Arnar Þór stofnar Lýðræðisflokkinn Jón Ísak Ragnarsson skrifar 29. september 2024 10:38 Arnar Þór Jónsson bauð sig fram til forseta í vor, og hlaut 5,1 prósent atkvæða. Vísir Arnar Þór Jónsson hæstaréttarlögmaður hefur stofnað nýjan stjórnmálaflokk, sem hefur fengið nafnið Lýðræðisflokkurinn - samtök um sjálfsákvörðunarrétt. Í tilkynningu segir að markmið hans sé að vinna gegn þróun í átt til ofstjórnar og óstjórnar. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu frá Arnari. Þar segir meðal annars að óstjórn og ofstjórn sé að knésetja íslenskan almenning og íslensk fyrirtæki. Þróunin sé í átt til miðstýrðrar alheimsstjórnar „Mjög alvarleg staða blasir við, bæði hér og í nágrannalöndum okkar. Stjórnmálaflokkar hafa gengist sérhagsmunahópum á hönd, ríkisvald er í síauknum mæli afhent alþjóðlegum stofnunum. Smáríki tala eins og stórveldin fyrirskipa. Stjórnmálaþróunin virðist vera í átt til miðstýrðrar alheimsstjórnar, þar sem þjóðríkin afhenda fjármuni og vald til alþjóðlegra stofnana, samhliða því að tengslin rofna milli kjósenda og þeirra sem fara með valdið,“ segir í tilkynningunni. Arnar segist hafa fundið mikinn stuðning víða um land þegar hann var í framboði til forseta. Framboðið hafi verið tilraun til að vekja Íslendinga til vitundar um þá öfugþróun sem sé að eiga sér stað í landsmálum. Innviðir séu við það að brotna, og sumir þeirra þegar brotnir. „Lýðræðisflokkurinn snýst um að efla lýðræði, frelsi og sjálfákvörðunarrétt. Þessi nýju stjórnmálasamtök verða byggð á heiðarleika og þeim gildum sem best hafa reynst. Ég er tilbúinn að fara í þessa baráttu með öllu því hugrakka og velviljaða fólki sem vill heyja hana með mér af heilu hjarta, með réttsýni og visku að leiðarljósi, fyrir landið okkar, Ísland.“ Viðræður strönduðu við Miðflokkinn Arnar Þór átti í viðræðum við Miðflokkinn sem fjöruðu út í vikunni. Þá sagði Arnar að snertifletir hafi verið víða, en hann hafi viljað ræða mögulegar breytingar á Miðflokknum. „Samningaviðræður ganga út á það að báðir taki þátt,“ sagði Arnar. Arnar Þór var varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins frá 2021 þangað til hann bauð sig fram til forseta og sagði sig úr flokknum, en þar áður starfaði hann sem héraðsdómari. Árið 2021 tók hann ákvörðun um að láta af störfum sem dómari, en hann sagði umhverfið hafa þrengt að hugsun sinni. Nokkrum mánuðum áður hafði Arnar sagt sig úr Dómarafélagi Íslands vegna ágreinings um tjáningafrelsi dómara og efni siðareglna félagsins. Lýðræðisflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Arnar Þór segir umhverfið hafa þrengt að hugsun sinni og hættir sem dómari Arnar Þór Jónsson héraðsdómari, hefur tekið ákvörðun um að láta af störfum en reynsla hans sem frambjóðandi hefur fengið hann til að taka þá ákvörðun. 29. september 2021 16:50 Sjónarmið Miðflokksins og Arnars Þórs skarist að mörgu leyti Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir fulltrúa flokksins og Arnar Þór Jónsson, hafa átt gott samtal sem hafi ekki skilað neinni niðurstöðu. 25. september 2024 15:43 Umdeildur dómari vill dæma í miðju framboði Arnar Þór Jónsson héraðsdómari vill starfa áfram sem dómari þrátt fyrir að vera þátttakandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir sæti á lista í þingkosningum í haust. 9. maí 2021 13:06 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Sjá meira
Frá þessu er greint í fréttatilkynningu frá Arnari. Þar segir meðal annars að óstjórn og ofstjórn sé að knésetja íslenskan almenning og íslensk fyrirtæki. Þróunin sé í átt til miðstýrðrar alheimsstjórnar „Mjög alvarleg staða blasir við, bæði hér og í nágrannalöndum okkar. Stjórnmálaflokkar hafa gengist sérhagsmunahópum á hönd, ríkisvald er í síauknum mæli afhent alþjóðlegum stofnunum. Smáríki tala eins og stórveldin fyrirskipa. Stjórnmálaþróunin virðist vera í átt til miðstýrðrar alheimsstjórnar, þar sem þjóðríkin afhenda fjármuni og vald til alþjóðlegra stofnana, samhliða því að tengslin rofna milli kjósenda og þeirra sem fara með valdið,“ segir í tilkynningunni. Arnar segist hafa fundið mikinn stuðning víða um land þegar hann var í framboði til forseta. Framboðið hafi verið tilraun til að vekja Íslendinga til vitundar um þá öfugþróun sem sé að eiga sér stað í landsmálum. Innviðir séu við það að brotna, og sumir þeirra þegar brotnir. „Lýðræðisflokkurinn snýst um að efla lýðræði, frelsi og sjálfákvörðunarrétt. Þessi nýju stjórnmálasamtök verða byggð á heiðarleika og þeim gildum sem best hafa reynst. Ég er tilbúinn að fara í þessa baráttu með öllu því hugrakka og velviljaða fólki sem vill heyja hana með mér af heilu hjarta, með réttsýni og visku að leiðarljósi, fyrir landið okkar, Ísland.“ Viðræður strönduðu við Miðflokkinn Arnar Þór átti í viðræðum við Miðflokkinn sem fjöruðu út í vikunni. Þá sagði Arnar að snertifletir hafi verið víða, en hann hafi viljað ræða mögulegar breytingar á Miðflokknum. „Samningaviðræður ganga út á það að báðir taki þátt,“ sagði Arnar. Arnar Þór var varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins frá 2021 þangað til hann bauð sig fram til forseta og sagði sig úr flokknum, en þar áður starfaði hann sem héraðsdómari. Árið 2021 tók hann ákvörðun um að láta af störfum sem dómari, en hann sagði umhverfið hafa þrengt að hugsun sinni. Nokkrum mánuðum áður hafði Arnar sagt sig úr Dómarafélagi Íslands vegna ágreinings um tjáningafrelsi dómara og efni siðareglna félagsins.
Lýðræðisflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Arnar Þór segir umhverfið hafa þrengt að hugsun sinni og hættir sem dómari Arnar Þór Jónsson héraðsdómari, hefur tekið ákvörðun um að láta af störfum en reynsla hans sem frambjóðandi hefur fengið hann til að taka þá ákvörðun. 29. september 2021 16:50 Sjónarmið Miðflokksins og Arnars Þórs skarist að mörgu leyti Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir fulltrúa flokksins og Arnar Þór Jónsson, hafa átt gott samtal sem hafi ekki skilað neinni niðurstöðu. 25. september 2024 15:43 Umdeildur dómari vill dæma í miðju framboði Arnar Þór Jónsson héraðsdómari vill starfa áfram sem dómari þrátt fyrir að vera þátttakandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir sæti á lista í þingkosningum í haust. 9. maí 2021 13:06 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Sjá meira
Arnar Þór segir umhverfið hafa þrengt að hugsun sinni og hættir sem dómari Arnar Þór Jónsson héraðsdómari, hefur tekið ákvörðun um að láta af störfum en reynsla hans sem frambjóðandi hefur fengið hann til að taka þá ákvörðun. 29. september 2021 16:50
Sjónarmið Miðflokksins og Arnars Þórs skarist að mörgu leyti Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir fulltrúa flokksins og Arnar Þór Jónsson, hafa átt gott samtal sem hafi ekki skilað neinni niðurstöðu. 25. september 2024 15:43
Umdeildur dómari vill dæma í miðju framboði Arnar Þór Jónsson héraðsdómari vill starfa áfram sem dómari þrátt fyrir að vera þátttakandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir sæti á lista í þingkosningum í haust. 9. maí 2021 13:06