„Íslenska vegakerfið er líklega hættulegasti ferðamannastaður landsins“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. september 2024 12:32 Ferðamálastjóri segir að ýmislegt megi gera betur til að ná til erlendra ferðamanna um hætturnar sem leynast í náttúru og umferðinni á Íslandi. Vísir Stofnaður hefur verið starfshópur til að bregðast við fjölda alvarlegra slysa hjá erlendum ferðamönnum. Ferðamálastjóri segir íslenska vegakerfið sennilega hættulegasta ferðamannastað landsins. Finna þurfi betri leiðir til að koma upplýsingum um hætturnar sem leynast á landinu til ferðamanna. Tvö banaslys urðu a þriðjudag, annars vegar þegar katarskur karlmaður féll í Brúará og hins vegar þegar bíll hjóna frá Hong Kong hafnaði í Fossá á Skaga. Maðurinn, sem var undir stýri, missti stjórn á bílnum á malarvegi. Konan komst út af sjálfsdáðum en maðurinn var látinn þegar til hans náðist. Aðeins mánuður er síðan íshellir hrundi í Breiðamerkurjökli með þeim afleiðingum að bandarískur ferðamaður lést. „Þetta er náttúrulega mjög slæmt þegar fólk kemur sem gestir til Íslands til þess að búa til minningar og eiga hér góðan tíma. Þegar svona hlutir gerast er það náttúrulega alveg skelfilegt. Við þurfum einhvern vegin að bregðast við þessu,“ segir Arnar Már Ólafsson, ferðamálstjóri. Þá sé áhyggjuefni hve margir ferðamenn slasist eða deyi í umferðinni. Auka megi samstarf við bílaleigur til að miðla upplýsingum um hætturnar á vegum landsins. „Íslenska vegakerfið er líklega hættulegasti ferðamannastaður landsins.“ Starfshópur stofnaður Ýmislegt hafi verið gert í gegnum tíðina en alltaf sé hægt að gera betur. „Í nýsamþykktri ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun tili 2030 eru lagðar til aðgerðir sem snerta öryggi ferðamanna sérstaklega og svo líka óbeint, til að mynda í gegnum samgöngumál og annað,“ segir Arnar Már. Verið sé að stofna starfshóp til að greina það sérstaklega hvernig bæta megi öryggi á ferðamannastöðum og vinna að framgangi þessara mála. „Það er búið að óska eftir tilnefningum í hópin þannig að þetta er allt að byrja,“ segir Arnar. Líst vel á frekara samstarf við Safetravel Hann segir að oft sé erfitt að ná til fólks, sérstaklega þeirra sem ferðast á eigin vegum. „Það getur verið erfitt að ná til fólks sem ferðast á eigin vegum til að koma upplýsingum á framfæri um hættur á áfangastöðum.“ Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar velti því upp í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrradag hvort hægt væri að þróa frekar smáforrit Safetravel, þannig að ferðamenn fengju tilkynningar um hættur á þeim stað sem þeir eru á hverju sinni. „Mér líst mjög vel á þetta, sem Jón Þór nefnir, að efla Safetravel, sem við höfum reyndar verið í miklu samstarfi við um árabil, enn frekar. Að ferðamenn skuli hlaða þessu smáforriti í símann sinn þar sem koma upp hugsanlegar tilkynningar um hugsanlegar hættur á þeim stað sem það er statt þá stundina. Þetta er eitthvað sem tæknin er farin að bjóða upp á og við ættum sannarlega að skoða.“ Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Vegagerð Slysavarnir Tengdar fréttir Umhugsunarefni hve margir ferðamenn fái ekki að snúa aftur heim Talsmaður Landsbjargar segir nauðsynlegt að grípa til aðgerða til þess að gera ferðamönnum betur grein fyrir þeim hættum sem víða leynast á Íslandi. Það sé of algengt að ferðamenn komi hingað en fái ekki að snúa heim til að segja ferðasöguna. 25. september 2024 19:50 Banaslys við Fossá Ökumaður bifreiðarinnar sem ók út af og valt við Fossá á Skaga, norðan Skagastrandar, um klukkan tvö í dag lést í slysinu. Farþegi í ökutækinu var fluttur með sjúkrabifreið á Sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar. 24. september 2024 20:59 Nokkur vitni að banaslysi við Brúará Þó nokkrir urðu vitni að því þegar karlmaður féll í Hlauptungufoss í Brúará um klukkan 13 í dag. Maðurinn fannst látinn skömmu síðar. Um var að ræða erlendan ferðamenn. 24. september 2024 17:46 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Tvö banaslys urðu a þriðjudag, annars vegar þegar katarskur karlmaður féll í Brúará og hins vegar þegar bíll hjóna frá Hong Kong hafnaði í Fossá á Skaga. Maðurinn, sem var undir stýri, missti stjórn á bílnum á malarvegi. Konan komst út af sjálfsdáðum en maðurinn var látinn þegar til hans náðist. Aðeins mánuður er síðan íshellir hrundi í Breiðamerkurjökli með þeim afleiðingum að bandarískur ferðamaður lést. „Þetta er náttúrulega mjög slæmt þegar fólk kemur sem gestir til Íslands til þess að búa til minningar og eiga hér góðan tíma. Þegar svona hlutir gerast er það náttúrulega alveg skelfilegt. Við þurfum einhvern vegin að bregðast við þessu,“ segir Arnar Már Ólafsson, ferðamálstjóri. Þá sé áhyggjuefni hve margir ferðamenn slasist eða deyi í umferðinni. Auka megi samstarf við bílaleigur til að miðla upplýsingum um hætturnar á vegum landsins. „Íslenska vegakerfið er líklega hættulegasti ferðamannastaður landsins.“ Starfshópur stofnaður Ýmislegt hafi verið gert í gegnum tíðina en alltaf sé hægt að gera betur. „Í nýsamþykktri ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun tili 2030 eru lagðar til aðgerðir sem snerta öryggi ferðamanna sérstaklega og svo líka óbeint, til að mynda í gegnum samgöngumál og annað,“ segir Arnar Már. Verið sé að stofna starfshóp til að greina það sérstaklega hvernig bæta megi öryggi á ferðamannastöðum og vinna að framgangi þessara mála. „Það er búið að óska eftir tilnefningum í hópin þannig að þetta er allt að byrja,“ segir Arnar. Líst vel á frekara samstarf við Safetravel Hann segir að oft sé erfitt að ná til fólks, sérstaklega þeirra sem ferðast á eigin vegum. „Það getur verið erfitt að ná til fólks sem ferðast á eigin vegum til að koma upplýsingum á framfæri um hættur á áfangastöðum.“ Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar velti því upp í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrradag hvort hægt væri að þróa frekar smáforrit Safetravel, þannig að ferðamenn fengju tilkynningar um hættur á þeim stað sem þeir eru á hverju sinni. „Mér líst mjög vel á þetta, sem Jón Þór nefnir, að efla Safetravel, sem við höfum reyndar verið í miklu samstarfi við um árabil, enn frekar. Að ferðamenn skuli hlaða þessu smáforriti í símann sinn þar sem koma upp hugsanlegar tilkynningar um hugsanlegar hættur á þeim stað sem það er statt þá stundina. Þetta er eitthvað sem tæknin er farin að bjóða upp á og við ættum sannarlega að skoða.“
Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Vegagerð Slysavarnir Tengdar fréttir Umhugsunarefni hve margir ferðamenn fái ekki að snúa aftur heim Talsmaður Landsbjargar segir nauðsynlegt að grípa til aðgerða til þess að gera ferðamönnum betur grein fyrir þeim hættum sem víða leynast á Íslandi. Það sé of algengt að ferðamenn komi hingað en fái ekki að snúa heim til að segja ferðasöguna. 25. september 2024 19:50 Banaslys við Fossá Ökumaður bifreiðarinnar sem ók út af og valt við Fossá á Skaga, norðan Skagastrandar, um klukkan tvö í dag lést í slysinu. Farþegi í ökutækinu var fluttur með sjúkrabifreið á Sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar. 24. september 2024 20:59 Nokkur vitni að banaslysi við Brúará Þó nokkrir urðu vitni að því þegar karlmaður féll í Hlauptungufoss í Brúará um klukkan 13 í dag. Maðurinn fannst látinn skömmu síðar. Um var að ræða erlendan ferðamenn. 24. september 2024 17:46 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Umhugsunarefni hve margir ferðamenn fái ekki að snúa aftur heim Talsmaður Landsbjargar segir nauðsynlegt að grípa til aðgerða til þess að gera ferðamönnum betur grein fyrir þeim hættum sem víða leynast á Íslandi. Það sé of algengt að ferðamenn komi hingað en fái ekki að snúa heim til að segja ferðasöguna. 25. september 2024 19:50
Banaslys við Fossá Ökumaður bifreiðarinnar sem ók út af og valt við Fossá á Skaga, norðan Skagastrandar, um klukkan tvö í dag lést í slysinu. Farþegi í ökutækinu var fluttur með sjúkrabifreið á Sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar. 24. september 2024 20:59
Nokkur vitni að banaslysi við Brúará Þó nokkrir urðu vitni að því þegar karlmaður féll í Hlauptungufoss í Brúará um klukkan 13 í dag. Maðurinn fannst látinn skömmu síðar. Um var að ræða erlendan ferðamenn. 24. september 2024 17:46