Erlent

Minnst sex látnir í skot­á­rás í Tel Avív

Tómas Arnar Þorláksson skrifar
Töluverður viðbúnaður var í Jaffa í Tel Avív vegna skotárásarinnar.
Töluverður viðbúnaður var í Jaffa í Tel Avív vegna skotárásarinnar.

Að minnsta kosti sex eru látnir og níu særðir eftir skotárás í Jaffa-hverfinu í Tel Avív í Ísrael. Þó nokkrir þeirra særðu eru í bráðri lífshættu. Árásin hófst rétt áður en að umfangsmikil loftárás Írana hófst á fimmta tímanum í dag. 

Óvíst er hvort að árásirnar tvær tengjast. Fréttastofa BBC greinir frá. Lögregla á svæðinu segir árásina hafa verið hryðjuverkaárás en tveir árásarmenn gengu um og bönuðu fólki með skotvopnum og eggvopnum. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu voru árásarmennirnir „stöðvaðir“ af almennum borgurum.

Árásin hófst í lestarvagni en árásarmennirnir stigu síðan úr vagninum og héldu árásinni áfram á lestarstöð. Myndefni hefur verið dreift á samfélagsmiðlum sem sýnir árásarmennina skjóta niður gangandi vegfarendur.

 Óvitað er hvað vakti fyrir árásarmönnunum Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar að svo stöddu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×