Mjúkt vald Íslands út um allan heim Heimir Már Pétursson skrifar 30. september 2024 12:14 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ávarpaði samkomu 140 ræðismanna Íslands í Grósku í morgun. Stöð 2/Einar Hundrað og fjörutíu ræðismenn Íslands í sjötíu og einu landi eru nú staddir í Reykjavík til skrafs og ráðagerða. Utanríkisráðherra segir ómetanlegt fyrir fámennt ríki eins og Ísland að eiga ræðismennina að. Það segir sig sjálft að Ísland hefur ekki ráð á að hafa sendiráð í öllum ríkjum heims. Auk 26 sendiskrifstofa í tuttugu og tveimur ríkjum, og fulltrúa fastanefnda nýtur Ísland þjónustu 230 kjörræðismanna víðs vegar um heim. Þeim er boðið til Íslands á fimm ára fresti til skrafs og ráðagerða og nú eru 140 þeirra mættir til Reykjavíkur. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segir ræðismennina algerlega ómissandi. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segir ómetanlegt fyrir Ísland að njóta liðsinnis 230 ræðismanna víðs vegar um heiminn.Stöð 2/Einar „Og í raun alls ekki hægt að setja verðmiða á það. Þetta er fólk út um allan heim sem sinnir þessum störfum í sjálboðastarfi. Sérstaklega mikilvægt fyrir okkur sem erum ekki með sendiráð út um allt ólíkt sérstaklega stærri ríkjum. Þau aðstoða við alls konar mál sem koma upp. Eru síðan að vinna að því að tala máli Íslands. Koma á viðskiptasamböndum og tala fyrir því sem Ísland stendur fyrir og þau tækifæri sem við höfum upp á að bjóða. Þannig að þetta er algerlega stórkostlegur hópur og skiptir okkur gríðarlega miklu máli,“ segir Þórdís Kolbrún. Til að verða ræðismaður þurfi fólk að hafa einhver tengsl við Ísland og vera fjárhagslega sjálfstætt. Þetta væri mjög fjölbreyttur hópur. Ræðismennirnir hefðu allir eitthvað fram að færa sem gagnist í aðstoð við Íslendinga. „Við erum með undir þrjátíu þrjátíu sendiráð þannig að það er hægt að ímynda sér umfangið og hvar við náum þá sambandi. Bæði eins og ég segi þegar mál koma upp, en ekki síður til að tala máli Íslands. Tengja maður á mann, fólk úr þeirra landi við Íslendinga og svo framvegis. Upp úr þessu hafa sprottið ýmis konar viðskiptatækifæri líka. Það er mikið mjúkt vald sem fylgir þessari starfsemi,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir. Utanríkisráðherra ávarpaði ræðismennina í Grósku í morgun í upphafi tveggja daga heimsóknar þeirra til Íslands. Í kvöldfréttum heyrum við meðal annars í einum ræðismanna Íslands í Úkraínu. Utanríkismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Utanríkisráðuneytið harmar skort á kjörseðlum Utanríkisráðuneytið harmar það að borið hafi á skorti á kjörseðlum vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu á Spáni fyrir komandi forsetakosningar á Íslandi. Uppnám varð á kjörfundi á eyjunum Tenerife og Gran Canaria í gær þegar ljóst varð að of fáir kjörseðlar hafi verið á kjörstað. 21. maí 2024 17:50 Ráðuneytið hefur ekki áður heyrt af Íslendingum í Sýrlandi Utanríkisráðuneytið er í sambandi við ræðismenn Íslands í Tyrklandi og alþjóðadeild ríkislögreglustjóra vegna orðróms um Íslending sem sagður er hafa fallið í Sýrlandi. 6. mars 2018 19:30 Konsúllinn verður kyrr „Ég hef látið kanna þetta mál innan ráðuneytisins,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra um umdeildan ræðismann Íslands í Búlgaríu sem fjallað var um í Fréttablaðinu 10. og 11. október síðastliðinn. 16. október 2017 06:00 Utankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis hefst á morgun Í tilkynningu utanríkisráðuneytisins er vakin athygli á að kjósendur bera sjálfir ábyrgð á að póstleggja atkvæði sitt. 21. september 2016 14:32 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira
Það segir sig sjálft að Ísland hefur ekki ráð á að hafa sendiráð í öllum ríkjum heims. Auk 26 sendiskrifstofa í tuttugu og tveimur ríkjum, og fulltrúa fastanefnda nýtur Ísland þjónustu 230 kjörræðismanna víðs vegar um heim. Þeim er boðið til Íslands á fimm ára fresti til skrafs og ráðagerða og nú eru 140 þeirra mættir til Reykjavíkur. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segir ræðismennina algerlega ómissandi. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segir ómetanlegt fyrir Ísland að njóta liðsinnis 230 ræðismanna víðs vegar um heiminn.Stöð 2/Einar „Og í raun alls ekki hægt að setja verðmiða á það. Þetta er fólk út um allan heim sem sinnir þessum störfum í sjálboðastarfi. Sérstaklega mikilvægt fyrir okkur sem erum ekki með sendiráð út um allt ólíkt sérstaklega stærri ríkjum. Þau aðstoða við alls konar mál sem koma upp. Eru síðan að vinna að því að tala máli Íslands. Koma á viðskiptasamböndum og tala fyrir því sem Ísland stendur fyrir og þau tækifæri sem við höfum upp á að bjóða. Þannig að þetta er algerlega stórkostlegur hópur og skiptir okkur gríðarlega miklu máli,“ segir Þórdís Kolbrún. Til að verða ræðismaður þurfi fólk að hafa einhver tengsl við Ísland og vera fjárhagslega sjálfstætt. Þetta væri mjög fjölbreyttur hópur. Ræðismennirnir hefðu allir eitthvað fram að færa sem gagnist í aðstoð við Íslendinga. „Við erum með undir þrjátíu þrjátíu sendiráð þannig að það er hægt að ímynda sér umfangið og hvar við náum þá sambandi. Bæði eins og ég segi þegar mál koma upp, en ekki síður til að tala máli Íslands. Tengja maður á mann, fólk úr þeirra landi við Íslendinga og svo framvegis. Upp úr þessu hafa sprottið ýmis konar viðskiptatækifæri líka. Það er mikið mjúkt vald sem fylgir þessari starfsemi,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir. Utanríkisráðherra ávarpaði ræðismennina í Grósku í morgun í upphafi tveggja daga heimsóknar þeirra til Íslands. Í kvöldfréttum heyrum við meðal annars í einum ræðismanna Íslands í Úkraínu.
Utanríkismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Utanríkisráðuneytið harmar skort á kjörseðlum Utanríkisráðuneytið harmar það að borið hafi á skorti á kjörseðlum vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu á Spáni fyrir komandi forsetakosningar á Íslandi. Uppnám varð á kjörfundi á eyjunum Tenerife og Gran Canaria í gær þegar ljóst varð að of fáir kjörseðlar hafi verið á kjörstað. 21. maí 2024 17:50 Ráðuneytið hefur ekki áður heyrt af Íslendingum í Sýrlandi Utanríkisráðuneytið er í sambandi við ræðismenn Íslands í Tyrklandi og alþjóðadeild ríkislögreglustjóra vegna orðróms um Íslending sem sagður er hafa fallið í Sýrlandi. 6. mars 2018 19:30 Konsúllinn verður kyrr „Ég hef látið kanna þetta mál innan ráðuneytisins,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra um umdeildan ræðismann Íslands í Búlgaríu sem fjallað var um í Fréttablaðinu 10. og 11. október síðastliðinn. 16. október 2017 06:00 Utankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis hefst á morgun Í tilkynningu utanríkisráðuneytisins er vakin athygli á að kjósendur bera sjálfir ábyrgð á að póstleggja atkvæði sitt. 21. september 2016 14:32 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira
Utanríkisráðuneytið harmar skort á kjörseðlum Utanríkisráðuneytið harmar það að borið hafi á skorti á kjörseðlum vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu á Spáni fyrir komandi forsetakosningar á Íslandi. Uppnám varð á kjörfundi á eyjunum Tenerife og Gran Canaria í gær þegar ljóst varð að of fáir kjörseðlar hafi verið á kjörstað. 21. maí 2024 17:50
Ráðuneytið hefur ekki áður heyrt af Íslendingum í Sýrlandi Utanríkisráðuneytið er í sambandi við ræðismenn Íslands í Tyrklandi og alþjóðadeild ríkislögreglustjóra vegna orðróms um Íslending sem sagður er hafa fallið í Sýrlandi. 6. mars 2018 19:30
Konsúllinn verður kyrr „Ég hef látið kanna þetta mál innan ráðuneytisins,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra um umdeildan ræðismann Íslands í Búlgaríu sem fjallað var um í Fréttablaðinu 10. og 11. október síðastliðinn. 16. október 2017 06:00
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis hefst á morgun Í tilkynningu utanríkisráðuneytisins er vakin athygli á að kjósendur bera sjálfir ábyrgð á að póstleggja atkvæði sitt. 21. september 2016 14:32