Helena verður á skjánum í vetur Sindri Sverrisson skrifar 26. september 2024 16:02 Helena Sverrisdóttir mun hafa helling fram að færa í Bónus Körfuboltakvöldi. vísir/Sigurjón Sjónvarpsþættinum Bónus Körfuboltakvöldi hefur borist afar mikill liðsstyrkur fyrir nýtt tímabil sem hefst með upphitunarþætti á Stöð 2 Sport annað kvöld. Helena Sverrisdóttir er nýjasti liðsmaður þáttarins og hún verður með í allan vetur þegar leikirnir og allt það helsta varðandi Bónus-deild kvenna verður krufið til mergjar. Helenu þarf vart að kynna enda var hún til að mynda valin körfuboltakona ársins á Íslandi ellefu ár í röð fram til ársins 2015, og svo í tólfta sinn árið 2019, eða sem sagt langoftast íslenskra kvenna. Í nóvember á síðasta ári varð hún leikjahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, þegar hún lék sinn 80. landsleik, meira en tuttugu árum eftir að hafa fyrst klæðst íslensku landsliðstreyjunni, og hún bætti við 81. landsleiknum áður en hún lagði svo skóna á hilluna. Helena lék í bandaríska háskólaboltanum með TCU og sem atvinnumaður í Ungverjalandi, Póllandi og Slóvakíu, en langmest með Haukum hér heima og einnig með Val, og vann mikinn fjölda titla á löngum ferli. Helena ætti því að hafa ýmsu að miðla og sterkar skoðanir á því sem gerist í Bónus-deildinni í vetur en ásamt henni verða sem fyrr þær Bryndís Guðmundsdóttir, Hallveig Jónsdóttir, Berglind Gunnarsdóttir, Ólöf Helga Pálsdóttir, Ingibjörg Jakobsdóttir og Pálína Gunnlaugsdóttir sérfræðingar Körfuboltakvölds. Hörður Unnsteinsson stýrir þættinum áfram. Upphitunarþáttur Bónus Körfuboltakvölds kvenna hefst klukkan 20 á morgun, á Stöð 2 Sport. Körfuboltakvöld Bónus-deild kvenna Tengdar fréttir Allt um met Helenu: Þrjár í liðinu ekki fæddar í hennar fyrsta landsleik Helena Sverrisdóttir sló leikjamet Hildar Sigurðardóttir Rúmeníu í gær þegar hún lék landsleik númer áttatíu á ferlinum. Landsliðsferill hennar hófst árið 2002 og er hún nú fyrsta konan til að spila landsleik í körfubolta með tveggja áratuga millibili. 10. nóvember 2023 14:01 Helena leggur skóna á hilluna Helena Sverrisdóttir sem margir telja bestu körfuknattleikskonu Íslands fyrr og síðar hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hún greinir frá þessu á Facebooksíðu sinni nú í dag. 19. nóvember 2023 13:29 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Sjá meira
Helena Sverrisdóttir er nýjasti liðsmaður þáttarins og hún verður með í allan vetur þegar leikirnir og allt það helsta varðandi Bónus-deild kvenna verður krufið til mergjar. Helenu þarf vart að kynna enda var hún til að mynda valin körfuboltakona ársins á Íslandi ellefu ár í röð fram til ársins 2015, og svo í tólfta sinn árið 2019, eða sem sagt langoftast íslenskra kvenna. Í nóvember á síðasta ári varð hún leikjahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, þegar hún lék sinn 80. landsleik, meira en tuttugu árum eftir að hafa fyrst klæðst íslensku landsliðstreyjunni, og hún bætti við 81. landsleiknum áður en hún lagði svo skóna á hilluna. Helena lék í bandaríska háskólaboltanum með TCU og sem atvinnumaður í Ungverjalandi, Póllandi og Slóvakíu, en langmest með Haukum hér heima og einnig með Val, og vann mikinn fjölda titla á löngum ferli. Helena ætti því að hafa ýmsu að miðla og sterkar skoðanir á því sem gerist í Bónus-deildinni í vetur en ásamt henni verða sem fyrr þær Bryndís Guðmundsdóttir, Hallveig Jónsdóttir, Berglind Gunnarsdóttir, Ólöf Helga Pálsdóttir, Ingibjörg Jakobsdóttir og Pálína Gunnlaugsdóttir sérfræðingar Körfuboltakvölds. Hörður Unnsteinsson stýrir þættinum áfram. Upphitunarþáttur Bónus Körfuboltakvölds kvenna hefst klukkan 20 á morgun, á Stöð 2 Sport.
Körfuboltakvöld Bónus-deild kvenna Tengdar fréttir Allt um met Helenu: Þrjár í liðinu ekki fæddar í hennar fyrsta landsleik Helena Sverrisdóttir sló leikjamet Hildar Sigurðardóttir Rúmeníu í gær þegar hún lék landsleik númer áttatíu á ferlinum. Landsliðsferill hennar hófst árið 2002 og er hún nú fyrsta konan til að spila landsleik í körfubolta með tveggja áratuga millibili. 10. nóvember 2023 14:01 Helena leggur skóna á hilluna Helena Sverrisdóttir sem margir telja bestu körfuknattleikskonu Íslands fyrr og síðar hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hún greinir frá þessu á Facebooksíðu sinni nú í dag. 19. nóvember 2023 13:29 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Sjá meira
Allt um met Helenu: Þrjár í liðinu ekki fæddar í hennar fyrsta landsleik Helena Sverrisdóttir sló leikjamet Hildar Sigurðardóttir Rúmeníu í gær þegar hún lék landsleik númer áttatíu á ferlinum. Landsliðsferill hennar hófst árið 2002 og er hún nú fyrsta konan til að spila landsleik í körfubolta með tveggja áratuga millibili. 10. nóvember 2023 14:01
Helena leggur skóna á hilluna Helena Sverrisdóttir sem margir telja bestu körfuknattleikskonu Íslands fyrr og síðar hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hún greinir frá þessu á Facebooksíðu sinni nú í dag. 19. nóvember 2023 13:29