Finnur til með Ten Hag og býður honum í glas Ágúst Orri Arnarson skrifar 3. október 2024 07:00 Vitor Bruno og Erik Ten Hag eiga margt sameiginlegt. getty / fotojet Vitor Bruno, þjálfari Porto, hefur boðið kollega sínum hjá Manchester United, Erik Ten Hag, upp á vínglas eftir leik liðanna í Evrópudeildinni í kvöld. Staða beggja þjálfara þykir ótrygg. Ten Hag hefur fengið að heyra það eftir 3-0 tap á heimavelli gegn Tottenham um síðustu helgi. Sparkspekingarnir og fyrrum leikmenn liðsins, Gary Neville og Paul Scholes, voru meðal þeirra sem létu óánægju sína í ljós. Vitor Bruno er í sambærilegri stöðu hjá Porto. Stuðningsmenn kölluðu nýlega eftir afsögn hans með skriflegum skilaboðum á veggi skammt frá leikvangi liðsins. „Ég er líka undir smásjá. Við [þjálfarar] erum það allir,“ sagði Bruno á blaðamannafundi í gær fyrir leikinn gegn Manchester United. „Það er þjálfari hjá Braga, Carlos Carvalhal, sem þekkir hann. Þeir ætluðu að hittast eftir leik og fá sér vínglas. Ef Ten Hag vill verða dyrnar opnar hjá mér eftir leik. Ég ber mikla virðingu fyrir honum. Svona er þetta líf. Mitt líka. Þegar maður tapar einum leik er maður í raun dauður.“ Bruno var þá spurður hvort honum þætti þetta góður tímapunktur til að mæta Manchester United, sem hefur aðeins unnið tvo af síðustu sjö leikjum í öllum keppnum. „Það er akkúrat öfugt. Við sjáum þá alltaf sem ógn, enginn góður tími til að taka við þeim. Við þurfum að spila okkar leik og sýna þeim virðingu, mikla virðingu. Þeir hafa mikið af einstaklingsgæðum innanborðs og geta spilað sem frábært lið. Það þýðir ekki bara að horfa í nýjustu úrslit,“ sagði þjálfarinn þá. Leikur Porto og Manchester United hefst klukkan 19:00 og verður í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Evrópudeild UEFA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Fleiri fréttir Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sjá meira
Ten Hag hefur fengið að heyra það eftir 3-0 tap á heimavelli gegn Tottenham um síðustu helgi. Sparkspekingarnir og fyrrum leikmenn liðsins, Gary Neville og Paul Scholes, voru meðal þeirra sem létu óánægju sína í ljós. Vitor Bruno er í sambærilegri stöðu hjá Porto. Stuðningsmenn kölluðu nýlega eftir afsögn hans með skriflegum skilaboðum á veggi skammt frá leikvangi liðsins. „Ég er líka undir smásjá. Við [þjálfarar] erum það allir,“ sagði Bruno á blaðamannafundi í gær fyrir leikinn gegn Manchester United. „Það er þjálfari hjá Braga, Carlos Carvalhal, sem þekkir hann. Þeir ætluðu að hittast eftir leik og fá sér vínglas. Ef Ten Hag vill verða dyrnar opnar hjá mér eftir leik. Ég ber mikla virðingu fyrir honum. Svona er þetta líf. Mitt líka. Þegar maður tapar einum leik er maður í raun dauður.“ Bruno var þá spurður hvort honum þætti þetta góður tímapunktur til að mæta Manchester United, sem hefur aðeins unnið tvo af síðustu sjö leikjum í öllum keppnum. „Það er akkúrat öfugt. Við sjáum þá alltaf sem ógn, enginn góður tími til að taka við þeim. Við þurfum að spila okkar leik og sýna þeim virðingu, mikla virðingu. Þeir hafa mikið af einstaklingsgæðum innanborðs og geta spilað sem frábært lið. Það þýðir ekki bara að horfa í nýjustu úrslit,“ sagði þjálfarinn þá. Leikur Porto og Manchester United hefst klukkan 19:00 og verður í beinni útsendingu á Vodafone Sport.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Fleiri fréttir Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sjá meira