„Þetta má aldrei gerast aftur“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. september 2024 16:36 Þórður Snær Júlíusson mætir fyrir Landsrétt en hann hefur staðið í stappi við Pál Vilhjálmsson bloggara. Páll var sýknaður af ásökun um ærumeiðingar í Landsrétti eftir að hafa hlotið dóm í héraðsdómi. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi ritstjóri Kjarnans og sakborningur í byrlunar- og símastuldsmáli Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja segir einstökum aðförum í sögu Íslands loks lokið eftir 961 dags rannsókn. Hann er hugsi yfir réttlætingu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra á rannsókninni. Lögreglan fyrir norðan tilkynnti í hádeginu í langri Facebook-færslu að embættið hefði ákveðið að hætta rannsókn er varðar meinta byrlun, afritun á upplýsingum af síma og dreifingu á kynferðislegu myndefni. Sex blaðamenn höfðu réttarstöðu sakbornings í málinu auk fyrrverandi eiginkonu Páls. Páll tilkynnti málið til lögreglu vorið 2021 og sagði sér hafa verið byrlað ólyfjan og sími hans tekinn ófrjálsri hendi á meðan hann lá inni á spítala. Fréttir voru skrifaðar í Kjarnanum og Stundinni upp úr tölvupóstum úr síma Páls. Fréttirnar fjölluðu um svonefnda skæruliðadeild innan Samherja þar sem varpað var ljósi á það hvernig stjórnendur hjá Samherja og aðrir skipulögðu greinaskrif til að stjórna umræðunni um hið svokallaða Samherjamál og koma höggi á þá sem gagnrýndu sjávarútvegsfyrirtækið. Þórður tjáir sig um niðurstöðu lögreglu í færslu á Facebook. „Mér var haldið í stöðu sakbornings í 961 dag í rannsókn sem staðið hefur í nálægt þrjú og hálft ár. Á þeim tíma var ein skýrsla tekin af mér, í ágúst 2022, fyrir rúmlega 25 mánuðum síðan. Á meðan fékk handfylli manna, með hjálp ýmissa skráðra fjölmiðla, að spinna ótrúlegar lygasögur utan á þetta mál. Setja fram súrrealískar staðhæfingar sem áttu sér enga stoð í raunveruleikanum,“ segir Þórður Snær. „Ég, og kollegar mínir, fengum þessa réttarstöðu vegna þess að hluti okkar skrifaði fréttir um það hvernig hópur fólks, með vitund og vilja stjórnenda eins stærsta fyrirtækis landsins, vann skipulega að því að reyna að hafa æruna, heilsuna og lífsviðurværið af blaðamönnum sem fjölluðu um fyrirtækið,“ segir Þórður Snær. „Hvernig hópurinn reyndi að hafa áhrif á kosningar í stéttar- og fagfélagi blaðamanna. Hvernig hann skipulega reyndi að rægja færeyska blaðamenn. Lagði á ráðinn um að setja fram tilefnislausa kæru á hendur uppljóstrara gagngert til að reyna að koma í veg fyrir að hann bæri vitni gegn fyrirtækinu. Ætluðu að draga úr trúverðugleika rithöfunda sem hafði gagnrýnt fyrirtækið, Hafa áhrif á hverjir leiddu lista stjórnmálaflokks, planaði víðtæka gagnasöfnun um stjórn félagasamtaka sem berst gegn spillingu og hvernig bregðast átti við gagnrýni frá sitjandi seðlabankastjóra á stríðsrekstur fyrirtækisins gagnvart nafngreindu fólki.“ Hann segir um að ræða einstakar aðfarir í sögu Íslands sem hafi verið lýðræðislega stórhættulegar. „Með því að ráðast í þessa rannsókn sem átti sér aldrei nokkurn grundvöll, eftir handriti eins þess sem við fjölluðum um og með opinberum stuðningi ákveðinna stjórnmálamanna, og viðhalda henni í allan þennan tíma sem raun ber vitni, var aftur reynt að hafa af okkur æruna, heilsuna og lífsviðurværið,“ segir Þórður. Tilkynning lögreglu um niðurfellingu rannsóknar er nokkuð löng miðað við það sem tíðkast í tilkynningum lögreglu vegna mála sem hafa verið til rannsóknar. Þar er ágreiningur við blaðamenn „sem töldu sig ekki bera sömu skyldu og aðrir til að gefa skýrslu hjá lögreglu vegna stöðu sinnar“ meðal annars kennt um tímalengd rannsóknar. Þá segir lögregla að allir sakborningar gætu hafa sýnt af sér atferli sem geti flokkast undir lagabrot. „Ömurleg tilraun lögreglunnar á Norðurlandi eystra til að réttlæta aðfarir sínar gagnvart blaðamönnum á Facebook-síðu sinni, sem mér skilst að sé einstök í Íslandssögunni, gerir ekkert annað en að gera svartan blett á réttarríkinu enn stærri.“ Þórður Snær hætti störfum á Heimildinni, sem varð til við sameiningu Kjarnans og Stundarinnar, á dögunum. Hann segir sér mjög létt yfir því að þessari aðför sé lokið. „En ég er líka mjög reiður yfir því sem hefur fengið að eiga sér stað. Málið hefur breytt sýn minni á samfélagið og hafði áhrif á að ég ákvað að skipta um kúrs í lífinu. Það hefur sýnt mér að ef maður stendur ekki upp og berst fyrir því sem er réttlátt, sanngjarnt og satt, jafnvel þótt að valdamesta fólk landsins sé mótaðilinn, þá gerir það enginn fyrir mann. Þetta má aldrei gerast aftur og ég ætla að beita mér að öllu afli fyrir því.“ Byrlunar- og símastuldarmálið Fjölmiðlar Lögreglumál Samherjaskjölin Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Lögreglan fyrir norðan tilkynnti í hádeginu í langri Facebook-færslu að embættið hefði ákveðið að hætta rannsókn er varðar meinta byrlun, afritun á upplýsingum af síma og dreifingu á kynferðislegu myndefni. Sex blaðamenn höfðu réttarstöðu sakbornings í málinu auk fyrrverandi eiginkonu Páls. Páll tilkynnti málið til lögreglu vorið 2021 og sagði sér hafa verið byrlað ólyfjan og sími hans tekinn ófrjálsri hendi á meðan hann lá inni á spítala. Fréttir voru skrifaðar í Kjarnanum og Stundinni upp úr tölvupóstum úr síma Páls. Fréttirnar fjölluðu um svonefnda skæruliðadeild innan Samherja þar sem varpað var ljósi á það hvernig stjórnendur hjá Samherja og aðrir skipulögðu greinaskrif til að stjórna umræðunni um hið svokallaða Samherjamál og koma höggi á þá sem gagnrýndu sjávarútvegsfyrirtækið. Þórður tjáir sig um niðurstöðu lögreglu í færslu á Facebook. „Mér var haldið í stöðu sakbornings í 961 dag í rannsókn sem staðið hefur í nálægt þrjú og hálft ár. Á þeim tíma var ein skýrsla tekin af mér, í ágúst 2022, fyrir rúmlega 25 mánuðum síðan. Á meðan fékk handfylli manna, með hjálp ýmissa skráðra fjölmiðla, að spinna ótrúlegar lygasögur utan á þetta mál. Setja fram súrrealískar staðhæfingar sem áttu sér enga stoð í raunveruleikanum,“ segir Þórður Snær. „Ég, og kollegar mínir, fengum þessa réttarstöðu vegna þess að hluti okkar skrifaði fréttir um það hvernig hópur fólks, með vitund og vilja stjórnenda eins stærsta fyrirtækis landsins, vann skipulega að því að reyna að hafa æruna, heilsuna og lífsviðurværið af blaðamönnum sem fjölluðu um fyrirtækið,“ segir Þórður Snær. „Hvernig hópurinn reyndi að hafa áhrif á kosningar í stéttar- og fagfélagi blaðamanna. Hvernig hann skipulega reyndi að rægja færeyska blaðamenn. Lagði á ráðinn um að setja fram tilefnislausa kæru á hendur uppljóstrara gagngert til að reyna að koma í veg fyrir að hann bæri vitni gegn fyrirtækinu. Ætluðu að draga úr trúverðugleika rithöfunda sem hafði gagnrýnt fyrirtækið, Hafa áhrif á hverjir leiddu lista stjórnmálaflokks, planaði víðtæka gagnasöfnun um stjórn félagasamtaka sem berst gegn spillingu og hvernig bregðast átti við gagnrýni frá sitjandi seðlabankastjóra á stríðsrekstur fyrirtækisins gagnvart nafngreindu fólki.“ Hann segir um að ræða einstakar aðfarir í sögu Íslands sem hafi verið lýðræðislega stórhættulegar. „Með því að ráðast í þessa rannsókn sem átti sér aldrei nokkurn grundvöll, eftir handriti eins þess sem við fjölluðum um og með opinberum stuðningi ákveðinna stjórnmálamanna, og viðhalda henni í allan þennan tíma sem raun ber vitni, var aftur reynt að hafa af okkur æruna, heilsuna og lífsviðurværið,“ segir Þórður. Tilkynning lögreglu um niðurfellingu rannsóknar er nokkuð löng miðað við það sem tíðkast í tilkynningum lögreglu vegna mála sem hafa verið til rannsóknar. Þar er ágreiningur við blaðamenn „sem töldu sig ekki bera sömu skyldu og aðrir til að gefa skýrslu hjá lögreglu vegna stöðu sinnar“ meðal annars kennt um tímalengd rannsóknar. Þá segir lögregla að allir sakborningar gætu hafa sýnt af sér atferli sem geti flokkast undir lagabrot. „Ömurleg tilraun lögreglunnar á Norðurlandi eystra til að réttlæta aðfarir sínar gagnvart blaðamönnum á Facebook-síðu sinni, sem mér skilst að sé einstök í Íslandssögunni, gerir ekkert annað en að gera svartan blett á réttarríkinu enn stærri.“ Þórður Snær hætti störfum á Heimildinni, sem varð til við sameiningu Kjarnans og Stundarinnar, á dögunum. Hann segir sér mjög létt yfir því að þessari aðför sé lokið. „En ég er líka mjög reiður yfir því sem hefur fengið að eiga sér stað. Málið hefur breytt sýn minni á samfélagið og hafði áhrif á að ég ákvað að skipta um kúrs í lífinu. Það hefur sýnt mér að ef maður stendur ekki upp og berst fyrir því sem er réttlátt, sanngjarnt og satt, jafnvel þótt að valdamesta fólk landsins sé mótaðilinn, þá gerir það enginn fyrir mann. Þetta má aldrei gerast aftur og ég ætla að beita mér að öllu afli fyrir því.“
Byrlunar- og símastuldarmálið Fjölmiðlar Lögreglumál Samherjaskjölin Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira