa ekki að orrustuþotunum og geta sprengjurnar fundið skotmörk sín með mikilli nákvæmni. Rússar hafa um nokkuð skeið notað svipaðar sprengjur gegn Úkraínumönnum með miklum árangri. Sprengjurnar eru sérstaklega hannaðar með F-16 orrustuþotur í huga og tilkynnti Biden einnig að auka ætti umfang þjálfunar úkraínska flugmanna á þær þotur. Alls myndu Bandaríkjamenn þjálfa átján flugmenn á næsta ári en flugmenn eru einnig þjálfaðir í öðrum ríkjum í Evrópu. Í yfirlýsingu sem Hvíta húsið birti í dag segir Biden að stuðningur við Úkraínu hafi verið í miklum forgangi í ríkisstjórn hans á þeim tæpu þremur árum síðan innrás Rússa hófst. Á þeim tíma hefði Úkraínumönnum tekist að reka Rússa á brott frá stórum svæðum sem þeir hefðu upprunalega hernumið og héldu áfram að verja sjálfstæði sitt og fullveldi. Enn væri þó mikið verk fyrir höndum. Biden sagðist ætla að boða til fundar hjá bakhjörlum Úkraínu í Þýskalandi í næsta mánuði, þar sem samræma ætti stuðning ríkjanna við Úkraínumenn. Yfirvöld í Þýskalandi tilkynntu í gær nýjan stuðningspakka til Úkraínu. Hann er ekki eins umfangsmikill og sá bandaríski og er verðmetinn á um fjögur hundrað milljóni Evra. Hann inniheldur flugskeyti fyrir loftvarnir, loftvarnarkerfi, skriðdreka, dróna, skotfæri og varahluti, svo eitthvað sé nefnt. Bandaríkin Joe Biden Hernaður Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Hótar að beita kjarnorkuvopnum gegn árás með hefðbundnum vopnum Vladimir Pútín Rússlandsforseti sagði á fundi með öryggisráði sínu í gær að Rússar myndu íhuga að beita kjarnorkuvopnum ef þeim bærust áreiðanlegar upplýsingar um yfirvofandi loftárás með hefðbundnum vopnum. 26. september 2024 06:26 Selenskí varar við „kjarnorku hörmung“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kom fram fyrir þingi Sameinuðu þjóðanna í New York í dag og sagði Rússland vera að skipuleggja frekari árásir gegn kjarnorkuverum Úkraínu og varaði viðstadda við „kjarnorku hörmung“. 25. september 2024 19:54 „Virkið“ Vuhledar að falli komið Hersveitir Rússa eru komnar langleiðina með að ná tökum á bænum Vuhledar í Dónetsk-héraði í Úkraínu. Rússar hafa lagt mikið púður í sóknina að bænum á undanförnum dögum og hafa verjendur hans þurft að hörfa undan þessum áhlaupum. 25. september 2024 15:05 Hútar vilja háþróaðar stýriflaugar frá Rússum Erindrekar frá Íran hafa komið að viðræðum milli yfirvalda í Rússlandi og Húta í Jemen, sem vilja fá háþróaðar eldflaugar frá Rússum til að sökkva skipum á Rauðahafi. Hútar hafa gert ítrekaðar árásir á skip á svæðinu og óttast er að umræddar eldflaugar gætu aukið getu þeirra til muna. 25. september 2024 10:15 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Fleiri fréttir Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Sjá meira
Stuðningspakkinn, ef svo má segja, er metinn á rúma átta milljarða dala, sem samsvarar um billjón króna. Meðal þeirra hergagna sem til stendur að senda til Úkraínu eru flugskeyti í loftvarnarkerfi, eitt Patriot-loftvarnarkerfi, skotfæri fyrir fallbyssur og HIMARS-eldflaugakerfi, Javelin og AT-4 eldflaugar sem hannaðar eru til að granda skrið- og bryndreku. Bryndreka og annarskonar brynvarin farartæki, brýr, báta, byssur, skotfæri og ýmislegt annað. Hér að neðan má sjá nýleg myndbönd af tveimur rússneskum skriðdrekum verða fyrir Javelin í austurhluta Úkraínu. Javelin strikes on two Russian MT-LBshttps://t.co/IKBiOyf1uV pic.twitter.com/u1M8YcFPW6— Special Kherson Cat 🐈🇺🇦 (@bayraktar_1love) September 26, 2024 Pakkinn inniheldur eining svifsprengjur en fregnir af þeim höfðu áður borist í fjölmiðlum vestanhafs. Svifsprengjurnar sem um ræðir kallast AGM-154 og geta drifið allt að 113 kílómetra, eftir því úr hvaða hæð þeim er varpað. Þannig er hægt að varpa þeim það langt í burtu að flest loftvarnarkerfi Rússa drífa ekki að orrustuþotunum og geta sprengjurnar fundið skotmörk sín með mikilli nákvæmni. Rússar hafa um nokkuð skeið notað svipaðar sprengjur gegn Úkraínumönnum með miklum árangri. Sprengjurnar eru sérstaklega hannaðar með F-16 orrustuþotur í huga og tilkynnti Biden einnig að auka ætti umfang þjálfunar úkraínska flugmanna á þær þotur. Alls myndu Bandaríkjamenn þjálfa átján flugmenn á næsta ári en flugmenn eru einnig þjálfaðir í öðrum ríkjum í Evrópu. Í yfirlýsingu sem Hvíta húsið birti í dag segir Biden að stuðningur við Úkraínu hafi verið í miklum forgangi í ríkisstjórn hans á þeim tæpu þremur árum síðan innrás Rússa hófst. Á þeim tíma hefði Úkraínumönnum tekist að reka Rússa á brott frá stórum svæðum sem þeir hefðu upprunalega hernumið og héldu áfram að verja sjálfstæði sitt og fullveldi. Enn væri þó mikið verk fyrir höndum. Biden sagðist ætla að boða til fundar hjá bakhjörlum Úkraínu í Þýskalandi í næsta mánuði, þar sem samræma ætti stuðning ríkjanna við Úkraínumenn. Yfirvöld í Þýskalandi tilkynntu í gær nýjan stuðningspakka til Úkraínu. Hann er ekki eins umfangsmikill og sá bandaríski og er verðmetinn á um fjögur hundrað milljóni Evra. Hann inniheldur flugskeyti fyrir loftvarnir, loftvarnarkerfi, skriðdreka, dróna, skotfæri og varahluti, svo eitthvað sé nefnt.
Bandaríkin Joe Biden Hernaður Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Hótar að beita kjarnorkuvopnum gegn árás með hefðbundnum vopnum Vladimir Pútín Rússlandsforseti sagði á fundi með öryggisráði sínu í gær að Rússar myndu íhuga að beita kjarnorkuvopnum ef þeim bærust áreiðanlegar upplýsingar um yfirvofandi loftárás með hefðbundnum vopnum. 26. september 2024 06:26 Selenskí varar við „kjarnorku hörmung“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kom fram fyrir þingi Sameinuðu þjóðanna í New York í dag og sagði Rússland vera að skipuleggja frekari árásir gegn kjarnorkuverum Úkraínu og varaði viðstadda við „kjarnorku hörmung“. 25. september 2024 19:54 „Virkið“ Vuhledar að falli komið Hersveitir Rússa eru komnar langleiðina með að ná tökum á bænum Vuhledar í Dónetsk-héraði í Úkraínu. Rússar hafa lagt mikið púður í sóknina að bænum á undanförnum dögum og hafa verjendur hans þurft að hörfa undan þessum áhlaupum. 25. september 2024 15:05 Hútar vilja háþróaðar stýriflaugar frá Rússum Erindrekar frá Íran hafa komið að viðræðum milli yfirvalda í Rússlandi og Húta í Jemen, sem vilja fá háþróaðar eldflaugar frá Rússum til að sökkva skipum á Rauðahafi. Hútar hafa gert ítrekaðar árásir á skip á svæðinu og óttast er að umræddar eldflaugar gætu aukið getu þeirra til muna. 25. september 2024 10:15 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Fleiri fréttir Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Sjá meira
Hótar að beita kjarnorkuvopnum gegn árás með hefðbundnum vopnum Vladimir Pútín Rússlandsforseti sagði á fundi með öryggisráði sínu í gær að Rússar myndu íhuga að beita kjarnorkuvopnum ef þeim bærust áreiðanlegar upplýsingar um yfirvofandi loftárás með hefðbundnum vopnum. 26. september 2024 06:26
Selenskí varar við „kjarnorku hörmung“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kom fram fyrir þingi Sameinuðu þjóðanna í New York í dag og sagði Rússland vera að skipuleggja frekari árásir gegn kjarnorkuverum Úkraínu og varaði viðstadda við „kjarnorku hörmung“. 25. september 2024 19:54
„Virkið“ Vuhledar að falli komið Hersveitir Rússa eru komnar langleiðina með að ná tökum á bænum Vuhledar í Dónetsk-héraði í Úkraínu. Rússar hafa lagt mikið púður í sóknina að bænum á undanförnum dögum og hafa verjendur hans þurft að hörfa undan þessum áhlaupum. 25. september 2024 15:05
Hútar vilja háþróaðar stýriflaugar frá Rússum Erindrekar frá Íran hafa komið að viðræðum milli yfirvalda í Rússlandi og Húta í Jemen, sem vilja fá háþróaðar eldflaugar frá Rússum til að sökkva skipum á Rauðahafi. Hútar hafa gert ítrekaðar árásir á skip á svæðinu og óttast er að umræddar eldflaugar gætu aukið getu þeirra til muna. 25. september 2024 10:15