Dæmdur í fjögurra leikja bann vegna árásar á ólétta konu Valur Páll Eiríksson skrifar 3. október 2024 11:00 Miller verður ekki ákærður vegna málsins en er farinn í leikbann. Bryan M. Bennett/Getty Images Von Miller, varnarmaður Buffalo Bills í NFL-deildinni, hefur verið dæmdur í fjögurra leikja bann af forráðamönnum deildarinnar vegna ofbeldis í garð óléttrar kærustu hans. Engin ákæra hefur verið gefin út á hendur leikmanninum. Miller er dæmdur í bannið vegna brota á hegðunarreglum deildarinnar en NFL-deildin stóð að sjálfstæðri rannsókn á máli hans. NFL-deildin hefur ekki gefið skýringar á banninu en ljóst þykir að það sé vegna meintrar árásar á ólétta kærustu. Handtökuskipun var gefin út á hendur Miller í desember í fyrra eftir að lögregla var kölluð að heimili hans. Í bandarískum miðlum segir að Miller hafi verið að reka hana út af heimili þeirra í Dallas og byrjað að hrinda henni. Hann hafi þá þrýst á háls hennar áður en hann sjálfur gekk á dyr. Konan hringdi í kjölfarið í lögregluna og sáu lögregluþjónar mar á hálsi konunnar og höndum. Handtökuskipun var gefin út og Miller gaf sig fram á lögreglustöð skömmu síðar. Miller hefur sagt ásakanirnar „100 prósent rangar og ýktar“. Bandaríski miðilinn WFAA hafði síðar eftir konunni að málið hafi verið „tekið út úr samhengi, byggt á misskilningi“ og að um „munnlegan ágreining“ hafi verið að ræða. Engin ákæra hefur verið gefin út í málinu og Miller laus allra mála gagnvart dómskerfinu. Hann hefur haldið áfram að spila fyrir Bills í NFL-deildinni eftir að málið kom upp en nú hefur NFL-deildin hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að hann skuli sæta fjögurra leikja banni. Miller vann Ofurskálina með Denver Broncos árið 2015 og með Los Angeles Rams árið 2021. Hann er talinn á meðal betri varnarmanna síðasta áratugar og skrifaði undir 120 milljón dala, fimm ára samning, við Bills árið 2022. Miller fór áður í sex leikja bann árið 2013 fyrir notkun frammistöðubætandi lyfja. Miller missir af leik helgarinnar hjá Bills við Houston Texans og í kjölfarið leikjum við New York Jets, Tennessee Titans og Seattle Seahawks. Lið Buffalo Bills hefur unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjum tímabilsins. NFL Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sjá meira
Miller er dæmdur í bannið vegna brota á hegðunarreglum deildarinnar en NFL-deildin stóð að sjálfstæðri rannsókn á máli hans. NFL-deildin hefur ekki gefið skýringar á banninu en ljóst þykir að það sé vegna meintrar árásar á ólétta kærustu. Handtökuskipun var gefin út á hendur Miller í desember í fyrra eftir að lögregla var kölluð að heimili hans. Í bandarískum miðlum segir að Miller hafi verið að reka hana út af heimili þeirra í Dallas og byrjað að hrinda henni. Hann hafi þá þrýst á háls hennar áður en hann sjálfur gekk á dyr. Konan hringdi í kjölfarið í lögregluna og sáu lögregluþjónar mar á hálsi konunnar og höndum. Handtökuskipun var gefin út og Miller gaf sig fram á lögreglustöð skömmu síðar. Miller hefur sagt ásakanirnar „100 prósent rangar og ýktar“. Bandaríski miðilinn WFAA hafði síðar eftir konunni að málið hafi verið „tekið út úr samhengi, byggt á misskilningi“ og að um „munnlegan ágreining“ hafi verið að ræða. Engin ákæra hefur verið gefin út í málinu og Miller laus allra mála gagnvart dómskerfinu. Hann hefur haldið áfram að spila fyrir Bills í NFL-deildinni eftir að málið kom upp en nú hefur NFL-deildin hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að hann skuli sæta fjögurra leikja banni. Miller vann Ofurskálina með Denver Broncos árið 2015 og með Los Angeles Rams árið 2021. Hann er talinn á meðal betri varnarmanna síðasta áratugar og skrifaði undir 120 milljón dala, fimm ára samning, við Bills árið 2022. Miller fór áður í sex leikja bann árið 2013 fyrir notkun frammistöðubætandi lyfja. Miller missir af leik helgarinnar hjá Bills við Houston Texans og í kjölfarið leikjum við New York Jets, Tennessee Titans og Seattle Seahawks. Lið Buffalo Bills hefur unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjum tímabilsins.
NFL Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sjá meira