Smábátar eru þjóðhagslega hagkvæmari en togarar Kjartan Sveinsson skrifar 4. október 2024 14:01 Í gær birti Hagstofa Íslands frétt þar sem fram kemur að strandveiðiflotinn sló enn eitt metið í aflaverðmætum og skilaði rúmlega 5 milljörðum inn í hagkerfið. Þetta eru í sjálfu sér ánægjulegar fréttir en þær vöktu mig þó til umhugsunar: hver eru heildarverðmæti þorskaflans í íslenskri lögsögu, og hvað myndu þau vera ef allur þorskur hefði verið veiddur á handfæri? Ég settist niður við tölvuna og lagði dæmið upp í excel. Þetta er útkoman: Árið 2021 var þorskafli strandveiðiflotans 11.170 tonn með aflaverðmæti upp á 3,888 milljarða. Heildaraflinn var aftur á móti 271.723 með aflaverðmæti upp á 75,589 milljarða. Ef allur þorskafli það árið hefði sama aflaverðmæti og strandveiðifiskurinn (um 350 kr/kíló) hefði heildarverðmætið verið 94,6 milljarðar, eða 19 milljörðum meira en það var. Árið 2022 var þorskafli strandveiðiflotans 10.990 tonn með aflaverðmæti upp á 4,726. Heildaraflinn var 243.483 tonn með aflaverðmæti upp á 85,348 milljarða. Mismunurinn var aftur um 19 milljarðar. Árið 2023 var þorskafli strandveiðiflotans 9.967 tonn með aflaverðmæti upp á 4,245 milljarða. Heildaraflinn var 220.281 með aflaverðmæti upp á 80,658 milljarða. Mismunurinn var þá um 13 milljarðar. Á þessum þremur árum varð íslenska hagkerfinu samtals af 51 milljarði. Þetta samsvarar mismun upp á tæp 20%. Ég á enn eftir að hitta þann hagfræðing sem getur útskýrt fyrir mér hvernig það er þjóðhagslega hagkvæmara að fá lægra verð fyrir útflutningsvöru en hærra. Þar sem að togarar veiddu meirihluta þorsks á þessum árum er í raun bara hægt að draga eina ályktun af þessum tölum: smábátar eru þjóðhagslega hagkvæmari en togarar. Síðasta vígi SFS fallið Sægreifarnir eru löngu búnir að gefast upp á tveimur grundvallarmarkmiðum íslenskrar sjávarútvegsstefnu – fiskvernd og byggðafestu – sbr. 1. grein laga um stjórn fiskveiða: „Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu.“ Þeir eru hættir að klóra í bakkann varðandi neikvæð áhrif sín á brothættar byggðir og umhverfið, enda álíka gáfulegt og að halda því fram að svart sé hvítt. En þeir hafa hangið á hagvæmninni eins og hundar á roði. Kvótakóngar vilja gjarnan, í gegnum málpípu sína SFS og aðkeypta hagfræðinga, halda því fram að kvótakerfið tryggi „myndarlegt framlag sjávarútvegs til hagvaxtar og góðra lífskjara hér á landi.“ Frá þeirra sjónarhorni hafa þeir gert heiðursmannasamkomulag við þjóðina: „Jújú, við leggjum vissulega heilu og hálfu sjávarbyggðirnar í rúst. Og já, við skröpum sjávarbotninn eins og jarðýtur í berjamó. En maður minn, við skilum svo góðri afkomu!“ Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, bendir réttilega á í nýlegri grein að „þó arðsemi einstakra fyrirtækja af notkun framleiðsluþátta sé mikil þá geta komið upp tilvik þar sem hagnaður eins framkallar tap hjá mörgum öðrum, jafnvel svo að þjóðhagslegt tap hljótist af umsvifum hins arðbæra fyrirtækis.“ Íslenskur sjávarútvegur er einmitt svoleiðis tilvik, eins og tölur Hagstofu Íslands sýna svart á hvítu. Nú er síðasta vígi stórútgerðarinnar fallið. Hvað ef smábátar mættu róa í friði? Í þessu samhengi þarf að hafa það í huga að ekkert annað útgerðarform er neytt til að starfa í annarri eins spennitreyju og strandveiðiflotinn. Við fáum að róa 12 daga í mánuði, tvo og hálfan mánuð á ári, en fáum hvorki að velja bestu mánuði ársins (erum takmörkuð við maí, júní og hálfan júlí) né bestu daga vikunnar (megum bara róa mánudag til fimmudags, og ekki á rauðum dögum). Þetta hefur þá afleiðingu í för með sér að við fáum lítið svigrúm til að sækja besta fiskinn þegar hann gefur sig. Það er sárt að sitja í landi á blíðviðrisföstudegi eftir fjögurra daga brælu. Eins hefur ófremdarástand skapast á norðausturlandi þar sem ótímabær stöðvun vertíðar fimm ár í röð hefur þýtt að þau missa iðulega af sínu besta tímabili. Ef við fengjum sama frelsi til að athafna okkur og kvótakóngarnir, þá væri munurinn á aflaverðmæti enn hærra. Framtíðin liggur í auknum smábátaveiðum Nú er ég ekki að færa rök fyrir því að trillur eigi að veiða allan fisk í íslenskri lögsögu. Togarar munu halda áfram að gegna lykilhlutverki í fiskveiðum um ókomna framtíð og mikilvægt er að veita þeim svigrúm til þess að þróa vistvænni veiðiaðferðir. En það virðist sama hvað tautar og raular, sama hversu sterk rökin fyrir auknum smábátaveiðum séu og veik rök sægreifanna – aldrei geta íslensk stjórnvöld staðið í lappirnar gagnvart frekjunni í SFS eða losað um eitt gat á spennitreyju smábátaflotans. Þau virðast oft gleyma því að auðlindir hafsins eru sameign þjóðarinnar og þjóðin ræður því hvernig þær eru nýttar. Kvótakóngarnir (sem nota bene ráða yfir 94% af þorskafla og 99% af heildarafla) eru eina fyrirstaðan gegn því að trillukarlar og konur geti haft lifibrauð af smábátaveiðum. En ef núverandi fyrirkomulag brýtur svona bersýnilega í bága við öll þrjú grundvallarmarkmið laga um stjórn fiskveiða – „að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu“ – þá vaknar spurningin: hvers vegna er því ekki breytt? Höfundur er trillukarl og formaður Strandveiðifélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Sjá meira
Í gær birti Hagstofa Íslands frétt þar sem fram kemur að strandveiðiflotinn sló enn eitt metið í aflaverðmætum og skilaði rúmlega 5 milljörðum inn í hagkerfið. Þetta eru í sjálfu sér ánægjulegar fréttir en þær vöktu mig þó til umhugsunar: hver eru heildarverðmæti þorskaflans í íslenskri lögsögu, og hvað myndu þau vera ef allur þorskur hefði verið veiddur á handfæri? Ég settist niður við tölvuna og lagði dæmið upp í excel. Þetta er útkoman: Árið 2021 var þorskafli strandveiðiflotans 11.170 tonn með aflaverðmæti upp á 3,888 milljarða. Heildaraflinn var aftur á móti 271.723 með aflaverðmæti upp á 75,589 milljarða. Ef allur þorskafli það árið hefði sama aflaverðmæti og strandveiðifiskurinn (um 350 kr/kíló) hefði heildarverðmætið verið 94,6 milljarðar, eða 19 milljörðum meira en það var. Árið 2022 var þorskafli strandveiðiflotans 10.990 tonn með aflaverðmæti upp á 4,726. Heildaraflinn var 243.483 tonn með aflaverðmæti upp á 85,348 milljarða. Mismunurinn var aftur um 19 milljarðar. Árið 2023 var þorskafli strandveiðiflotans 9.967 tonn með aflaverðmæti upp á 4,245 milljarða. Heildaraflinn var 220.281 með aflaverðmæti upp á 80,658 milljarða. Mismunurinn var þá um 13 milljarðar. Á þessum þremur árum varð íslenska hagkerfinu samtals af 51 milljarði. Þetta samsvarar mismun upp á tæp 20%. Ég á enn eftir að hitta þann hagfræðing sem getur útskýrt fyrir mér hvernig það er þjóðhagslega hagkvæmara að fá lægra verð fyrir útflutningsvöru en hærra. Þar sem að togarar veiddu meirihluta þorsks á þessum árum er í raun bara hægt að draga eina ályktun af þessum tölum: smábátar eru þjóðhagslega hagkvæmari en togarar. Síðasta vígi SFS fallið Sægreifarnir eru löngu búnir að gefast upp á tveimur grundvallarmarkmiðum íslenskrar sjávarútvegsstefnu – fiskvernd og byggðafestu – sbr. 1. grein laga um stjórn fiskveiða: „Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu.