Hera Björk segir frá raunum sínum í Georgíu Jón Ísak Ragnarsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 29. september 2024 14:18 Fellibylurinn reif með sér tré sem hrundu um allan bæinn. Vísir Hera Björk Brynjarsdóttir, Íslendingur sem býr í Valdosta í Georgíu þar sem fellibylurinn Helen reið yfir um helgina, segist aldrei hafa upplifað annað eins. Gífurlegar skemmdir eru á bænum eftir að tré hrundu ofan á hús og rafmagnslínur. Rafmagnslaust er í bænum og ekkert heitt vatn er heima hjá Heru. Ekki verður hægt að gera við rafmagnslínur fyrr en næsta laugardag. Helen var fjögurra stigs fellibylur þegar hann gekk á land í Flórída á fimmtudaginn og var þá einn sá öflugasti í sögu Bandaríkjanna. Vindhraði mældist þá yfir sextíu metrum á sekúndu. Ofsaveðrinu fylgdi lífshættulegt sjávarflóð í Karólínunum, en bylurinn þokaðist síðan norður yfir Georgíu og Karólínurnar tvær. Veðrið náði svo til Kentucky og Tennesse, en úrhellisrigning sem fylgdi því olli hamfaraflóðum í sunnanverðum Appalasíufjöllum. Minnst 63 eru látnir og margar milljónir manna eru án rafmagns í fjórum ríkjum í Suð-Austurhluta Bandaríkjanna, eftir fellibylinn. Talið er að fjárhagslegt tjón hlaupi á milljörðum dollara. Tré hrundu ofan á hús og splundruðu rafmagnslínum Hera Björk Brynjarsdóttir býr í Valdosta í Georgíu, og starfar á spítalanum þar sem lífeindafræðingur. Hún segir að ástandið í bænum sé súrrealískt, og að það hafi verið brjálað að gera á spítalanum undanfarna daga. Trén splundruðu húsum og rafmagnslínum.Vísir Hún var á næturvakt þegar fellibylurinn reið yfir bæinn. „Ég kem í vinnuna hérna klukkan 7 að kvöldi fimmtudags, og svo þegar maður fer úr vinnunni morguninn eftir, er eins og eitthvað, ég veit ekki einu sinni hvað kom fyrir bæinn,“ segir Hera. Tré hafi dottið út um allt, ofan á hús, rafmagnslínur hafi verið á víð og dreif, ónýtar og klipptar í tvennt af trjám sem höfðu fallið á þær. Hún segir að rafmagnið hafi farið af spítalanum, en hann hafi verið knúinn áfram með varaaflstöð. Varaaflstöðvarnar hafi verið tvær, og önnur þeirra eyðilagst í ofsaveðrinu. Rafmagnslaust er í bænum.Vísir Ekkert rafmagn fyrr en næstu helgi Hera segir að rafmagnið hafi farið af nánast öllum bænum. Heima hjá henni er rafmagnslaust og ekkert heitt vatn, bara kalt. „Ég held það hafi verið sagt að 99 prósent af öllum bænum hafi verið rafmagnslaus, og að spítalinn hafi verið eina byggingin með rafmagn,“ segir hún. Hún segir að aldrei hafi verið jafnmikið að gera á spítalanum og um helgina. Vísir Við erum með fólk sem er lagt inn, en svo voru allir að koma inn núna sem höfðu slasast á bráðavaktina. Ég held ég hafi aldrei séð jafnmarga á bráðavaktinni og hefur verið síðustu tvo daga,“ segir hún. Hera verður í bænum næstu daga vegna vinnu, en hún kveðst hlakka til að fara í frí. Hún ætlar þá að fara til frænku sinnar í Tampa, og hlakkar til að komast vonandi í heita sturtu og rafmagn. Talið er að rafmagnið verði ekki komið í lag fyrr en næsta laugardag. „Það er mjög löng bið, þau voru alveg búin að vara okkur við, þetta gætu orðið nokkrar vikur. Það var svo stórt svæði í Bandaríkjunum sem varð fyrir rafmagnsleysi, og allir sem geta hjálpað til við að laga þetta eru dreifðir yfir svo stórt svæði,“ segir hún. Bærinn hafi ekki verið undirbúinn Hera segir að upprunalega hafi fellibylurinn ekki átt að fara í gegnum Valdosta, en stefna hans hafi breyst síðasta klukkutímann áður en hann skall á land. Þess vegna hafi flestir íbúar Valdosta ekki verið undirbúnir undir fellibylinn. Til að mynda hafi allur matur orðið ónýtur í ísskápnum á föstudaginn. Hún segir að aðstæður séu mjög erfiðar fyrir margt fólk í bænum, og að hún sé einstaklega heppin að hennar íbúð sé ósködduð að frátöldu rafmagns- og heitavatnsleysi. Vísir Vísir Vísir Bandaríkin Náttúruhamfarir Íslendingar erlendis Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Helen var fjögurra stigs fellibylur þegar hann gekk á land í Flórída á fimmtudaginn og var þá einn sá öflugasti í sögu Bandaríkjanna. Vindhraði mældist þá yfir sextíu metrum á sekúndu. Ofsaveðrinu fylgdi lífshættulegt sjávarflóð í Karólínunum, en bylurinn þokaðist síðan norður yfir Georgíu og Karólínurnar tvær. Veðrið náði svo til Kentucky og Tennesse, en úrhellisrigning sem fylgdi því olli hamfaraflóðum í sunnanverðum Appalasíufjöllum. Minnst 63 eru látnir og margar milljónir manna eru án rafmagns í fjórum ríkjum í Suð-Austurhluta Bandaríkjanna, eftir fellibylinn. Talið er að fjárhagslegt tjón hlaupi á milljörðum dollara. Tré hrundu ofan á hús og splundruðu rafmagnslínum Hera Björk Brynjarsdóttir býr í Valdosta í Georgíu, og starfar á spítalanum þar sem lífeindafræðingur. Hún segir að ástandið í bænum sé súrrealískt, og að það hafi verið brjálað að gera á spítalanum undanfarna daga. Trén splundruðu húsum og rafmagnslínum.Vísir Hún var á næturvakt þegar fellibylurinn reið yfir bæinn. „Ég kem í vinnuna hérna klukkan 7 að kvöldi fimmtudags, og svo þegar maður fer úr vinnunni morguninn eftir, er eins og eitthvað, ég veit ekki einu sinni hvað kom fyrir bæinn,“ segir Hera. Tré hafi dottið út um allt, ofan á hús, rafmagnslínur hafi verið á víð og dreif, ónýtar og klipptar í tvennt af trjám sem höfðu fallið á þær. Hún segir að rafmagnið hafi farið af spítalanum, en hann hafi verið knúinn áfram með varaaflstöð. Varaaflstöðvarnar hafi verið tvær, og önnur þeirra eyðilagst í ofsaveðrinu. Rafmagnslaust er í bænum.Vísir Ekkert rafmagn fyrr en næstu helgi Hera segir að rafmagnið hafi farið af nánast öllum bænum. Heima hjá henni er rafmagnslaust og ekkert heitt vatn, bara kalt. „Ég held það hafi verið sagt að 99 prósent af öllum bænum hafi verið rafmagnslaus, og að spítalinn hafi verið eina byggingin með rafmagn,“ segir hún. Hún segir að aldrei hafi verið jafnmikið að gera á spítalanum og um helgina. Vísir Við erum með fólk sem er lagt inn, en svo voru allir að koma inn núna sem höfðu slasast á bráðavaktina. Ég held ég hafi aldrei séð jafnmarga á bráðavaktinni og hefur verið síðustu tvo daga,“ segir hún. Hera verður í bænum næstu daga vegna vinnu, en hún kveðst hlakka til að fara í frí. Hún ætlar þá að fara til frænku sinnar í Tampa, og hlakkar til að komast vonandi í heita sturtu og rafmagn. Talið er að rafmagnið verði ekki komið í lag fyrr en næsta laugardag. „Það er mjög löng bið, þau voru alveg búin að vara okkur við, þetta gætu orðið nokkrar vikur. Það var svo stórt svæði í Bandaríkjunum sem varð fyrir rafmagnsleysi, og allir sem geta hjálpað til við að laga þetta eru dreifðir yfir svo stórt svæði,“ segir hún. Bærinn hafi ekki verið undirbúinn Hera segir að upprunalega hafi fellibylurinn ekki átt að fara í gegnum Valdosta, en stefna hans hafi breyst síðasta klukkutímann áður en hann skall á land. Þess vegna hafi flestir íbúar Valdosta ekki verið undirbúnir undir fellibylinn. Til að mynda hafi allur matur orðið ónýtur í ísskápnum á föstudaginn. Hún segir að aðstæður séu mjög erfiðar fyrir margt fólk í bænum, og að hún sé einstaklega heppin að hennar íbúð sé ósködduð að frátöldu rafmagns- og heitavatnsleysi. Vísir Vísir Vísir
Bandaríkin Náttúruhamfarir Íslendingar erlendis Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira