Fótbolti

Maradona verður grafinn upp

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Diego Maradona leiddi Argentínu til heimsmeistaratitils 1986.
Diego Maradona leiddi Argentínu til heimsmeistaratitils 1986. getty/Archivo El Grafico

Lík argentínska fótboltasnillingsins Diegos Maradona verður grafið upp og fært á nýjan stað í Búenos Aires.

Maradona lést fyrir fjórum árum, sextugur að aldri. Hann var jarðaður í Jardin Bella Vista kirkjugarðinum í Búenos Aires.

Börn Maradonas hafa freistað þess að reisa sérstakt grafhýsi fyrir pabba sinn síðan 2021. Og þau hafa loks fengið leyfi til að færa lík Maradonas í grafhýsið sem allir geta heimsótt og vottað honum virðingu sína.

Dætur Maradonas, Giannina og Dalma, hafa kært læknateymið sem sinnti honum fyrir vanrækslu síðustu dagana sem hann lifði. Átta manns voru kærðir og réttarhöld yfir þeim hefjast í mars á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×