“ Þeir eru hættir að klóra í bakkann varðandi neikvæð áhrif sín á brothættar byggðir og umhverfið, enda álíka gáfulegt og að halda því fram að svart sé hvítt. En þeir hafa hangið á hagvæmninni eins og hundar á roði. Kvótakóngar vilja gjarnan, í gegnum málpípu sína SFS og aðkeypta hagfræðinga, halda því fram að kvótakerfið tryggi „myndarlegt framlag sjávarútvegs til hagvaxtar og góðra lífskjara hér á landi.“ Frá þeirra sjónarhorni hafa þeir gert heiðursmannasamkomulag við þjóðina: „Jújú, við leggjum vissulega heilu og hálfu sjávarbyggðirnar í rúst. Og já, við skröpum sjávarbotninn eins og jarðýtur í berjamó. En maður minn, við skilum svo góðri afkomu!“ Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, bendir réttilega á í nýlegri grein að „þó arðsemi einstakra fyrirtækja af notkun framleiðsluþátta sé mikil þá geta komið upp tilvik þar sem hagnaður eins framkallar tap hjá mörgum öðrum, jafnvel svo að þjóðhagslegt tap hljótist af umsvifum hins arðbæra fyrirtækis.“ Íslenskur sjávarútvegur er einmitt svoleiðis tilvik, eins og tölur Hagstofu Íslands sýna svart á hvítu. Nú er síðasta vígi stórútgerðarinnar fallið. Hvað ef smábátar mættu róa í friði? Í þessu samhengi þarf að hafa það í huga að ekkert annað útgerðarform er neytt til að starfa í annarri eins spennitreyju og strandveiðiflotinn. Við fáum að róa 12 daga í mánuði, tvo og hálfan mánuð á ári, en fáum hvorki að velja bestu mánuði ársins (erum takmörkuð við maí, júní og hálfan júlí) né bestu daga vikunnar (megum bara róa mánudag til fimmudags, og ekki á rauðum dögum). Þetta hefur þá afleiðingu í för með sér að við fáum lítið svigrúm til að sækja besta fiskinn þegar hann gefur sig. Það er sárt að sitja í landi á blíðviðrisföstudegi eftir fjögurra daga brælu. Eins hefur ófremdarástand skapast á norðausturlandi þar sem ótímabær stöðvun vertíðar fimm ár í röð hefur þýtt að þau missa iðulega af sínu besta tímabili. Ef við fengjum sama frelsi til að athafna okkur og kvótakóngarnir, þá væri munurinn á aflaverðmæti enn hærra. Framtíðin liggur í auknum smábátaveiðum Nú er ég ekki að færa rök fyrir því að trillur eigi að veiða allan fisk í íslenskri lögsögu. Togarar munu halda áfram að gegna lykilhlutverki í fiskveiðum um ókomna framtíð og mikilvægt er að veita þeim svigrúm til þess að þróa vistvænni veiðiaðferðir. En það virðist sama hvað tautar og raular, sama hversu sterk rökin fyrir auknum smábátaveiðum séu og veik rök sægreifanna – aldrei geta íslensk stjórnvöld staðið í lappirnar gagnvart frekjunni í SFS eða losað um eitt gat á spennitreyju smábátaflotans. Þau virðast oft gleyma því að auðlindir hafsins eru sameign þjóðarinnar og þjóðin ræður því hvernig þær eru nýttar. Kvótakóngarnir (sem nota bene ráða yfir 94% af þorskafla og 99% af heildarafla) eru eina fyrirstaðan gegn því að trillukarlar og konur geti haft lifibrauð af smábátaveiðum. En ef núverandi fyrirkomulag brýtur svona bersýnilega í bága við öll þrjú grundvallarmarkmið laga um stjórn fiskveiða – „að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu“ – þá vaknar spurningin: hvers vegna er því ekki breytt? Höfundur er trillukarl og formaður Strandveiðifélags Íslands.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun