Vaknar Árbærinn aftur? Valur Páll Eiríksson skrifar 6. október 2024 12:04 Fylkismenn unnu 2-0 sigur í Kórnum fyrr í sumar. Vísir/Diego Fylkir berst fyrir tilverurétti sínum í Bestu deild karla er liðið sækir HK heim í Kórinn seinni partinn í dag. Fylkir vermir botnsæti deildarinnar, líkt og það hefur gert undanfarnar vikur. Liðið hefur ekki fagnað sigri síðan 18. ágúst og aðeins fengið eitt stig úr síðustu fimm leikjum. Sigur Vestra á Fram í gær þýðir að Vestanmenn eru með 25 stig, ásamt KR, í neðstu sætunum fyrir ofan fallsvæðið á meðan Fylkir er með 17 stig á botninum. Fylkir á aðeins þrjá leiki eftir óspilaða, við HK í Kórnum klukkan 17:00 í dag, við KR í Árbæ 20. október og á útivelli við Vestra í lokaumferðinni 26. ágúst. Níu stig eru í pottinum fyrir Árbæinga og átta stig upp í Vestra og KR. Því er ljóst að allir þrír leikirnir þurfa að vinnast og þá þarf Fylkir enn fremur að treysta á að Vestri eða KR tapi öllum sínum leikjum til að eiga möguleika á að komast upp fyrir annað hvort þeirra. Það veitir Fylkismönnum ef til vill einhverja von að síðasti sigur liðsins í deildinni kom einmitt gegn HK í Kórnum. Það var sterkur 2-0 sigur þar sem Árbæingar léku manni færri stóran hluta leiks. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, talaði um það eftir sigurinn í Kórnum að Árbærinn væri vaknaður. Síðan þá hafa frekar verið andvökumerki á þeim appelsínugulu síðan en spurning hvort þeir mæti vel úthvíldir til leiks og geti á ótrúlegan hátt haldið sér uppi í deild þeirra bestu. HK þarf jafn mikið á þremur stigum að halda en þeir rauðklæddu úr Kópavogi eru með 21 stig í efra fallsætinu og þurfa því þrjú stig til að halda í við KR og Vestra. Fylkir og HK mætast klukkan 17:00 í Kórnum og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 BD. Leikurinn er einn fimm leikja sem fara fram í dag en allir verða þeir á Sportrásunum áður en þeir verða gerðir upp í Ísey tilþrifunum beint í kjölfar stórleiks Breiðabliks og Vals í kvöld. Leikir dagsins í Bestu deild karla Efri hluti: 14:00 ÍA - FH (Stöð 2 Sport 5) 17:00 Víkingur - Stjarnan (Stöð 2 Sport) 19:15 Breiðablik - Valur (Stöð 2 Sport) 21:20 Ísey tilþrifin (Stöð 2 Sport) Neðri hluti: 14:00 KA - KR (Stöð 2 Sport) 17:00 HK - Fylkir (Stöð 2 BD) Fylkir HK Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Sjá meira
Fylkir vermir botnsæti deildarinnar, líkt og það hefur gert undanfarnar vikur. Liðið hefur ekki fagnað sigri síðan 18. ágúst og aðeins fengið eitt stig úr síðustu fimm leikjum. Sigur Vestra á Fram í gær þýðir að Vestanmenn eru með 25 stig, ásamt KR, í neðstu sætunum fyrir ofan fallsvæðið á meðan Fylkir er með 17 stig á botninum. Fylkir á aðeins þrjá leiki eftir óspilaða, við HK í Kórnum klukkan 17:00 í dag, við KR í Árbæ 20. október og á útivelli við Vestra í lokaumferðinni 26. ágúst. Níu stig eru í pottinum fyrir Árbæinga og átta stig upp í Vestra og KR. Því er ljóst að allir þrír leikirnir þurfa að vinnast og þá þarf Fylkir enn fremur að treysta á að Vestri eða KR tapi öllum sínum leikjum til að eiga möguleika á að komast upp fyrir annað hvort þeirra. Það veitir Fylkismönnum ef til vill einhverja von að síðasti sigur liðsins í deildinni kom einmitt gegn HK í Kórnum. Það var sterkur 2-0 sigur þar sem Árbæingar léku manni færri stóran hluta leiks. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, talaði um það eftir sigurinn í Kórnum að Árbærinn væri vaknaður. Síðan þá hafa frekar verið andvökumerki á þeim appelsínugulu síðan en spurning hvort þeir mæti vel úthvíldir til leiks og geti á ótrúlegan hátt haldið sér uppi í deild þeirra bestu. HK þarf jafn mikið á þremur stigum að halda en þeir rauðklæddu úr Kópavogi eru með 21 stig í efra fallsætinu og þurfa því þrjú stig til að halda í við KR og Vestra. Fylkir og HK mætast klukkan 17:00 í Kórnum og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 BD. Leikurinn er einn fimm leikja sem fara fram í dag en allir verða þeir á Sportrásunum áður en þeir verða gerðir upp í Ísey tilþrifunum beint í kjölfar stórleiks Breiðabliks og Vals í kvöld. Leikir dagsins í Bestu deild karla Efri hluti: 14:00 ÍA - FH (Stöð 2 Sport 5) 17:00 Víkingur - Stjarnan (Stöð 2 Sport) 19:15 Breiðablik - Valur (Stöð 2 Sport) 21:20 Ísey tilþrifin (Stöð 2 Sport) Neðri hluti: 14:00 KA - KR (Stöð 2 Sport) 17:00 HK - Fylkir (Stöð 2 BD)
Leikir dagsins í Bestu deild karla Efri hluti: 14:00 ÍA - FH (Stöð 2 Sport 5) 17:00 Víkingur - Stjarnan (Stöð 2 Sport) 19:15 Breiðablik - Valur (Stöð 2 Sport) 21:20 Ísey tilþrifin (Stöð 2 Sport) Neðri hluti: 14:00 KA - KR (Stöð 2 Sport) 17:00 HK - Fylkir (Stöð 2 BD)
Fylkir HK Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn