Tekur einarða afstöðu með þungunarrofi og sjálfræði kvenna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. október 2024 07:44 Það hefur lítið sést til Melaniu í aðdraganda forsetakosninganna vestanhafs. Getty/Leon Neal Melania Trump, eiginkona Donald Trump, tekur einarða afstöðu með þungunarrofi og rétti kvenna til að ráða yfir eigin líkama í nýrri ævisögu sinni. Bókin kemur út um það bil mánuði eftir forsetakosningarnar. „Það er grundvallaratriði að tryggja að konur hafi sjálfræði í því að ákveða hvort þær vilja eignast börn, útfrá eigin sannfæringu, frjálsar frá inngripum eða þrýstingi frá stjórnvöldum,“ segir Melania meðal annars. „Af hverju ætti einhver annar en konan sjálf að hafa vald til þess að ákveða hvað hún gerir við líkama sinn? Grundvallarréttur kvenna til einstaklingsfrelsis, til eigin lífs, veitir henni valdið til að binda enda á meðgöngu ef hún óskar þess.“ Melania er afdráttarlaus í afstöðu sinni, ólíkt eiginmanninum sem hefur bæði hrósað sér af því að hafa orðið til þess að dómurinn í máli Roe gegn Wade var felldur úr gildi og af því að vilja að einstaka ríki ákveði hvernig lögum um þungunarrof skuli háttað. Einnig ósammála eiginmanninum í innflytjendamálum Donald Trump hefur orðið tvísaga um eigin afstöðu og ýmist sagt munu greiða atkvæði með eða á móti tillögu um að vernda rétt kvenna til þungunarrofs í Flórída. Síðast þegar hann tjáði sig um málið sagðist hann myndu greiða atkvæði á móti tillögunni en það er ekki annað að sjá en eiginkonan muni greiða atkvæði með. Melania segir í bók sinni að það að meina konu um að binda enda á þungun jafngildi því að meina henni að taka ákvarðanir varðandi eigin líkama. Segist hún alltaf hafa verið þessarar skoðunar. Þá ver hún þær konur sem ákveða að binda enda á þungun komnar langt á leið og segir að í lang flestum tilvikum sé um að ræða ákvörðun sem sé tekin vegna alvarlegra fósturgalla. Hvetur hún til þess að konum og fjölskyldum þeirra sé sýnd meðaumkun. Melania, sem hefur afar sjaldan tjáð sig um pólitík, segir einnig frá því í bókinni að hún hafi stundum verið ósammála eiginmanni sínum í innflytjendamálum en talið best að eiga þau samtöl í einrúmi frekar en að viðra ágreininginn opinberlega. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið. Bandaríkin Þungunarrof Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
„Það er grundvallaratriði að tryggja að konur hafi sjálfræði í því að ákveða hvort þær vilja eignast börn, útfrá eigin sannfæringu, frjálsar frá inngripum eða þrýstingi frá stjórnvöldum,“ segir Melania meðal annars. „Af hverju ætti einhver annar en konan sjálf að hafa vald til þess að ákveða hvað hún gerir við líkama sinn? Grundvallarréttur kvenna til einstaklingsfrelsis, til eigin lífs, veitir henni valdið til að binda enda á meðgöngu ef hún óskar þess.“ Melania er afdráttarlaus í afstöðu sinni, ólíkt eiginmanninum sem hefur bæði hrósað sér af því að hafa orðið til þess að dómurinn í máli Roe gegn Wade var felldur úr gildi og af því að vilja að einstaka ríki ákveði hvernig lögum um þungunarrof skuli háttað. Einnig ósammála eiginmanninum í innflytjendamálum Donald Trump hefur orðið tvísaga um eigin afstöðu og ýmist sagt munu greiða atkvæði með eða á móti tillögu um að vernda rétt kvenna til þungunarrofs í Flórída. Síðast þegar hann tjáði sig um málið sagðist hann myndu greiða atkvæði á móti tillögunni en það er ekki annað að sjá en eiginkonan muni greiða atkvæði með. Melania segir í bók sinni að það að meina konu um að binda enda á þungun jafngildi því að meina henni að taka ákvarðanir varðandi eigin líkama. Segist hún alltaf hafa verið þessarar skoðunar. Þá ver hún þær konur sem ákveða að binda enda á þungun komnar langt á leið og segir að í lang flestum tilvikum sé um að ræða ákvörðun sem sé tekin vegna alvarlegra fósturgalla. Hvetur hún til þess að konum og fjölskyldum þeirra sé sýnd meðaumkun. Melania, sem hefur afar sjaldan tjáð sig um pólitík, segir einnig frá því í bókinni að hún hafi stundum verið ósammála eiginmanni sínum í innflytjendamálum en talið best að eiga þau samtöl í einrúmi frekar en að viðra ágreininginn opinberlega. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið.
Bandaríkin Þungunarrof Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira