Innlent

Grunur um að fiskar úr landeldi hafi komist í sjó

Jón Þór Stefánsson skrifar
Strokið átti sér stað í byrjun mánaðar.
Strokið átti sér stað í byrjun mánaðar. Háafell

Í byrjun mánaðar varð strok laxfiska úr landeldisstöð Háafells á Nauteyri við Ísafjarðardjúp. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun.

Þar segir að þann 3. september síðastliðinn hafi orðið óhapp við dælingu seiða milii húsa. Dæling hafi byrjað skömmu fyrir hádegi en verið stöðvuð fimm mínútum síðar þegar í ljós kom að krani á drenlögn hafi ekki verið að fullu lokaður.

Fram kemur að fiskur hafði farið um opinn kranann og niður í fjöru.

Þá segir að fyrirtækið hafi strax virkjað viðbraðgsáætlun vegna stroks og sett út í net. Starfsfólk Háfells hafi tekist að tína upp seiði sem voru eftir í drenlögninni og seiði sem sprikluðu í fjöruborðinu.

Alls náði starfsfólk Háafells 2560 seiðum, en þar af voru fimmtíu í neti.

Matvælastofnun segir að þrátt fyrir viðbrögð starfsfólks sé ekki hægt að útiloka að um 150 seiði hafi komist í sjó. Þau voru um 120 grömm að stærð og sjógönguhæf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×