Bandarískir kaþólikkar efndu til mótmæla við Páfagarð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. október 2024 07:07 Á bútasaumsteppinu má finna sögur kaþólskra kvenna sem hafa, af ýmsum ástæðum, gengist undir þungunarrof. Catholics for Choice Efnt var til mótmæla við Páfagarð í gær þar sem mótmælendur breiddu meðal annars úr fimmtán metra löngu bútasaumsteppi með sögum kaþólskra kvenna sem hafa gengist undir þungunarrof. Tilefni mótmælanna, sem efnt var til af hálfu bandarísku samtakanna Catholics for Choice, voru nýleg ummæli sem Frans páfi lét falla í Belgíu á dögunum og sú staðreynd að þungunarrof verður ekki til umræðu á mánaðarlangri prestastefnu sem nú stendur fyrir dyrum í Páfagarði. Sendiherra Páfagarðs í Belgíu var boðaður á fund forsætisráðherrans Alexander De Croo í kjölfar ummæla páfa, sem sagði þungunarrof „morð“ og lækna sem framkvæmdu það „leigumorðingja“. „Skilaboð mín til sendiherrans verða mjög skýr,“ sagði De Croo. „Það sem átti sér stað hér er óásættanelgt. Við þurfum ekki lexíu í því hvernig lýðræðislega kjörnir fulltrúar okkar setja lög. Sá tími er kirkjan réði lögum og lofum í landinu er sem betur fer löngu liðinn.“ New from us!@Catholic4Choice displays 50-foot quilt in front of the Vatican to bring the stories of pro-choice Catholics to life at the Synod on Synodality https://t.co/agVlbyBmIh #synod2024 pic.twitter.com/3AtAN4KrET— Ashley Wilson (@APdubs) October 3, 2024 Það er afstaða Páfagarðs að þungunarrof sé alltaf rangt, jafnvel þegar líf móðurinnar er í hættu. Meirihluti kaþólskra í Bandaríkjunum eru hins vegar hlynntir þungunarrofi í flestum tilvikum og þá hafa 98 prósent kaþólskra kvenna notað getnaðarvarnir. Mótmælendur hafa gagnrýnt að þungunarrof og getnaðarvarnir séu neðarlega á forgangslista Vatíkansins þegar kemur að samfélagslegum málefnum, jafnvel þó um sé að ræða málefni sem hafi áhrif á gríðarlegan fjölda fólks. Catholics for Choice voru stofnuð þegar hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði konum í hag í Roe gegn Wade og að sögn forsvarsmanna samtakanna sáu margar konur sig til neyddar til að stíga fram þegar dómurinn var svo felldur úr gildi árið 2022. Frans páfi sagði fyrr í haust að hvað varðaði forsetakosningarnar í Bandaríkjunum ættu menn að velja „það skárra af tvennu illu“, án þess að útskýra nánar hvað hann ætti við. Guardian greindi frá. Páfagarður Bandaríkin Þungunarrof Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Innlent Fleiri fréttir Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Æðsti leiðtogi mormóna látinn Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Sjá meira
Tilefni mótmælanna, sem efnt var til af hálfu bandarísku samtakanna Catholics for Choice, voru nýleg ummæli sem Frans páfi lét falla í Belgíu á dögunum og sú staðreynd að þungunarrof verður ekki til umræðu á mánaðarlangri prestastefnu sem nú stendur fyrir dyrum í Páfagarði. Sendiherra Páfagarðs í Belgíu var boðaður á fund forsætisráðherrans Alexander De Croo í kjölfar ummæla páfa, sem sagði þungunarrof „morð“ og lækna sem framkvæmdu það „leigumorðingja“. „Skilaboð mín til sendiherrans verða mjög skýr,“ sagði De Croo. „Það sem átti sér stað hér er óásættanelgt. Við þurfum ekki lexíu í því hvernig lýðræðislega kjörnir fulltrúar okkar setja lög. Sá tími er kirkjan réði lögum og lofum í landinu er sem betur fer löngu liðinn.“ New from us!@Catholic4Choice displays 50-foot quilt in front of the Vatican to bring the stories of pro-choice Catholics to life at the Synod on Synodality https://t.co/agVlbyBmIh #synod2024 pic.twitter.com/3AtAN4KrET— Ashley Wilson (@APdubs) October 3, 2024 Það er afstaða Páfagarðs að þungunarrof sé alltaf rangt, jafnvel þegar líf móðurinnar er í hættu. Meirihluti kaþólskra í Bandaríkjunum eru hins vegar hlynntir þungunarrofi í flestum tilvikum og þá hafa 98 prósent kaþólskra kvenna notað getnaðarvarnir. Mótmælendur hafa gagnrýnt að þungunarrof og getnaðarvarnir séu neðarlega á forgangslista Vatíkansins þegar kemur að samfélagslegum málefnum, jafnvel þó um sé að ræða málefni sem hafi áhrif á gríðarlegan fjölda fólks. Catholics for Choice voru stofnuð þegar hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði konum í hag í Roe gegn Wade og að sögn forsvarsmanna samtakanna sáu margar konur sig til neyddar til að stíga fram þegar dómurinn var svo felldur úr gildi árið 2022. Frans páfi sagði fyrr í haust að hvað varðaði forsetakosningarnar í Bandaríkjunum ættu menn að velja „það skárra af tvennu illu“, án þess að útskýra nánar hvað hann ætti við. Guardian greindi frá.
Páfagarður Bandaríkin Þungunarrof Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Innlent Fleiri fréttir Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Æðsti leiðtogi mormóna látinn Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Sjá meira