Daníel og Irma taka spennandi stökk: „Maður vill ekki lifa í eftirsjá eftir ferilinn“ Aron Guðmundsson skrifar 1. október 2024 09:31 Daníel og Irma sjá fram á spennandi tíma í þjálfun hjá hinum reynslumikla Yannick Tregaro Vísir/Sigurjón Tvö af okkar fremsta frjálsíþróttafólki. Stökkvararnir Daníel Ingi Egilsson og Irma Gunnarsdóttir. Hefja fljótlega þjálfun hjá hinum reynslumikla og sigursælaYannick Tregaro og taka skrefið í atvinnumennskuna. Daníel hvetur fólk til að elta drauma sína líkt og hann geri núna og aldrei gefast upp. Tregaro er reyndur þjálfari með langan feril sem þjálfari að baki sem hófst þegar að hann var aðeins 23 ára gamall. Svíinn hefur þjálfað íþróttafólk sem hefur unnið til gullverðlauna á Ólympíuleikum sem og heims- og Evrópumeistaramótum og er þar þekktastur þrístökkvarinn Christian Olsson sem var á sínum tíma einn besti þrístökkvari í heimi og vann til gullverðlauna á Ólympíuleikunum í Aþenu árið 2004. Daníel, sem fyrr á árinu bætti þrjátíu ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar í langstökki utanhúss, hungrar í frekari árangur og er spenntur fyrir því að flytja út til Svíþjóðar og æfa undir stjórn Tregaro. „Maður fann fyrir löngun til þess að prófa eitthvað nýtt. Ég er búinn að ná frábærum árangri hér heima á Íslandi en svo finnur maður fyrir meira hungri. Langar að ná enn þá lengra og þá fær maður hugmyndina að því að fara út í meira atvinnumannaumhverfi með mjög svo reyndum þjálfara. Það var í raun bara hungrið í að ná meiri árangri sem leiddi til þess að maður fór að leita út á við. Daníel Ingi bætti þrjátíu ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar í langstökki fyrr á árinuVísir/Sigurjón „Fyrir mann sjálfan. Að geta kynnst því hvernig er að vera atvinnumaður í sinni íþrótt. Verður frábært. Ég held að flestir þeir sem vilja ná árangri vilji geta upplifað sig sem atvinnumann í sínu sporti. Að vera halda núna út til Svíþjóðar gefur manni smá meiri tilfinningunni fyrir því hvernig það er akkúrat að vera atvinnumaður.“ Svipaða sögu er að segja af Irmu sem er ríkjandi Íslandsmethafinn í þrístökki kvenna utanhúss en hún mun byrja í fjarþjálfun hér heima hjá Tregaro á meðan að hún klárar nám. „Þegar að það er frá mun ég klárlega láta reyna á það að flytja út og upplifa drauminn minn. Þótt maður geti ekki farið strax þá er alltaf hægt að finna lausn á því. Eins og ég er að gera með því að byrja í fjarþjálfun þó það sé smá erfiðara. Irmu Gunnarsdóttur í atrennuFacebook FRÍ „Það er rosalega spennandi að svona reyndur og flottur þjálfari vilji taka við þjálfuninni hjá manni. Ég er allavegana mjög spennt fyrir því og lýst mjög vel á þennan mann.“ Það að reyndur þjálfari á borð við Tregaro sé að taka við þjálfun tveggja af okkar bestu stökkvurum veit á gott. „Ég bara hvet alla sem hafa þann draum. Að verða atvinnumenn í sinni íþrótt. Að gefast ekki upp á þeim draumi,“ segir Daníel. „Láta vaða á þetta. Maður vill ekki lifa í eftirsjá eftir ferilinn. Hugsa „af hverju reyndi ég ekki að fara út og gerast atvinnumaður.“ Aldrei missa vonina á því að verða ekki atvinnumaður. Þetta er bara með þeim betri tilfinningum sem maður getur upplifað sem íþróttamaður. Að vita það inni að maður sé atvinnumaður í sinni íþrótt.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Fleiri fréttir Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sjá meira
Tregaro er reyndur þjálfari með langan feril sem þjálfari að baki sem hófst þegar að hann var aðeins 23 ára gamall. Svíinn hefur þjálfað íþróttafólk sem hefur unnið til gullverðlauna á Ólympíuleikum sem og heims- og Evrópumeistaramótum og er þar þekktastur þrístökkvarinn Christian Olsson sem var á sínum tíma einn besti þrístökkvari í heimi og vann til gullverðlauna á Ólympíuleikunum í Aþenu árið 2004. Daníel, sem fyrr á árinu bætti þrjátíu ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar í langstökki utanhúss, hungrar í frekari árangur og er spenntur fyrir því að flytja út til Svíþjóðar og æfa undir stjórn Tregaro. „Maður fann fyrir löngun til þess að prófa eitthvað nýtt. Ég er búinn að ná frábærum árangri hér heima á Íslandi en svo finnur maður fyrir meira hungri. Langar að ná enn þá lengra og þá fær maður hugmyndina að því að fara út í meira atvinnumannaumhverfi með mjög svo reyndum þjálfara. Það var í raun bara hungrið í að ná meiri árangri sem leiddi til þess að maður fór að leita út á við. Daníel Ingi bætti þrjátíu ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar í langstökki fyrr á árinuVísir/Sigurjón „Fyrir mann sjálfan. Að geta kynnst því hvernig er að vera atvinnumaður í sinni íþrótt. Verður frábært. Ég held að flestir þeir sem vilja ná árangri vilji geta upplifað sig sem atvinnumann í sínu sporti. Að vera halda núna út til Svíþjóðar gefur manni smá meiri tilfinningunni fyrir því hvernig það er akkúrat að vera atvinnumaður.“ Svipaða sögu er að segja af Irmu sem er ríkjandi Íslandsmethafinn í þrístökki kvenna utanhúss en hún mun byrja í fjarþjálfun hér heima hjá Tregaro á meðan að hún klárar nám. „Þegar að það er frá mun ég klárlega láta reyna á það að flytja út og upplifa drauminn minn. Þótt maður geti ekki farið strax þá er alltaf hægt að finna lausn á því. Eins og ég er að gera með því að byrja í fjarþjálfun þó það sé smá erfiðara. Irmu Gunnarsdóttur í atrennuFacebook FRÍ „Það er rosalega spennandi að svona reyndur og flottur þjálfari vilji taka við þjálfuninni hjá manni. Ég er allavegana mjög spennt fyrir því og lýst mjög vel á þennan mann.“ Það að reyndur þjálfari á borð við Tregaro sé að taka við þjálfun tveggja af okkar bestu stökkvurum veit á gott. „Ég bara hvet alla sem hafa þann draum. Að verða atvinnumenn í sinni íþrótt. Að gefast ekki upp á þeim draumi,“ segir Daníel. „Láta vaða á þetta. Maður vill ekki lifa í eftirsjá eftir ferilinn. Hugsa „af hverju reyndi ég ekki að fara út og gerast atvinnumaður.“ Aldrei missa vonina á því að verða ekki atvinnumaður. Þetta er bara með þeim betri tilfinningum sem maður getur upplifað sem íþróttamaður. Að vita það inni að maður sé atvinnumaður í sinni íþrótt.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Fleiri fréttir Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sjá meira