„Hún er þarna til að verja og hún gerir það vel“ Hinrik Wöhler skrifar 29. september 2024 16:45 Það gekk lítið upp hjá Ólafi Kristjánssyni, þjálfara Þróttar, í upphafi tímabils en á endanum náði hann að snúa við gengi liðsins. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, var temmilega sáttur með jafntefli á Avis-vellinum í dag. Þróttur mætti Þór/KA í efri hluta Bestu deildar kvenna í dag og endaði leikurinn með markalausu jafntefli. „Við erum að spila við sterkt lið og lið sem hefur geysilega öfluga framherja, meðal annars Söndru Maríu. Ég er mjög ánægður að hún hafi ekki skorað í dag en hún hefur farið illa með okkur í sumar,“ sagði Ólafur eftir leik. Framherji Þór/KA, Sandra María Jessen, hafði skorað fimm mörk í fyrri tveimur leikjum liðanna á tímabilinu en loks náðu Þróttarar að stöðva hana. „Stelpurnar voru að reyna og við sáum í restina að við vorum að fá færi. Þegar þú ert komin á þennan stað í mótinu og ekki af miklu öðru að keppa nema heiðrinum þá er ég ánægður með hugarfarið í liðinu,“ bætti Ólafur við. Sandra María Jessen hefur skorað fimm mörk á móti Þrótti sumar en náði ekki að bæta við í dag.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Þróttur situr í fimmta sæti efri hluta Bestu deildarinnar og það eru sjö stig í Víking sem situr í fjórða sæti. Þó það sé langt í liðin fyrir ofan þá á Ólafur ekki erfitt með að koma baráttuanda í liðið fyrir síðustu leiki mótsins. „Þær eru mjög góðar í því sjálfar og samviskusamar, það hefur gengið vel á æfingum og í leikjum. Þessi leikur endurspeglar sumarið, við höfum verið sterkar varnarlega en vantað upp á í sóknarleiknum. Ég er ánægður með að það er verið að reyna.“ Fyrri hálfleikur var með rólegasta móti en bæði lið áttu álitleg færi í síðari hálfleik en inn vildi boltinn ekki. Ólafur segir að þetta hafi fremur jafn leikur. „Ef við hefðum skorað hefðu Þórsarar verið fúlar, þetta var bara 50/50 leikur.“ Það mæddi talsvert á markverði Þróttar, Mollee Swift, í síðari hálfleik en þrátt fyrir áhlaup norðankvenna náði hún að halda markinu hreinu. „Hún er þarna til að verja og hún gerir það vel,“ sagði Ólafur glettinn. Stoltur af liðinu eftir brösótta byrjun Stjórnartíð Ólafar hjá Þrótti fór sannarlega ekki vel af stað og sat liðið í neðsta sæti deildarinnar þegar átta umferðir voru búnar af mótinu. Nú siglir liðið lygnan sjó um miðja deild og er Ólafur hreykinn af liðinu að hafa komið til baka. „Ég er mjög stoltur hvernig liðið hefur vaxið í gegnum tímabilið. Við vorum í „struggli“ í byrjun og mörg áföll en það var aldrei gefist upp. Þróttur skoraði 40 mörk, ef ég man rétt, í deildinni í fyrra og 27 af mörkunum 40 fóru úr liðinu. Mér finnst takturinn, þrátt fyrir það, verið mjög góður og ásættanlegt,“ segir Ólafur þegar hann var beðinn um að fara stuttlega yfir tímabilið. Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Sjá meira
„Við erum að spila við sterkt lið og lið sem hefur geysilega öfluga framherja, meðal annars Söndru Maríu. Ég er mjög ánægður að hún hafi ekki skorað í dag en hún hefur farið illa með okkur í sumar,“ sagði Ólafur eftir leik. Framherji Þór/KA, Sandra María Jessen, hafði skorað fimm mörk í fyrri tveimur leikjum liðanna á tímabilinu en loks náðu Þróttarar að stöðva hana. „Stelpurnar voru að reyna og við sáum í restina að við vorum að fá færi. Þegar þú ert komin á þennan stað í mótinu og ekki af miklu öðru að keppa nema heiðrinum þá er ég ánægður með hugarfarið í liðinu,“ bætti Ólafur við. Sandra María Jessen hefur skorað fimm mörk á móti Þrótti sumar en náði ekki að bæta við í dag.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Þróttur situr í fimmta sæti efri hluta Bestu deildarinnar og það eru sjö stig í Víking sem situr í fjórða sæti. Þó það sé langt í liðin fyrir ofan þá á Ólafur ekki erfitt með að koma baráttuanda í liðið fyrir síðustu leiki mótsins. „Þær eru mjög góðar í því sjálfar og samviskusamar, það hefur gengið vel á æfingum og í leikjum. Þessi leikur endurspeglar sumarið, við höfum verið sterkar varnarlega en vantað upp á í sóknarleiknum. Ég er ánægður með að það er verið að reyna.“ Fyrri hálfleikur var með rólegasta móti en bæði lið áttu álitleg færi í síðari hálfleik en inn vildi boltinn ekki. Ólafur segir að þetta hafi fremur jafn leikur. „Ef við hefðum skorað hefðu Þórsarar verið fúlar, þetta var bara 50/50 leikur.“ Það mæddi talsvert á markverði Þróttar, Mollee Swift, í síðari hálfleik en þrátt fyrir áhlaup norðankvenna náði hún að halda markinu hreinu. „Hún er þarna til að verja og hún gerir það vel,“ sagði Ólafur glettinn. Stoltur af liðinu eftir brösótta byrjun Stjórnartíð Ólafar hjá Þrótti fór sannarlega ekki vel af stað og sat liðið í neðsta sæti deildarinnar þegar átta umferðir voru búnar af mótinu. Nú siglir liðið lygnan sjó um miðja deild og er Ólafur hreykinn af liðinu að hafa komið til baka. „Ég er mjög stoltur hvernig liðið hefur vaxið í gegnum tímabilið. Við vorum í „struggli“ í byrjun og mörg áföll en það var aldrei gefist upp. Þróttur skoraði 40 mörk, ef ég man rétt, í deildinni í fyrra og 27 af mörkunum 40 fóru úr liðinu. Mér finnst takturinn, þrátt fyrir það, verið mjög góður og ásættanlegt,“ segir Ólafur þegar hann var beðinn um að fara stuttlega yfir tímabilið.
Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Sjá meira