„Halló heimur. Ólýsanleg hamingja og þakklæti að fá loksins að hitta fullkomna drauminn okkar,“ skrifuðu þau við sameinlega færslu á Instagram.
Þá birti Sandra aðra færslu með mynd af nýbökuðu foreldrunum ásamt hvítvoðungbyn á leiðinni heim af fæðingardeildinni: „Settur dagur í dag en litli prinsinn okkar ákvað að mæta aðeins fyrr og var svo innilega meira en velkominn.“
Draumur verður að veruleika
Sandra og Hilmar greindu frá óléttunni í apríl síðastliðnum á samfélagsmiðlum. Þar mátti sjá mynd af þeim hjónum á ströndinni í Malibu í Kaliforníu með sónarmynd í hönd.
Hjónin kynntust í námi í Háskóla Íslands og útskrifuðust bæði tvö sem Iðnaðarverkfræðingar árið 2014.
Þau létu pússa sig saman við hátíðlega athöfn í Háteigskirkju þann 22. júlí árið 2022 á blautum föstudegi. Veislan var stórglæsileg, haldin í veislusal Sjálands í Garðabæ þar sem gestum var boðið upp á alvöru partý.