Viðskipti innlent

Ellefu milljarða lán til að byggja upp veitu­kerfi og verjast lofts­lags­vá

Kjartan Kjartansson skrifar
Frá vinnu við tengingu nýrrar Suðuræðar Veitna í sumar.
Frá vinnu við tengingu nýrrar Suðuræðar Veitna í sumar. Orkuveitan

Orkuveitan hefur fengið vilyrði fyrir rúmlega ellefu milljarða króna láni frá Evrópska þróunarbankanum (CEB). Lánið á að fjármagna uppbyggingu á veitukerfi og efla viðnám þess gegn loftslagsvá og náttúruhamförum.

Í tilkynningu segir Orkuveitan að mikil fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu hafi kallað á uppbyggingu nýs húsnæðis sem tengist kerfum Veitna, dótturfyrirtækis Orkuveitunnar. 

Samhliða stækkun veitukerfanna sé unnið að því að afla aukins forða fyrir hitaveituna. Þá þurfi að fjárfesta í rafveitunni til þess að mæta orkuskiptum. Einnig þurfi að efla allar veiturnar vegna afleiðinga loftslagsbreytinga, þar á meðal vegna hækkandi sjávarstöðu, aukinna úrkomuákefðar og óvissra breytinga á veðurfari.

Lánsféð, sem nemur 75 milljónum evra, nýtist til þessarar uppbyggingar raf-, hita- og vatnsveitna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×