Bandarískir kaþólikkar efndu til mótmæla við Páfagarð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. október 2024 07:07 Á bútasaumsteppinu má finna sögur kaþólskra kvenna sem hafa, af ýmsum ástæðum, gengist undir þungunarrof. Catholics for Choice Efnt var til mótmæla við Páfagarð í gær þar sem mótmælendur breiddu meðal annars úr fimmtán metra löngu bútasaumsteppi með sögum kaþólskra kvenna sem hafa gengist undir þungunarrof. Tilefni mótmælanna, sem efnt var til af hálfu bandarísku samtakanna Catholics for Choice, voru nýleg ummæli sem Frans páfi lét falla í Belgíu á dögunum og sú staðreynd að þungunarrof verður ekki til umræðu á mánaðarlangri prestastefnu sem nú stendur fyrir dyrum í Páfagarði. Sendiherra Páfagarðs í Belgíu var boðaður á fund forsætisráðherrans Alexander De Croo í kjölfar ummæla páfa, sem sagði þungunarrof „morð“ og lækna sem framkvæmdu það „leigumorðingja“. „Skilaboð mín til sendiherrans verða mjög skýr,“ sagði De Croo. „Það sem átti sér stað hér er óásættanelgt. Við þurfum ekki lexíu í því hvernig lýðræðislega kjörnir fulltrúar okkar setja lög. Sá tími er kirkjan réði lögum og lofum í landinu er sem betur fer löngu liðinn.“ New from us!@Catholic4Choice displays 50-foot quilt in front of the Vatican to bring the stories of pro-choice Catholics to life at the Synod on Synodality https://t.co/agVlbyBmIh #synod2024 pic.twitter.com/3AtAN4KrET— Ashley Wilson (@APdubs) October 3, 2024 Það er afstaða Páfagarðs að þungunarrof sé alltaf rangt, jafnvel þegar líf móðurinnar er í hættu. Meirihluti kaþólskra í Bandaríkjunum eru hins vegar hlynntir þungunarrofi í flestum tilvikum og þá hafa 98 prósent kaþólskra kvenna notað getnaðarvarnir. Mótmælendur hafa gagnrýnt að þungunarrof og getnaðarvarnir séu neðarlega á forgangslista Vatíkansins þegar kemur að samfélagslegum málefnum, jafnvel þó um sé að ræða málefni sem hafi áhrif á gríðarlegan fjölda fólks. Catholics for Choice voru stofnuð þegar hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði konum í hag í Roe gegn Wade og að sögn forsvarsmanna samtakanna sáu margar konur sig til neyddar til að stíga fram þegar dómurinn var svo felldur úr gildi árið 2022. Frans páfi sagði fyrr í haust að hvað varðaði forsetakosningarnar í Bandaríkjunum ættu menn að velja „það skárra af tvennu illu“, án þess að útskýra nánar hvað hann ætti við. Guardian greindi frá. Páfagarður Bandaríkin Þungunarrof Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sjá meira
Tilefni mótmælanna, sem efnt var til af hálfu bandarísku samtakanna Catholics for Choice, voru nýleg ummæli sem Frans páfi lét falla í Belgíu á dögunum og sú staðreynd að þungunarrof verður ekki til umræðu á mánaðarlangri prestastefnu sem nú stendur fyrir dyrum í Páfagarði. Sendiherra Páfagarðs í Belgíu var boðaður á fund forsætisráðherrans Alexander De Croo í kjölfar ummæla páfa, sem sagði þungunarrof „morð“ og lækna sem framkvæmdu það „leigumorðingja“. „Skilaboð mín til sendiherrans verða mjög skýr,“ sagði De Croo. „Það sem átti sér stað hér er óásættanelgt. Við þurfum ekki lexíu í því hvernig lýðræðislega kjörnir fulltrúar okkar setja lög. Sá tími er kirkjan réði lögum og lofum í landinu er sem betur fer löngu liðinn.“ New from us!@Catholic4Choice displays 50-foot quilt in front of the Vatican to bring the stories of pro-choice Catholics to life at the Synod on Synodality https://t.co/agVlbyBmIh #synod2024 pic.twitter.com/3AtAN4KrET— Ashley Wilson (@APdubs) October 3, 2024 Það er afstaða Páfagarðs að þungunarrof sé alltaf rangt, jafnvel þegar líf móðurinnar er í hættu. Meirihluti kaþólskra í Bandaríkjunum eru hins vegar hlynntir þungunarrofi í flestum tilvikum og þá hafa 98 prósent kaþólskra kvenna notað getnaðarvarnir. Mótmælendur hafa gagnrýnt að þungunarrof og getnaðarvarnir séu neðarlega á forgangslista Vatíkansins þegar kemur að samfélagslegum málefnum, jafnvel þó um sé að ræða málefni sem hafi áhrif á gríðarlegan fjölda fólks. Catholics for Choice voru stofnuð þegar hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði konum í hag í Roe gegn Wade og að sögn forsvarsmanna samtakanna sáu margar konur sig til neyddar til að stíga fram þegar dómurinn var svo felldur úr gildi árið 2022. Frans páfi sagði fyrr í haust að hvað varðaði forsetakosningarnar í Bandaríkjunum ættu menn að velja „það skárra af tvennu illu“, án þess að útskýra nánar hvað hann ætti við. Guardian greindi frá.
Páfagarður Bandaríkin Þungunarrof Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sjá meira