Einkunnir stórleiksins á Hlíðarenda: Telma og vörn Blika bar af Íþróttadeild Vísis skrifar 5. október 2024 20:25 Telma Ívarsdóttir hlaut gullhanskann fyrir að vera sá markmaður sem fékk á sig fæst mörk í deildinni. Vísir/Diego Breiðablik varð í dag Íslandsmeistari kvenna í fótbolta eftir markalaust jafntefli við Val á Hlíðarenda. Um var að ræða hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Ekkert mark var skorað á Hlíðarenda og var það öruggri frammistöðu Telmu Ívarsdóttur að þakka í marki Blika sem og varnarlínu liðsins. Dugði það til að halda markinu hreinu og tryggja að titillinn endaði í Kópavogi að þessu sinni. Hér að neðan má sjá einkunnir íþróttadeildar Vísis frá Hlíðarenda. Breiðablik Telma Ívarsdóttir - 8 Var öryggið uppmálað í markinu allan tímann og greip vel inn í þegar á þurfti að halda. Í pressu Valskvenna undir lokin sýndi Telma styrk sinn og veitti Blikavörninni aukinn kraft Barbára Sól Gísladóttir - 7 Líkt og öll vörn Blika var Barbára öflug í hægri bakverðinum og spilaði vel varnarlega Ásta Eir Árnadóttir - 8 Leiðtogi Breiðabliks á vellinum og steig ekki feilspor í leiknum. Stýrði vörninni eins og herforingi og sýndi mikilvægi sitt í hvívetna. Elín Helena Karlsdóttir - 7 Spilaði vel í vörn Breiðabliks og hélt öflugum sóknarmönnum Vals í skefjum ásamt stöllum sínum í vörninni. Kristín Dís Árnadóttir - 7 Virkaði aðeins óörugg í byrjun en vann á þegar leið á leikinn. Fín frammistaða í heildina. Heiða Ragney Viðarsdóttir - 8 Spilaði feykilega vel á miðri miðjunni og braut ófáar sóknir Valsliðsins á bak aftur. Kom boltanum oftast í fætur samherja og var afar öflug í sterku Blikaliði. Andrea Rut Bjarnadóttir - 6 Var dugleg og vann mikilvæga vinnu á miðjunni. Komst ekki alveg í takt við leikinn sóknarlega og var tekin af velli á 77. mínútu Samantha Smith - 6 Hefur komið af gríðarlegum krafti í lið Breiðabliks og dúndrað inn mörkum síðan hún kom til liðsins í ágúst. Var ógnandi í fyrri hálfleik í dag en var annars daufari en vanalega. Agla María Albertsdóttir - 7 Var afar dugleg og hljóp á við tvo. Fékk gott færi í seinni hálfleiknum en skaut framhjá markinu. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir - 6 Var dugleg og hljóp mikið. Gekk á köflum brösuglega að koma boltanum á samherja en vann mikilvæga vinnu í framlínunni. Katrín Ásbjörnsdóttir - 6 Fékk besta færi Blika þegar hún átti skalla sem bjargað var á marklínu. Fór meidd af velli í síðari hálfleik og virtust meiðslin alvarleg. Tók þátt í fagnarlátum Blika á öðrum fætinum og verður vonandi komin aftur í slaginn sem fyrst. Varamenn Breiðabliks Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir (kom inn á 77. mínútu) - spilaði of lítið til að fá einkunn Birta Georgsdóttir (kom inn á 77. mínútu) - spilaði of lítið til að fá einkunn Margrét Lea Gísladóttir (kom inn á 96. mínútu) - spilaði of lítið til að fá einkunn Valur Fanney Inga Birkisdóttir - 7 Spilaði vel og var traust í markinu. Greip inn í þegar á þurfti að halda og heildarframmistaðan fín Hailey Whitaker - 6 Spilaði ágætlega í hægri bakverðinum og tók töluverðan þátt í sóknarleiknum. Var traust varnarlega en sóknarlega kom lítið út úr því sem var reynt. Lillý Rut Hlynsdóttir - 7 Ekkert út á frammistöðu hennar að setja. Myndar feykisterkt miðvarðapar með Natasha Anasi. Natasha Anasi - 7 Landsliðsmiðvörðurinn átti fínan leik og Blikar sköpuðu sér fá opin færi. Var hent í framlínuna undir lokin en það skilaði litlu. Anna Rakel Pétursdóttir - 7 Spilaði ágætlega í vinstri bakverðinum og átti góðar hornspyrnur sem sköpuðu usla. Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir - 6 Byrjaði á vinstri kantinum en færði sig svo yfir á þann hægri. Komst ekki nægilega vel í takt við leikinn en fékk ágætt færi í fyrri hálfleik þegar hún skaut hátt yfir markið. Katie Cousins - 7 Var vafi á því hvort hún yrði leikfær. Spilaði allan leikinn og sýndi að hún er tæknilega afar góð. Dreifði spilinu ágætlega en sóknarleikur Vals var ekki nægilega beittur í dag. Berglind Rós Ágústsdóttir - 6 Lykilmaður á miðjunni en líkt og aðrir leikmenn Vals tókst henni ekki nægilega vel að skapa færi í sókninni. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir - 6 Komst ekki nægilega vel í takt við leikinn eftir gott tímabil í sumar. Var tekin af velli á 68. mínútu Fanndís Friðriksdóttir - 6 Var töluvert í boltanum og en leið fyrir að sóknarleikur Vals var ekki nægilega góður. Fékk besta færi Vals á lokasekúndunum en skaut framhjá úr góðu færi. Jasmín Erla Ingadóttir - 6 Komst ekki í takt við leikinn og fékk fá færi. Varamenn Vals Ísabella Sara Tryggvadóttir (kom inn á 69. mínútu) - 7 Kom inn af ágætum krafti og virkaði frísk. Komst í ágætar stöður sem urðu þó ekki að nægilega góðum færum. Berglind Björg Þorvaldsdótrir (kom inn á 69. mínútu) - 6 Var lítið í boltanum og setti lítinn svip á leikinn. Besta deild kvenna Valur Breiðablik Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Ekkert mark var skorað á Hlíðarenda og var það öruggri frammistöðu Telmu Ívarsdóttur að þakka í marki Blika sem og varnarlínu liðsins. Dugði það til að halda markinu hreinu og tryggja að titillinn endaði í Kópavogi að þessu sinni. Hér að neðan má sjá einkunnir íþróttadeildar Vísis frá Hlíðarenda. Breiðablik Telma Ívarsdóttir - 8 Var öryggið uppmálað í markinu allan tímann og greip vel inn í þegar á þurfti að halda. Í pressu Valskvenna undir lokin sýndi Telma styrk sinn og veitti Blikavörninni aukinn kraft Barbára Sól Gísladóttir - 7 Líkt og öll vörn Blika var Barbára öflug í hægri bakverðinum og spilaði vel varnarlega Ásta Eir Árnadóttir - 8 Leiðtogi Breiðabliks á vellinum og steig ekki feilspor í leiknum. Stýrði vörninni eins og herforingi og sýndi mikilvægi sitt í hvívetna. Elín Helena Karlsdóttir - 7 Spilaði vel í vörn Breiðabliks og hélt öflugum sóknarmönnum Vals í skefjum ásamt stöllum sínum í vörninni. Kristín Dís Árnadóttir - 7 Virkaði aðeins óörugg í byrjun en vann á þegar leið á leikinn. Fín frammistaða í heildina. Heiða Ragney Viðarsdóttir - 8 Spilaði feykilega vel á miðri miðjunni og braut ófáar sóknir Valsliðsins á bak aftur. Kom boltanum oftast í fætur samherja og var afar öflug í sterku Blikaliði. Andrea Rut Bjarnadóttir - 6 Var dugleg og vann mikilvæga vinnu á miðjunni. Komst ekki alveg í takt við leikinn sóknarlega og var tekin af velli á 77. mínútu Samantha Smith - 6 Hefur komið af gríðarlegum krafti í lið Breiðabliks og dúndrað inn mörkum síðan hún kom til liðsins í ágúst. Var ógnandi í fyrri hálfleik í dag en var annars daufari en vanalega. Agla María Albertsdóttir - 7 Var afar dugleg og hljóp á við tvo. Fékk gott færi í seinni hálfleiknum en skaut framhjá markinu. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir - 6 Var dugleg og hljóp mikið. Gekk á köflum brösuglega að koma boltanum á samherja en vann mikilvæga vinnu í framlínunni. Katrín Ásbjörnsdóttir - 6 Fékk besta færi Blika þegar hún átti skalla sem bjargað var á marklínu. Fór meidd af velli í síðari hálfleik og virtust meiðslin alvarleg. Tók þátt í fagnarlátum Blika á öðrum fætinum og verður vonandi komin aftur í slaginn sem fyrst. Varamenn Breiðabliks Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir (kom inn á 77. mínútu) - spilaði of lítið til að fá einkunn Birta Georgsdóttir (kom inn á 77. mínútu) - spilaði of lítið til að fá einkunn Margrét Lea Gísladóttir (kom inn á 96. mínútu) - spilaði of lítið til að fá einkunn Valur Fanney Inga Birkisdóttir - 7 Spilaði vel og var traust í markinu. Greip inn í þegar á þurfti að halda og heildarframmistaðan fín Hailey Whitaker - 6 Spilaði ágætlega í hægri bakverðinum og tók töluverðan þátt í sóknarleiknum. Var traust varnarlega en sóknarlega kom lítið út úr því sem var reynt. Lillý Rut Hlynsdóttir - 7 Ekkert út á frammistöðu hennar að setja. Myndar feykisterkt miðvarðapar með Natasha Anasi. Natasha Anasi - 7 Landsliðsmiðvörðurinn átti fínan leik og Blikar sköpuðu sér fá opin færi. Var hent í framlínuna undir lokin en það skilaði litlu. Anna Rakel Pétursdóttir - 7 Spilaði ágætlega í vinstri bakverðinum og átti góðar hornspyrnur sem sköpuðu usla. Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir - 6 Byrjaði á vinstri kantinum en færði sig svo yfir á þann hægri. Komst ekki nægilega vel í takt við leikinn en fékk ágætt færi í fyrri hálfleik þegar hún skaut hátt yfir markið. Katie Cousins - 7 Var vafi á því hvort hún yrði leikfær. Spilaði allan leikinn og sýndi að hún er tæknilega afar góð. Dreifði spilinu ágætlega en sóknarleikur Vals var ekki nægilega beittur í dag. Berglind Rós Ágústsdóttir - 6 Lykilmaður á miðjunni en líkt og aðrir leikmenn Vals tókst henni ekki nægilega vel að skapa færi í sókninni. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir - 6 Komst ekki nægilega vel í takt við leikinn eftir gott tímabil í sumar. Var tekin af velli á 68. mínútu Fanndís Friðriksdóttir - 6 Var töluvert í boltanum og en leið fyrir að sóknarleikur Vals var ekki nægilega góður. Fékk besta færi Vals á lokasekúndunum en skaut framhjá úr góðu færi. Jasmín Erla Ingadóttir - 6 Komst ekki í takt við leikinn og fékk fá færi. Varamenn Vals Ísabella Sara Tryggvadóttir (kom inn á 69. mínútu) - 7 Kom inn af ágætum krafti og virkaði frísk. Komst í ágætar stöður sem urðu þó ekki að nægilega góðum færum. Berglind Björg Þorvaldsdótrir (kom inn á 69. mínútu) - 6 Var lítið í boltanum og setti lítinn svip á leikinn.
Besta deild kvenna Valur Breiðablik Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki