Bæjarstjórinn óttast ekki fólksflótta úr Árborg Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. september 2024 14:08 Bragi Bjarnason, bæjarstjóri í Árborg, sem var með opinn fund í gær á laugardagsfundi Sjálfstæðismanna í Árborg þar sem hann fór yfir stöðuna í máli og myndum. Bæjarstjóri Árborgar óttast ekki flótta úr sveitarfélaginu eftir að samþykkt var að hækka útsvar á íbúa tímabundið, sem mun skila sveitarfélaginu um einum milljarði króna í tekjur. Eftir að meirihluti Sjálfstæðismanna tók við völdum í Árborg 2022 hefur stöðugildum hjá sveitarfélaginu verið fækkað um eitt hundrað, sem hluti af aðhaldsaðgerðum bæjaryfirvalda. Skuldastaða Árborgar hefur verið mjög slæm og miklar aðhaldsaðgerðir hafa verið í gangi. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, sem eru í meirihluta í bæjarstjórn eru alltaf að leita og leita að meiri hagræðingu og nú hefur verið ákveðið að hækka útsvar á íbúa tímabundið. Bragi Bjarnason er bæjarstjóri í Árborg. „Það þýðir það í rauninni að sveitarfélagið er að fá auknar tekjur frá skattinum á þessu ári en við íbúarnir þurfum í rauninni að borga þetta auka álag á nýju ári þegar allir klára skattframtalið sitt í mars, sem við þekkjum í rauninni og margir fá síðan einhverja innborgun 1. júní og eða þurfa að greiða en þá bætist í rauninni við auka upphæð, sem er þetta álag, sem við þurfum bara því miður að setja á íbúana til að snúa sveitarfélaginu hraðar við,“ segir Bragi. Hvað er þetta álag mikið? „Þetta er í rauninni 10 prósent eða í rauninni 1,4 prósentustig ofan á útsvarið.“ Útsvar verður hækkað tímabundið á íbúa Árborgar en með því fær sveitarfélagið um einn milljarð króna í tekjur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bragi segist skilja vel þann kurr, sem hann skynjar á meðal íbúa við hækkun útsvarsins en eitthvað hafi þurft að gera til að ná fjármálunum á rétta braut en með hækkuninni fær Árborg um einn milljarð í auka tekjur. Óttast þú fólksflótta úr sveitarfélaginu, fer fólk að flytja í burtu? „Nei, ég ætla ekki að óttast það því að í heildina held ég að fólki líði mjög vel hérna. Við erum að reyna að þjónusta fólk vel.“ Ein af glærunum frá Braga á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Bragi segir að núverandi meirihluti hafi fækkað stöðugildum um eitt hundrað í sveitarfélaginu á síðustu tveimur árum og það standi jafn vel fyrir dyrum frekari uppsagnir á næstunni. „Við erum í rauninni að vinna að öllum hagfræðingum, sem við getum, bæði í rekstri og stöðugildum þannig að það getur þýtt, bæði þegar það gerist náttúrulega, það er að einhver að hætta og þarf þá ekki að ráða aftur eða í rauninni að við sjáum verkefni það sem við getum hagrætt og þá því miður þarf kannski að fara í þá aðgerð,“ segir Bragi. Frétt á heimasíðu Árborgar um auknu álögurnar vegna útsvarsins Bragi fékk fjölmargar spurningar á fundinum og svaraði þeim öllum greiðlega.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Skuldastaða Árborgar hefur verið mjög slæm og miklar aðhaldsaðgerðir hafa verið í gangi. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, sem eru í meirihluta í bæjarstjórn eru alltaf að leita og leita að meiri hagræðingu og nú hefur verið ákveðið að hækka útsvar á íbúa tímabundið. Bragi Bjarnason er bæjarstjóri í Árborg. „Það þýðir það í rauninni að sveitarfélagið er að fá auknar tekjur frá skattinum á þessu ári en við íbúarnir þurfum í rauninni að borga þetta auka álag á nýju ári þegar allir klára skattframtalið sitt í mars, sem við þekkjum í rauninni og margir fá síðan einhverja innborgun 1. júní og eða þurfa að greiða en þá bætist í rauninni við auka upphæð, sem er þetta álag, sem við þurfum bara því miður að setja á íbúana til að snúa sveitarfélaginu hraðar við,“ segir Bragi. Hvað er þetta álag mikið? „Þetta er í rauninni 10 prósent eða í rauninni 1,4 prósentustig ofan á útsvarið.“ Útsvar verður hækkað tímabundið á íbúa Árborgar en með því fær sveitarfélagið um einn milljarð króna í tekjur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bragi segist skilja vel þann kurr, sem hann skynjar á meðal íbúa við hækkun útsvarsins en eitthvað hafi þurft að gera til að ná fjármálunum á rétta braut en með hækkuninni fær Árborg um einn milljarð í auka tekjur. Óttast þú fólksflótta úr sveitarfélaginu, fer fólk að flytja í burtu? „Nei, ég ætla ekki að óttast það því að í heildina held ég að fólki líði mjög vel hérna. Við erum að reyna að þjónusta fólk vel.“ Ein af glærunum frá Braga á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Bragi segir að núverandi meirihluti hafi fækkað stöðugildum um eitt hundrað í sveitarfélaginu á síðustu tveimur árum og það standi jafn vel fyrir dyrum frekari uppsagnir á næstunni. „Við erum í rauninni að vinna að öllum hagfræðingum, sem við getum, bæði í rekstri og stöðugildum þannig að það getur þýtt, bæði þegar það gerist náttúrulega, það er að einhver að hætta og þarf þá ekki að ráða aftur eða í rauninni að við sjáum verkefni það sem við getum hagrætt og þá því miður þarf kannski að fara í þá aðgerð,“ segir Bragi. Frétt á heimasíðu Árborgar um auknu álögurnar vegna útsvarsins Bragi fékk fjölmargar spurningar á fundinum og svaraði þeim öllum greiðlega.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira