Minnst sjötíu í valnum eftir árás glæpamanna Samúel Karl Ólason skrifar 4. október 2024 16:22 Fólk á flótta í Haítí. AP Að minnsta kosti sjötíu manns liggja í valnum eftir að glæpamenn sem tilheyra Gran Grif genginu á Haítí gengu berserksgang á götum Pont-Sonde. Glæpamennirnir gengu um bæinn og skutu fólk að virðist af handahófi. Glæpamenn kveiktu í að minnsta kosti 45 húsum og 34 bílum á götum bæjarins. AP fréttaveitan hefur eftir talskonu hjálparsamtaka að lík liggi á víð og dreif um Pont-Sondé eftir árásina í gær og að margir virðist hafa verið teknir af lífi með skoti í höfuðið. Í yfirlýsingu frá mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna segir að um tíu konur og þrjú ungabörn séu meðal þeirra sem voru myrt. Að minnsta kosti sextán eru sagðir hafa særst. Um er að ræða eitthvað umfangsmesta ódæðið af þessu tagi á þessu svæði í Haítí á undanförnum árum. Árásir sem þessi þykja nokkuð tíðar í Port-au-Prince, höfuðborga Haítí, sem er að mestu stjórnað af glæpagengjum. Yfirleitt tengjast árásirnar baráttu glæpagengja um yfirráðasvæði og beinast þá að íbúum á yfirráðasvæði óvinagengja. AP segir hins vegar að Pont-Sondé sé þegar á yfirráðasvæði Gran Grif og liggur tilefni árásarinnar ekki fyrir. Eins og með mörg önnur gengi í Haítí, var Gran Grif í raun stofnað af þingmanni. Prophane Victor vopnaði hópa manna á svæðinu til að tryggja endurkjör sitt og yfirráð yfir svæðinu, fyrir um áratug. Glæpagengi í Haítí hafa lengi verið studd af mismunandi ráðamönnum og hafa í staðinn stutt þá. Mikil óreiða hefur ríkt í Haítí frá því Jovenel Moise, forseti, var myrtur árið 2021. Mosie var einkar óvinsæll forseti og var sakaður um einræðistilburði. Degi áður en hann dó skipaði hann sinn sjöunda forsætisráðherra á kjörtímabili sínu. Haítí Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Sjá meira
Glæpamenn kveiktu í að minnsta kosti 45 húsum og 34 bílum á götum bæjarins. AP fréttaveitan hefur eftir talskonu hjálparsamtaka að lík liggi á víð og dreif um Pont-Sondé eftir árásina í gær og að margir virðist hafa verið teknir af lífi með skoti í höfuðið. Í yfirlýsingu frá mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna segir að um tíu konur og þrjú ungabörn séu meðal þeirra sem voru myrt. Að minnsta kosti sextán eru sagðir hafa særst. Um er að ræða eitthvað umfangsmesta ódæðið af þessu tagi á þessu svæði í Haítí á undanförnum árum. Árásir sem þessi þykja nokkuð tíðar í Port-au-Prince, höfuðborga Haítí, sem er að mestu stjórnað af glæpagengjum. Yfirleitt tengjast árásirnar baráttu glæpagengja um yfirráðasvæði og beinast þá að íbúum á yfirráðasvæði óvinagengja. AP segir hins vegar að Pont-Sondé sé þegar á yfirráðasvæði Gran Grif og liggur tilefni árásarinnar ekki fyrir. Eins og með mörg önnur gengi í Haítí, var Gran Grif í raun stofnað af þingmanni. Prophane Victor vopnaði hópa manna á svæðinu til að tryggja endurkjör sitt og yfirráð yfir svæðinu, fyrir um áratug. Glæpagengi í Haítí hafa lengi verið studd af mismunandi ráðamönnum og hafa í staðinn stutt þá. Mikil óreiða hefur ríkt í Haítí frá því Jovenel Moise, forseti, var myrtur árið 2021. Mosie var einkar óvinsæll forseti og var sakaður um einræðistilburði. Degi áður en hann dó skipaði hann sinn sjöunda forsætisráðherra á kjörtímabili sínu.
Haítí Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Sjá meira