Rannsókn lokið á veikindum á hálendi í sumar Lovísa Arnardóttir skrifar 1. október 2024 07:22 Göngugarparnir veiktust flestir af nóróveiru í sumar. Mynd/Stöð 2. Rannsókn embættis sóttvarnalæknis og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands á veikindum á hálendinu í sumar er lokið. Í öllum tilfellum þar sem fengust sýni greindist nóróveira. Líklegt er að hún hafi smitast með snerti- eða úðasmiti, af yfirborðsfleti eða manna á milli. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands er með eftirfylgd á Rjúpnavöllum en þar fundust saurgerlar í neysluvatni. „Heilbrigðiseftirlitið tók sýni víða á hálendinu, bæði á Landmannaleið og Laugaveginum,“ segir Anna Margrét Halldórsdóttir yfirlæknir á sóttvarnasviði embættis Landlæknis. Í mælingunum hafi verið að framkvæmdar almennar mælingar en einnig hvort að í þeim væru saur- eða kólígerlar. Þá hafi einnig verið tekin sýni á Rjúpnavöllum, Landmannahelli og Álftavatni sem send voru til Frakklands til að kanna hvort í þeim væru nóróveirur. Mikill fjöldi veiktist á sumar í göngu á hálendinu. Þau sem veiktust voru íslenskir og erlendir ferðamenn og börn í skólaferðalagi.vísir/hjalti „Það mældist ekki nóróveira í neysluvatnssýnum þar,“ segir Anna Margrét. Úr sýnum frá Rjúpnavöllum hafi mælst e.coli saurgerlar og á Hrafntinnuskerfi hafi mælst kólígerlar en ekki e. coli saurgerlar. Annars staðar hafi ekkert mælst. Hún segir að samkvæmt reglugerð sé miðað við að að í neysluvatni séu ekki saur- eða kólígerlar. Heilbrigðiseftirlitið sé því með Rjúpnavelli í eftirfylgd. „Það getur verið vatnsból á einum stað og rotþró á einhverjum óheppilegum stað og í rigningarveðri, eins og í sumar, geta skapast aðstæður þar sem flæðir á milli. Þetta á ekki að greinast neysluvatni en ef það greinist eru tekin fleiri sýni og málinu fylgt eftir,“ segir Anna Margrét og að það sé í farvegi á Rjúpnavöllum. Í það minnsta hundrað lasin Fram kom í tilkynningu í lok ágúst að um 60 hefðu veikst á Landmannaleið og 40 á Laugaveginum. Þá var staðfest nóróveira hjá níu einstaklingum á Rjúpnavöllum og tveimur skólabörnum sem gistu á Emstrum. „Frá byrjun september hef ég ekkert heyrt af meiri veikindum,“ segir Anna Margrét en búið er að loka flestum þessum skálum. Hún segir afar líklegt miðað við það sem fannst að veikindin hafi verið vegna nóróveiru. Hvað varðar Emstrur og Bása segir hún að fáum saursýnum hafi verið skilað vegna veikinda þar en í þeim tveimur sýnum sem hafi verið greind hafi mælst nóróveira. Hún segir sem betur fer nóróveiru ekki svo algenga í skálum á hálendinu. Það sé afar þekkt að nóróveira geti verið skæð í til dæmis skemmtiferðaskipum eða sjúkrastofnunum eða hjúkrunarheimilum. „Í lokuðu rými og þar sem er eitt eldhús. Þetta er svo ofboðslega smitandi,“ segir Anna Margrét. Veiran geti lifað á yfirborði eins og hurðarhún eða krana í nokkrar vikur eða daga. Svo geti það smitast á milli manna. Erfitt þegar fólk veikist á hálendi „Einhver þrífur ælu og það kemst í einhverja tusku. Það þarf svo fáar veiruagnir. Þær eru svo harðgerar og geta lifað í umhverfinu.“ Þá segir hún erfiðar aðstæður í skálum. Það séu mikil þrengsli, þröngt á salernum og jafnvel kamrar. Það sé ekki nóg að þrífa bara með votri tusku. Það þurfi sápu og jafnvel klór með. Hún segir líklegast að það hafi komið upp veikindi og svo smitast í umhverfið og á milli manna. Það hafi verið keðjuverkun. „Það er ekkert verið að gera það oft á dag á hálendinu og þess vegna náði þetta sér á strik.“ Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Heilbrigðismál Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Sjá meira
„Heilbrigðiseftirlitið tók sýni víða á hálendinu, bæði á Landmannaleið og Laugaveginum,“ segir Anna Margrét Halldórsdóttir yfirlæknir á sóttvarnasviði embættis Landlæknis. Í mælingunum hafi verið að framkvæmdar almennar mælingar en einnig hvort að í þeim væru saur- eða kólígerlar. Þá hafi einnig verið tekin sýni á Rjúpnavöllum, Landmannahelli og Álftavatni sem send voru til Frakklands til að kanna hvort í þeim væru nóróveirur. Mikill fjöldi veiktist á sumar í göngu á hálendinu. Þau sem veiktust voru íslenskir og erlendir ferðamenn og börn í skólaferðalagi.vísir/hjalti „Það mældist ekki nóróveira í neysluvatnssýnum þar,“ segir Anna Margrét. Úr sýnum frá Rjúpnavöllum hafi mælst e.coli saurgerlar og á Hrafntinnuskerfi hafi mælst kólígerlar en ekki e. coli saurgerlar. Annars staðar hafi ekkert mælst. Hún segir að samkvæmt reglugerð sé miðað við að að í neysluvatni séu ekki saur- eða kólígerlar. Heilbrigðiseftirlitið sé því með Rjúpnavelli í eftirfylgd. „Það getur verið vatnsból á einum stað og rotþró á einhverjum óheppilegum stað og í rigningarveðri, eins og í sumar, geta skapast aðstæður þar sem flæðir á milli. Þetta á ekki að greinast neysluvatni en ef það greinist eru tekin fleiri sýni og málinu fylgt eftir,“ segir Anna Margrét og að það sé í farvegi á Rjúpnavöllum. Í það minnsta hundrað lasin Fram kom í tilkynningu í lok ágúst að um 60 hefðu veikst á Landmannaleið og 40 á Laugaveginum. Þá var staðfest nóróveira hjá níu einstaklingum á Rjúpnavöllum og tveimur skólabörnum sem gistu á Emstrum. „Frá byrjun september hef ég ekkert heyrt af meiri veikindum,“ segir Anna Margrét en búið er að loka flestum þessum skálum. Hún segir afar líklegt miðað við það sem fannst að veikindin hafi verið vegna nóróveiru. Hvað varðar Emstrur og Bása segir hún að fáum saursýnum hafi verið skilað vegna veikinda þar en í þeim tveimur sýnum sem hafi verið greind hafi mælst nóróveira. Hún segir sem betur fer nóróveiru ekki svo algenga í skálum á hálendinu. Það sé afar þekkt að nóróveira geti verið skæð í til dæmis skemmtiferðaskipum eða sjúkrastofnunum eða hjúkrunarheimilum. „Í lokuðu rými og þar sem er eitt eldhús. Þetta er svo ofboðslega smitandi,“ segir Anna Margrét. Veiran geti lifað á yfirborði eins og hurðarhún eða krana í nokkrar vikur eða daga. Svo geti það smitast á milli manna. Erfitt þegar fólk veikist á hálendi „Einhver þrífur ælu og það kemst í einhverja tusku. Það þarf svo fáar veiruagnir. Þær eru svo harðgerar og geta lifað í umhverfinu.“ Þá segir hún erfiðar aðstæður í skálum. Það séu mikil þrengsli, þröngt á salernum og jafnvel kamrar. Það sé ekki nóg að þrífa bara með votri tusku. Það þurfi sápu og jafnvel klór með. Hún segir líklegast að það hafi komið upp veikindi og svo smitast í umhverfið og á milli manna. Það hafi verið keðjuverkun. „Það er ekkert verið að gera það oft á dag á hálendinu og þess vegna náði þetta sér á strik.“
Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Heilbrigðismál Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Sjá meira