Tvö útspil Pírata fyrir notendur heilbrigðiskerfisins Halldóra Mogensen og Eva Sjöfn Helgadóttir skrifa 27. september 2024 09:30 Heilbrigðiskerfið er mannanna verk og því er ætlað að sinna þörfum allra í landinu fyrir heilbrigðisþjónustu. Heilbrigðisstarfsfólk gerir sitt besta í krefjandi aðstæðum, oft í fjársveltum og undirmönnuðum stofnunum. Píratar vilja og ætla að leggja sitt af mörkum til þess að styðja miklu betur við notendur og veitendur heilbrigðisþjónustu og kerfið sem það vinnur í. Hagsmunir notenda og veitenda heilbrigðisþjónustu eru samtvinnaðir, þegar við eflum réttindi notenda og aðgengi þeirra að bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu þá erum við samtímis að efla og bæta starfsaðstæður og líðan heilbrigðisstarfsfólks. Af þessu tilefni mæltu Píratar fyrir tveimur þingsályktunartillögum í gær sem ætlað er að styðja við notendur kerfisins og veita betri þjónustu. Annars vegar leggjum við til að sérstakt embætti umboðsmanns sjúklinga verði stofnað og hins vegar að neyðargeðheilbrigðisteymi verði sett á laggirnar. Margir sjúklingar án talsmanns Þörfin fyrir umboðsmann sjúklinga er brýn. Við fáum reglulega fréttir af fólki sem heilbrigðiskerfið hefur brugðist. Fólk sem neyðist til að setja ómælda orku og jafnvel stórar fjárhæðir í að knýja fram réttlæti þegar það ætti að fá svigrúm til þess að nota orku sína í að græða sár, að hlúa að sjálfum sér á erfiðum tímum og til að ná heilsu. Tillaga Pírata felst í því að sett verði á fót sérstakt embætti umboðsmanns sjúklinga sem hafi það hlutverk að standa vörð um hagsmuni og réttindi sjúklinga, vera opinber talsmaður þeirra og sinna eftirliti með heilbrigðisþjónustu með tilliti til réttinda sjúklinga. Embættið á jafnframt að sinna leiðbeinandi fræðsluhlutverki Við Píratar teljum að stofnun umboðsmanns sjúklinga feli í sér mikið framfaraskref í þjónustu við sjúklinga og aðra notendur heilbrigðiskerfisins. Umsagnaraðilar málsins eru samhljóma um að vöntun sé á embættinu og flest telja að sjúklingar séu í eðli sínu viðkvæmur hópur, sérstaklega þegar um er að ræða sjúklinga sem eru börn eða glíma við fjölþættan vanda. Mannréttindaskrifstofa Íslands bendir sérstaklega á í umsögn sinni um málið að erfitt hafi reynst fyrir ákveðna hópa sjúklinga að fá aðgang að einstaklingsmiðaðri og þverfaglegri heilbrigðisþjónustu. Þeir hópar sem eru illa í stakk búnir til að berjast fyrir hagsmunum sínum og réttindum hafa engan talsmann sem talar sínu máli gagnvart heilbrigðiskerfinu. Neyðargeðheilbrigðisteymi fyrir fólk í vanda Pírötum er mjög hugleikið að heilbrigðiskerfið sé betur í stakk búið til þess að sinna fólki með geðrænan vanda. Við lögðum því til að ríkisstjórnin komi á fót neyðargeðheilbrigðisteymum um land allt. Teymunum yrði falið að sinna útköllum úr neyðarnúmerinu 112 í þeim tilvikum þar sem grunur leikur á að einstaklingur eða einstaklingar á vettvangi stríði við geðrænan vanda eða vímuefnavanda. Teymin yrðu skipuð heilbrigðisstarfsfólki með sérþekkingu á sviði geðheilbrigðis, vímuefnavanda og skaðaminnkunar. Við leggjum einnig til að starfsfólk Neyðarlínunnar, sem og lögregla, fái viðeigandi fræðslu til að meta í störfum sínum hvort þörf sé á aðstoð frá heilbrigðisstarfsfólki í útköllum. Reglulega berast fréttir af fólki í vanda og fyrir stuttu heyrðum við af manni sem undir áhrifum ofskynjunarsveppa gekk nakinn á Suðurlandsvegi. Í því tilfelli hefði verið gott að hafa sérfræðinga á vettvangi með viðeigandi kunnáttu. Frá því að tillagan var lögð fram hafa komið fram jákvæðar umsagnir frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, Félagsráðgjafafélagi Íslands, Öryrkjabandalagi Íslands, fulltrúum neyðarlínunnar og Hugarafli. Öll eru sammála um gagnsemi og mikilvægi þess að veita þjónustu sem þessa. Þá er reynsla annarra þjóða af neyðargeðheilbrigðisteymum mjög góð og hefur alla jafna minnkað valdbeitingu lögreglu gagnvart þessum viðkvæmu hópum verulega ásamt því að veita þeim betri og meira viðeigandi þjónustu. Auk þess draga neyðargeðheilbrigðisteymi úr álagi á lögreglu sem getur betur einbeitt sér að hefðbundnum lögreglustörfum. Píratar vita að til þess að bæta heilbrigðiskerfið þarf að hugsa í lausnum og vera tilbúinn að mæta notendum kerfisins af mennsku, með réttindi þeirra og velferð í fyrirrúmi. Þessar tillögur eru tvö púsl í stærri mynd sem Píratar eru að teikna af öruggara og betra heilbrigðiskerfi fyrir alla. Halldóra Mogensen er þingmaður Pírata og Eva Sjöfn Helgadóttir varaþingmaður Pírata. Þær eru fyrstu flutningsmenn þingsályktunartillagnanna tveggja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Geðheilbrigði Halldóra Mogensen Eva Sjöfn Helgadóttir Píratar Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Heilbrigðiskerfið er mannanna verk og því er ætlað að sinna þörfum allra í landinu fyrir heilbrigðisþjónustu. Heilbrigðisstarfsfólk gerir sitt besta í krefjandi aðstæðum, oft í fjársveltum og undirmönnuðum stofnunum. Píratar vilja og ætla að leggja sitt af mörkum til þess að styðja miklu betur við notendur og veitendur heilbrigðisþjónustu og kerfið sem það vinnur í. Hagsmunir notenda og veitenda heilbrigðisþjónustu eru samtvinnaðir, þegar við eflum réttindi notenda og aðgengi þeirra að bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu þá erum við samtímis að efla og bæta starfsaðstæður og líðan heilbrigðisstarfsfólks. Af þessu tilefni mæltu Píratar fyrir tveimur þingsályktunartillögum í gær sem ætlað er að styðja við notendur kerfisins og veita betri þjónustu. Annars vegar leggjum við til að sérstakt embætti umboðsmanns sjúklinga verði stofnað og hins vegar að neyðargeðheilbrigðisteymi verði sett á laggirnar. Margir sjúklingar án talsmanns Þörfin fyrir umboðsmann sjúklinga er brýn. Við fáum reglulega fréttir af fólki sem heilbrigðiskerfið hefur brugðist. Fólk sem neyðist til að setja ómælda orku og jafnvel stórar fjárhæðir í að knýja fram réttlæti þegar það ætti að fá svigrúm til þess að nota orku sína í að græða sár, að hlúa að sjálfum sér á erfiðum tímum og til að ná heilsu. Tillaga Pírata felst í því að sett verði á fót sérstakt embætti umboðsmanns sjúklinga sem hafi það hlutverk að standa vörð um hagsmuni og réttindi sjúklinga, vera opinber talsmaður þeirra og sinna eftirliti með heilbrigðisþjónustu með tilliti til réttinda sjúklinga. Embættið á jafnframt að sinna leiðbeinandi fræðsluhlutverki Við Píratar teljum að stofnun umboðsmanns sjúklinga feli í sér mikið framfaraskref í þjónustu við sjúklinga og aðra notendur heilbrigðiskerfisins. Umsagnaraðilar málsins eru samhljóma um að vöntun sé á embættinu og flest telja að sjúklingar séu í eðli sínu viðkvæmur hópur, sérstaklega þegar um er að ræða sjúklinga sem eru börn eða glíma við fjölþættan vanda. Mannréttindaskrifstofa Íslands bendir sérstaklega á í umsögn sinni um málið að erfitt hafi reynst fyrir ákveðna hópa sjúklinga að fá aðgang að einstaklingsmiðaðri og þverfaglegri heilbrigðisþjónustu. Þeir hópar sem eru illa í stakk búnir til að berjast fyrir hagsmunum sínum og réttindum hafa engan talsmann sem talar sínu máli gagnvart heilbrigðiskerfinu. Neyðargeðheilbrigðisteymi fyrir fólk í vanda Pírötum er mjög hugleikið að heilbrigðiskerfið sé betur í stakk búið til þess að sinna fólki með geðrænan vanda. Við lögðum því til að ríkisstjórnin komi á fót neyðargeðheilbrigðisteymum um land allt. Teymunum yrði falið að sinna útköllum úr neyðarnúmerinu 112 í þeim tilvikum þar sem grunur leikur á að einstaklingur eða einstaklingar á vettvangi stríði við geðrænan vanda eða vímuefnavanda. Teymin yrðu skipuð heilbrigðisstarfsfólki með sérþekkingu á sviði geðheilbrigðis, vímuefnavanda og skaðaminnkunar. Við leggjum einnig til að starfsfólk Neyðarlínunnar, sem og lögregla, fái viðeigandi fræðslu til að meta í störfum sínum hvort þörf sé á aðstoð frá heilbrigðisstarfsfólki í útköllum. Reglulega berast fréttir af fólki í vanda og fyrir stuttu heyrðum við af manni sem undir áhrifum ofskynjunarsveppa gekk nakinn á Suðurlandsvegi. Í því tilfelli hefði verið gott að hafa sérfræðinga á vettvangi með viðeigandi kunnáttu. Frá því að tillagan var lögð fram hafa komið fram jákvæðar umsagnir frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, Félagsráðgjafafélagi Íslands, Öryrkjabandalagi Íslands, fulltrúum neyðarlínunnar og Hugarafli. Öll eru sammála um gagnsemi og mikilvægi þess að veita þjónustu sem þessa. Þá er reynsla annarra þjóða af neyðargeðheilbrigðisteymum mjög góð og hefur alla jafna minnkað valdbeitingu lögreglu gagnvart þessum viðkvæmu hópum verulega ásamt því að veita þeim betri og meira viðeigandi þjónustu. Auk þess draga neyðargeðheilbrigðisteymi úr álagi á lögreglu sem getur betur einbeitt sér að hefðbundnum lögreglustörfum. Píratar vita að til þess að bæta heilbrigðiskerfið þarf að hugsa í lausnum og vera tilbúinn að mæta notendum kerfisins af mennsku, með réttindi þeirra og velferð í fyrirrúmi. Þessar tillögur eru tvö púsl í stærri mynd sem Píratar eru að teikna af öruggara og betra heilbrigðiskerfi fyrir alla. Halldóra Mogensen er þingmaður Pírata og Eva Sjöfn Helgadóttir varaþingmaður Pírata. Þær eru fyrstu flutningsmenn þingsályktunartillagnanna tveggja.
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun