Foreldrar minnka við sig svo börnin geti keypt fyrstu eign Stefán Árni Pálsson skrifar 4. október 2024 10:31 Páll er mjög reyndur fasteignasali sem gæti aðstoðað Leif við fyrstu kaupin. Leifur Þorsteinsson er að nálgast þrítugt, kominn með BS gráðu og langar að eignast íbúð. Sindri Sindrason fjallaði um vandræði ungs fólks í þeim málum í Íslandi í dag í vikunni. En erfitt hefur reynst fyrir ungt fólk að fjárfesta í sinni eigin eign, markaðurinn sé það erfiður. Sindri hitti fasteignasalann Pál Heiðar Pálsson sem hefur þetta um málið að segja. „Það er einna helst mikilvægt fyrir fyrstu kaupendur að hugsa út í fermetraverðið. Það er sjaldgæft að fólk sem er að fjárfesta í sinni fyrstu eign eigi hana lengur en þrjú ár. Svo maður getur hugsað að kaupa á eins lágu verði og hægt er, þó að íbúðin sé kannski ekki fullkomin og reyna í leiðinni að finna leiðir til að auka verðgildið,“ segir Páll og heldur áfram. „Það er ótrúlegt hvað gólfefni og málning, birta og lýsing getur gert og aukið verðgildi eignarinnar,“ segir Páll en á fyrstu sex mánuðum ársins voru yfir tvö þúsund nýir kaupendur á markaðnum. Varla sé hægt að finna íbúð á höfuðborgarsvæðinu á undir 60 milljónir. „Þú þarft að vera með fimmtán prósent útborgun í það minnsta. Þú þarft að vera með hjá laun og ég er alveg sannfærður um það að langflest allir sem hafi verið að kaupa sér sína fyrstu eign hafi fengið einhverskonar aukaaðstoð.“ En að Leifi. Hann hefur safnað sér ákveðna upphæð og svo mun amma hans leggja í púkkið með honum. Fjær kaupunum í dag „Maður er kominn út á vinnumarkaðinn og svona. En það er svolítið fyndið því ég ákvað að bíða með það að kaupa á sínum tíma, en í dag er ég í raun fjær því að kaupa en fyrir nokkrum árum,“ segir Leifur. „Það er auðvelt að missi þróttinn. Þú ferð á nokkur opin hús og er yfirboðinn um þrjár til fjórar milljónir. Þú ert ekki einu sinni í sama boltagarði og þá fer maður í fílu og svo mætir maður aftur út í þetta.“ Leifur stefnir að því að kaupa sér íbúð á milli 55 og 65 milljónir. „Tvö svefnherbergi, eldhús og stofa þá er ég bara kátur. Ég er ekkert mikið að pæla í flísum í dag, ef ég á að segja alveg eins og er,“ segir Leifur sem leit á íbúð í Kópavoginum með Sindra. Páll segir að það sé algengt að foreldrar selji eignina sína, minnki við sig til að aðstoða börnin við að kaupa sína fyrstu eign. „Þetta er mjög dapurt. Þetta er sorgleg staða og það er erfitt að vera fyrstu íbúðar kaupandi í dag. Auðvitað hefur þetta aldrei verið auðvelt en áður fyrir gat fólk safnað sér fyrir útborgun sem það nær ekki í dag.“ Leifur er núna í íbúðarleit og Sindri ætlar sér að hitta hann þegar hann hefur fjárfest í sinni fyrstu eign, en leitin stendur nú yfir. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Hús og heimili Húsnæðismál Ísland í dag Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
En erfitt hefur reynst fyrir ungt fólk að fjárfesta í sinni eigin eign, markaðurinn sé það erfiður. Sindri hitti fasteignasalann Pál Heiðar Pálsson sem hefur þetta um málið að segja. „Það er einna helst mikilvægt fyrir fyrstu kaupendur að hugsa út í fermetraverðið. Það er sjaldgæft að fólk sem er að fjárfesta í sinni fyrstu eign eigi hana lengur en þrjú ár. Svo maður getur hugsað að kaupa á eins lágu verði og hægt er, þó að íbúðin sé kannski ekki fullkomin og reyna í leiðinni að finna leiðir til að auka verðgildið,“ segir Páll og heldur áfram. „Það er ótrúlegt hvað gólfefni og málning, birta og lýsing getur gert og aukið verðgildi eignarinnar,“ segir Páll en á fyrstu sex mánuðum ársins voru yfir tvö þúsund nýir kaupendur á markaðnum. Varla sé hægt að finna íbúð á höfuðborgarsvæðinu á undir 60 milljónir. „Þú þarft að vera með fimmtán prósent útborgun í það minnsta. Þú þarft að vera með hjá laun og ég er alveg sannfærður um það að langflest allir sem hafi verið að kaupa sér sína fyrstu eign hafi fengið einhverskonar aukaaðstoð.“ En að Leifi. Hann hefur safnað sér ákveðna upphæð og svo mun amma hans leggja í púkkið með honum. Fjær kaupunum í dag „Maður er kominn út á vinnumarkaðinn og svona. En það er svolítið fyndið því ég ákvað að bíða með það að kaupa á sínum tíma, en í dag er ég í raun fjær því að kaupa en fyrir nokkrum árum,“ segir Leifur. „Það er auðvelt að missi þróttinn. Þú ferð á nokkur opin hús og er yfirboðinn um þrjár til fjórar milljónir. Þú ert ekki einu sinni í sama boltagarði og þá fer maður í fílu og svo mætir maður aftur út í þetta.“ Leifur stefnir að því að kaupa sér íbúð á milli 55 og 65 milljónir. „Tvö svefnherbergi, eldhús og stofa þá er ég bara kátur. Ég er ekkert mikið að pæla í flísum í dag, ef ég á að segja alveg eins og er,“ segir Leifur sem leit á íbúð í Kópavoginum með Sindra. Páll segir að það sé algengt að foreldrar selji eignina sína, minnki við sig til að aðstoða börnin við að kaupa sína fyrstu eign. „Þetta er mjög dapurt. Þetta er sorgleg staða og það er erfitt að vera fyrstu íbúðar kaupandi í dag. Auðvitað hefur þetta aldrei verið auðvelt en áður fyrir gat fólk safnað sér fyrir útborgun sem það nær ekki í dag.“ Leifur er núna í íbúðarleit og Sindri ætlar sér að hitta hann þegar hann hefur fjárfest í sinni fyrstu eign, en leitin stendur nú yfir. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Hús og heimili Húsnæðismál Ísland í dag Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira