„Öllum ljóst að Ölfusárbrú verði að rísa“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. október 2024 19:15 Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra. Vísir/Vilhelm Innviðaráðherra segist vongóð um að hægt verði að klára síðustu skref í átt að verksamningi um Ölfusárbrú á næstu dögum og vikum. Brúin verði að rísa sem allra fyrst. Í kvöldfréttum okkar í gær sagði fulltrúi Vegagerðarinnar allt til reiðu hjá stofnuninni til að skrifa undir verksamning um Ölfusárbrú, sem upphaflega átti að gera í júlí, en beðið væri eftir ráðuneytunum. Innviðaráðherra segist hafa átt í miklum samskiptum við fjármálaráðherra vegna málsins. „Næsta skref er að hitta umhverfis- og samgöngunefnd og fjárlaganefnd þingsins. Það skiptir miklu máli að vera í þéttu samstarfi við þingið um þessi skref. En ég held að okkur sé öllum ljóst að Ölfusárbrú verði að rísa, hana verður að byggja. Þetta er ein mikilvægasta samgönguframkvæmd samtímans. Ég vonast til að við sjáum það hreyfast á næstu dögum og vikum,“ sagði Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Kostnaður við nýja brú er áætlaður um fjórtán milljarðar króna, en hún verður fjármögnuð með veggjöldum, en sérfræðingar ríkisábyrgðarsjóðs efast um að dæmið gangi upp. „Þetta eru útreikningar sem liggja til grundvallar og margar breytur inn í framtíðina bæði er varðar notkun, gjaldtöku og svo framvegis. Það eru ýmis sjónarmið sem þarf að horfa til þar. En við teljum að við höfum leið til að leysa það og munum kynna fyrir nefndum þingsins á næstu dögum.“ Bæjarstjóri Árborgar sagði tafir á framkvæmdinni ekki góðar fyrir sveitarfélagið eða svæðin í kring. „Ég er bara sammála því,“ segir Svandís. „Við eigum ekki að bíða lengur eftir því að byrja að byggja Ölfusárbrú.“ Samgöngur Ný Ölfusárbrú Vegagerð Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Árborg Flóahreppur Tengdar fréttir Vill hætta við nýja brú yfir Ölfusá og spara milljarða króna Bæjarstjóri í Ölfusi leggur til að hætt verði við byggingu nýrrar brúar yfir Ölfusár. Hann leggur til að vegur um Þrengsli verði bættur og Eyrarbakkavegur sveigður suður fyrir Selfoss. Þannig sparist milljarðar króna. 4. október 2024 11:22 Vísar orðum Jóns um nýja Ölfusárbrú á bug Framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni vísar gagnrýni fyrrverandi Samgönguráðherra á fyrirhugaða Ölfusársbrú á bug, og segir Vegagerðina í stellingum til að hefja verkið. Boltinn sé nú hjá ráðherrum ríkisstjórnarinnar. 3. október 2024 22:07 Höfum ekki efni á svona stórkarlalegri Ölfusárbrú Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi samgönguráðherra, segir nýja Ölfusárbrú allt of dýra í þeirri mynd sem hún er áformuð og fullyrðir að hægt sé að smíða einfaldari brú á mun skemmri tíma fyrir þriðjung af kostnaðinum. 2. október 2024 20:20 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Í kvöldfréttum okkar í gær sagði fulltrúi Vegagerðarinnar allt til reiðu hjá stofnuninni til að skrifa undir verksamning um Ölfusárbrú, sem upphaflega átti að gera í júlí, en beðið væri eftir ráðuneytunum. Innviðaráðherra segist hafa átt í miklum samskiptum við fjármálaráðherra vegna málsins. „Næsta skref er að hitta umhverfis- og samgöngunefnd og fjárlaganefnd þingsins. Það skiptir miklu máli að vera í þéttu samstarfi við þingið um þessi skref. En ég held að okkur sé öllum ljóst að Ölfusárbrú verði að rísa, hana verður að byggja. Þetta er ein mikilvægasta samgönguframkvæmd samtímans. Ég vonast til að við sjáum það hreyfast á næstu dögum og vikum,“ sagði Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Kostnaður við nýja brú er áætlaður um fjórtán milljarðar króna, en hún verður fjármögnuð með veggjöldum, en sérfræðingar ríkisábyrgðarsjóðs efast um að dæmið gangi upp. „Þetta eru útreikningar sem liggja til grundvallar og margar breytur inn í framtíðina bæði er varðar notkun, gjaldtöku og svo framvegis. Það eru ýmis sjónarmið sem þarf að horfa til þar. En við teljum að við höfum leið til að leysa það og munum kynna fyrir nefndum þingsins á næstu dögum.“ Bæjarstjóri Árborgar sagði tafir á framkvæmdinni ekki góðar fyrir sveitarfélagið eða svæðin í kring. „Ég er bara sammála því,“ segir Svandís. „Við eigum ekki að bíða lengur eftir því að byrja að byggja Ölfusárbrú.“
Samgöngur Ný Ölfusárbrú Vegagerð Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Árborg Flóahreppur Tengdar fréttir Vill hætta við nýja brú yfir Ölfusá og spara milljarða króna Bæjarstjóri í Ölfusi leggur til að hætt verði við byggingu nýrrar brúar yfir Ölfusár. Hann leggur til að vegur um Þrengsli verði bættur og Eyrarbakkavegur sveigður suður fyrir Selfoss. Þannig sparist milljarðar króna. 4. október 2024 11:22 Vísar orðum Jóns um nýja Ölfusárbrú á bug Framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni vísar gagnrýni fyrrverandi Samgönguráðherra á fyrirhugaða Ölfusársbrú á bug, og segir Vegagerðina í stellingum til að hefja verkið. Boltinn sé nú hjá ráðherrum ríkisstjórnarinnar. 3. október 2024 22:07 Höfum ekki efni á svona stórkarlalegri Ölfusárbrú Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi samgönguráðherra, segir nýja Ölfusárbrú allt of dýra í þeirri mynd sem hún er áformuð og fullyrðir að hægt sé að smíða einfaldari brú á mun skemmri tíma fyrir þriðjung af kostnaðinum. 2. október 2024 20:20 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Vill hætta við nýja brú yfir Ölfusá og spara milljarða króna Bæjarstjóri í Ölfusi leggur til að hætt verði við byggingu nýrrar brúar yfir Ölfusár. Hann leggur til að vegur um Þrengsli verði bættur og Eyrarbakkavegur sveigður suður fyrir Selfoss. Þannig sparist milljarðar króna. 4. október 2024 11:22
Vísar orðum Jóns um nýja Ölfusárbrú á bug Framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni vísar gagnrýni fyrrverandi Samgönguráðherra á fyrirhugaða Ölfusársbrú á bug, og segir Vegagerðina í stellingum til að hefja verkið. Boltinn sé nú hjá ráðherrum ríkisstjórnarinnar. 3. október 2024 22:07
Höfum ekki efni á svona stórkarlalegri Ölfusárbrú Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi samgönguráðherra, segir nýja Ölfusárbrú allt of dýra í þeirri mynd sem hún er áformuð og fullyrðir að hægt sé að smíða einfaldari brú á mun skemmri tíma fyrir þriðjung af kostnaðinum. 2. október 2024 20:20