Kynferðisleg svefnröskun hélt ekki vatni Jón Þór Stefánsson skrifar 3. október 2024 18:57 Brotið var framið í íbúð í Reykjanesbæ. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti í dag tveggja og hálfs árs fangelsisdóm á hendur manni í nauðgunarmáli. Honum var gefið að sök að nauðga konu sem var sofandi, en maðurinn bar fyrir sig að hann sé haldinn af kynferðislegri svefnröskun. Atvikið sem málið varðar átti sér stað að morgni sunnudagsins 23. maí 2023 í svefnherbergi konunnar. Hún lýsti því að hún hefði verið í samkvæmi kvöldið áður og farið ásamt unnusta sínum heim á leið í Keflavík. Skömmu seinna hafi vinur þeirra, sakborningur málsins, sem hún hafi þekkt frá tólf ára aldri komið til þeirra. Þau hafi leyft honum að gista, en hann hefði oft gert það áður. Konan og unnusti hennar hafi farið að sofa, og hún kvaðst hafa verið nakin. Hún hefði vaknað við það að vinurinn væri kominn upp í rúm til þeirra, legið á hliðinni og verið að hafa samfarir við hana um leggöng. Hún hafi vaknað, stokkið upp og ofan á unnusta sinn sem vaknaði fyrir vikið. Hún hafi sagt unnustanum frá því sem átti sér stað. Unnustinn hafi spurt vininn hvað hann hefði verið að gera og hann sagði ekkert hafa gerst, hann hefði verið sofandi. Skömmu síðar hafi vinurinn farið úr íbúðinni. Maðurinn krafðist að hann yrði sýknaður, og byggði á því að hann væri haldinn kynferðislegri svefnröskun. Hann hafi því sýnt af sér ósjálfráða og óviljandi kynferðislega hegðun þegar hann var sofandi. Fyrir Landsrétti setti hann út á niðurstöðu héraðsdóms og benti á að bæði barnsmóðir hans og sambýliskona hans hefðu lýst kynferðislegu athæfi hans á meðan hann var sofandi. Framburður mannsins ekki óstöðugur Matsmenn voru kallaðir fyrir héraðsdóm og Landsrétt til þess að meta þessa svefnröskun. Þeir sögðu að atburðarásin í þessu máli væri ekki dæmigerð fyrir kynferðislega svefnröskun. Í úrlausn sinni segir Landsréttur að þrátt fyrir að framburður mannsins hafi ekki verið óstöðgur væri það mat matsmannanna að það væri mjög ólíklegt og nánast útilokað að maðurinn hefði framið brotið undir áhrifum kynferðislegrar svefnröskunar þegar atvikið átti sér stað. Því var það niðurstaða dómsins að maðurinn hefði haft samræði við konuna umrætt sinn þegar hún var sofandi og án hennar samþykkis. Hann hefði því notfært sér ástand hennar þegar hún gat ekki spornað við verknaðnum. Líkt og áður segir staðfesti Landsréttur tveggja og hálfs árs fangelsisdóm mannsins. Þá var honum gert að greiða áfrýjunarkostnað málsins, um tvær og hálfa milljón króna, sem bætast við miskabætur, fyrri lögmannskostnað, og sakarkostnað sem samtals hljóðaði upp á rúmar átta milljónir. Dómsmál Kynferðisofbeldi Reykjanesbær Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Atvikið sem málið varðar átti sér stað að morgni sunnudagsins 23. maí 2023 í svefnherbergi konunnar. Hún lýsti því að hún hefði verið í samkvæmi kvöldið áður og farið ásamt unnusta sínum heim á leið í Keflavík. Skömmu seinna hafi vinur þeirra, sakborningur málsins, sem hún hafi þekkt frá tólf ára aldri komið til þeirra. Þau hafi leyft honum að gista, en hann hefði oft gert það áður. Konan og unnusti hennar hafi farið að sofa, og hún kvaðst hafa verið nakin. Hún hefði vaknað við það að vinurinn væri kominn upp í rúm til þeirra, legið á hliðinni og verið að hafa samfarir við hana um leggöng. Hún hafi vaknað, stokkið upp og ofan á unnusta sinn sem vaknaði fyrir vikið. Hún hafi sagt unnustanum frá því sem átti sér stað. Unnustinn hafi spurt vininn hvað hann hefði verið að gera og hann sagði ekkert hafa gerst, hann hefði verið sofandi. Skömmu síðar hafi vinurinn farið úr íbúðinni. Maðurinn krafðist að hann yrði sýknaður, og byggði á því að hann væri haldinn kynferðislegri svefnröskun. Hann hafi því sýnt af sér ósjálfráða og óviljandi kynferðislega hegðun þegar hann var sofandi. Fyrir Landsrétti setti hann út á niðurstöðu héraðsdóms og benti á að bæði barnsmóðir hans og sambýliskona hans hefðu lýst kynferðislegu athæfi hans á meðan hann var sofandi. Framburður mannsins ekki óstöðugur Matsmenn voru kallaðir fyrir héraðsdóm og Landsrétt til þess að meta þessa svefnröskun. Þeir sögðu að atburðarásin í þessu máli væri ekki dæmigerð fyrir kynferðislega svefnröskun. Í úrlausn sinni segir Landsréttur að þrátt fyrir að framburður mannsins hafi ekki verið óstöðgur væri það mat matsmannanna að það væri mjög ólíklegt og nánast útilokað að maðurinn hefði framið brotið undir áhrifum kynferðislegrar svefnröskunar þegar atvikið átti sér stað. Því var það niðurstaða dómsins að maðurinn hefði haft samræði við konuna umrætt sinn þegar hún var sofandi og án hennar samþykkis. Hann hefði því notfært sér ástand hennar þegar hún gat ekki spornað við verknaðnum. Líkt og áður segir staðfesti Landsréttur tveggja og hálfs árs fangelsisdóm mannsins. Þá var honum gert að greiða áfrýjunarkostnað málsins, um tvær og hálfa milljón króna, sem bætast við miskabætur, fyrri lögmannskostnað, og sakarkostnað sem samtals hljóðaði upp á rúmar átta milljónir.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Reykjanesbær Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira