Liðið hefur unnið alla 22 leiki sína, skorað 89 mörk og fengið á sig aðeins sex. Enn eru fjórar umferðir til loka tímabilsins en titillinn er kominn í hús.
Guðrún var á sínum stað í hjarta varnarinnar þegar Rosengård tók á móti Íslendingaliði Kristianstad í dag. Guðný Árnadóttir og Katla Tryggvadóttir voru í byrjunarliði gestanna en Hlín Eiríksdóttir var fjarri góðu gamni.
Hin þýska Rebecca Knaak kom toppliðinu í 1-0 á 19. mínútu og bætti svo við öðru marki sínu á 77. mínútu sem fór í raun langa leið með að tryggja bæði sigurinn og titilinn.
Rosengård tar ledningen och går mot SM-guld – Rebecca Knaak målskytt 💥⚽️ pic.twitter.com/Whel5KaO7z
— Viaplay Fotboll (@ViaplayFotboll) October 4, 2024
Tilda Sanden minnkaði muninn fyrir gestina á 86. mínútu en Rosengård hélt út og gríðarleg fagnaðarlæti brutust út þegar lokaflautið gall.
🏆SVENSKA MÄSTARE 2024🏆 pic.twitter.com/bBwIcVQrJl
— FC Rosengård (@FCRosengard) October 4, 2024
Lokatölur 2-1 og Rosengård sænskur meistari eftir ótrúlegt tímabil. Nú er bara að bíða og sjá hvort þær klári tímabilið með fullt hús stiga eða hvort meistaraþynnkan segi til sín.