Fótbolti

Glódís mætir Arsenal, Juventus og Sæ­dísi

Sindri Sverrisson skrifar
Glódís Perla Viggósdóttir er fyrirliði þýsku meistaranna í Bayern München sem voru í efsta styrkleikaflokki fyrir dráttinn í dag.
Glódís Perla Viggósdóttir er fyrirliði þýsku meistaranna í Bayern München sem voru í efsta styrkleikaflokki fyrir dráttinn í dag. Getty/Boris Streubel

Fjórar íslenskar knattspyrnukonur verða á ferðinni í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í vetur. Dregið var í riðla í dag.

Sextán lið standa eftir í keppninni en bæði Breiðablik og Valur féllu úr leik í undankeppninni.

Engu að síður eru fjögur Íslendingalið með. Glódís Perla Viggósdóttir er fyrirliði Bayern München en þýsku meistararnir voru í efsta styrkleikaflokki fyrir dráttinn, og mæta Arsenal, Juventus og Vålerenga, með Sædísi Rún Heiðarsdóttur innanborðs.

Sveindís Jane Jónsdóttir þarf að glíma við frönsku meistarana í Lyon með liði sínu Wolfsburg, og í riðlinum eru einnig Roma og Galatasaray.

Amanda Andradóttir er svo með Twente sem dróst í riðil með Englandsmeisturum Chelsea, Real Madrid og Celtic.

A-riðill: Lyon, Wolfsburg, Roma, Galatasaray

B-riðill: Chelsea, Real Madrid, Twente, Celtic

C-riðill: Bayern, Arsenal, Juventus, Vålerenga

D-riðill: Barcelona, Man. City, St. Pölten, Hammarby

Riðlakeppnin hefst 8. október og henni lýkur 18. desember. Tvö efstu lið hvers riðils komast áfram í 8-liða úrslitin. Úrslitaleikurinn verður í Lissabon í lok maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×