Minnst sjötíu í valnum eftir árás glæpamanna Samúel Karl Ólason skrifar 4. október 2024 16:22 Fólk á flótta í Haítí. AP Að minnsta kosti sjötíu manns liggja í valnum eftir að glæpamenn sem tilheyra Gran Grif genginu á Haítí gengu berserksgang á götum Pont-Sonde. Glæpamennirnir gengu um bæinn og skutu fólk að virðist af handahófi. Glæpamenn kveiktu í að minnsta kosti 45 húsum og 34 bílum á götum bæjarins. AP fréttaveitan hefur eftir talskonu hjálparsamtaka að lík liggi á víð og dreif um Pont-Sondé eftir árásina í gær og að margir virðist hafa verið teknir af lífi með skoti í höfuðið. Í yfirlýsingu frá mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna segir að um tíu konur og þrjú ungabörn séu meðal þeirra sem voru myrt. Að minnsta kosti sextán eru sagðir hafa særst. Um er að ræða eitthvað umfangsmesta ódæðið af þessu tagi á þessu svæði í Haítí á undanförnum árum. Árásir sem þessi þykja nokkuð tíðar í Port-au-Prince, höfuðborga Haítí, sem er að mestu stjórnað af glæpagengjum. Yfirleitt tengjast árásirnar baráttu glæpagengja um yfirráðasvæði og beinast þá að íbúum á yfirráðasvæði óvinagengja. AP segir hins vegar að Pont-Sondé sé þegar á yfirráðasvæði Gran Grif og liggur tilefni árásarinnar ekki fyrir. Eins og með mörg önnur gengi í Haítí, var Gran Grif í raun stofnað af þingmanni. Prophane Victor vopnaði hópa manna á svæðinu til að tryggja endurkjör sitt og yfirráð yfir svæðinu, fyrir um áratug. Glæpagengi í Haítí hafa lengi verið studd af mismunandi ráðamönnum og hafa í staðinn stutt þá. Mikil óreiða hefur ríkt í Haítí frá því Jovenel Moise, forseti, var myrtur árið 2021. Mosie var einkar óvinsæll forseti og var sakaður um einræðistilburði. Degi áður en hann dó skipaði hann sinn sjöunda forsætisráðherra á kjörtímabili sínu. Haítí Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Sjá meira
Glæpamenn kveiktu í að minnsta kosti 45 húsum og 34 bílum á götum bæjarins. AP fréttaveitan hefur eftir talskonu hjálparsamtaka að lík liggi á víð og dreif um Pont-Sondé eftir árásina í gær og að margir virðist hafa verið teknir af lífi með skoti í höfuðið. Í yfirlýsingu frá mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna segir að um tíu konur og þrjú ungabörn séu meðal þeirra sem voru myrt. Að minnsta kosti sextán eru sagðir hafa særst. Um er að ræða eitthvað umfangsmesta ódæðið af þessu tagi á þessu svæði í Haítí á undanförnum árum. Árásir sem þessi þykja nokkuð tíðar í Port-au-Prince, höfuðborga Haítí, sem er að mestu stjórnað af glæpagengjum. Yfirleitt tengjast árásirnar baráttu glæpagengja um yfirráðasvæði og beinast þá að íbúum á yfirráðasvæði óvinagengja. AP segir hins vegar að Pont-Sondé sé þegar á yfirráðasvæði Gran Grif og liggur tilefni árásarinnar ekki fyrir. Eins og með mörg önnur gengi í Haítí, var Gran Grif í raun stofnað af þingmanni. Prophane Victor vopnaði hópa manna á svæðinu til að tryggja endurkjör sitt og yfirráð yfir svæðinu, fyrir um áratug. Glæpagengi í Haítí hafa lengi verið studd af mismunandi ráðamönnum og hafa í staðinn stutt þá. Mikil óreiða hefur ríkt í Haítí frá því Jovenel Moise, forseti, var myrtur árið 2021. Mosie var einkar óvinsæll forseti og var sakaður um einræðistilburði. Degi áður en hann dó skipaði hann sinn sjöunda forsætisráðherra á kjörtímabili sínu.
Haítí Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Sjá meira