Nóg af heitu vatni á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. október 2024 13:07 Sveinn Ægir Birgisson, formaður Eigna og veitunefndar Árborgar, sem er að sjálfsögðu kampakátur með allt heita vatnið, sem hefur fundist á Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Selfyssingar hafa dottið í lukkupottinn þegar heitt vatn er annars vegar því mikið af heitu vatni hefur verið að finnast í nokkrum borholum í bæjarfélaginu. Vatnið kemur sér einstaklega vel þar sem íbúum fjölgar mjög hratt á Selfossi. Það hefur verið vandræða ástand með heita vatnið á Selfossi síðustu ár og oft hefur þurft að loka Sundhöll Selfoss vegna skorts á heitu vatn yfir vetrartímann og íbúar hafa verið beðnir að fara mjög sparlega með heita vatnið. En nú er allt annað upp á teningnum, heitt vatn hefur verið að finnast á Selfossi eftir boranir á nokkrum stöðum, sem Selfossveitur hafa staðið fyrir. Nýlega var nýjast vinnsluholan vígð formlega, ásamt dæluhúsi en holan kallast SE – 40. „Sem er 30 sekúndulítra hitaveituhola, sem er að gefa um 85 gráðu heitt vatn,“ segir Sveinn Ægir Birgisson, formaður Eigna og veitunefndar Árborgar og bætir við. „Það er mjög vel gert og þetta er að auka afköstin um svona 10% hjá Selfossveitum. Þetta var fyrsta holan, sem við fundum heitt vatn hér innanbæjar á Selfossi en við höfum fundið tvær aðrar núna á seinasta ári,“ segir Sveinn Ægir. Sveinn Ægir, ásamt Guðlaugi Þór, ráðherra, Braga Bjarnasyni, bæjarstjóra í Árborg og Álfheiði Eymarsdsdóttir, varaformanni Eigna- og veitunefndar þegar nýjasta vígsluholan og dæluhúsið var vígt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hverju breytir þetta? „Við getum haldið áfram að byggja en við getum ekki hætt að leita að vatni, við verðum að halda áfram að leita af vatni til að halda uppbyggingunni áfram.“ Sveinn Ægir segir mjög dýrt fyrir Selfossveitur að bora eftir heitu vatni en þegar það gengur svona vel að finna vatn þá séu allir glaðir. „Nú erum við náttúrulega góð næstu árin en við þurfum að halda áfram að finna heitt vatn af því að það má ekki hætta orkuöflun, aldrei, við munum halda áfram að reyna að finna heitt vatn til að byggja hér upp blómlegt atvinnulíf og íbúðabyggðir,“ segir Sveinn Ægir. Nýja dæluhúsið fellur vel inn í landslagið og er snyrtilegt og vel frágengið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Vatn Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Það hefur verið vandræða ástand með heita vatnið á Selfossi síðustu ár og oft hefur þurft að loka Sundhöll Selfoss vegna skorts á heitu vatn yfir vetrartímann og íbúar hafa verið beðnir að fara mjög sparlega með heita vatnið. En nú er allt annað upp á teningnum, heitt vatn hefur verið að finnast á Selfossi eftir boranir á nokkrum stöðum, sem Selfossveitur hafa staðið fyrir. Nýlega var nýjast vinnsluholan vígð formlega, ásamt dæluhúsi en holan kallast SE – 40. „Sem er 30 sekúndulítra hitaveituhola, sem er að gefa um 85 gráðu heitt vatn,“ segir Sveinn Ægir Birgisson, formaður Eigna og veitunefndar Árborgar og bætir við. „Það er mjög vel gert og þetta er að auka afköstin um svona 10% hjá Selfossveitum. Þetta var fyrsta holan, sem við fundum heitt vatn hér innanbæjar á Selfossi en við höfum fundið tvær aðrar núna á seinasta ári,“ segir Sveinn Ægir. Sveinn Ægir, ásamt Guðlaugi Þór, ráðherra, Braga Bjarnasyni, bæjarstjóra í Árborg og Álfheiði Eymarsdsdóttir, varaformanni Eigna- og veitunefndar þegar nýjasta vígsluholan og dæluhúsið var vígt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hverju breytir þetta? „Við getum haldið áfram að byggja en við getum ekki hætt að leita að vatni, við verðum að halda áfram að leita af vatni til að halda uppbyggingunni áfram.“ Sveinn Ægir segir mjög dýrt fyrir Selfossveitur að bora eftir heitu vatni en þegar það gengur svona vel að finna vatn þá séu allir glaðir. „Nú erum við náttúrulega góð næstu árin en við þurfum að halda áfram að finna heitt vatn af því að það má ekki hætta orkuöflun, aldrei, við munum halda áfram að reyna að finna heitt vatn til að byggja hér upp blómlegt atvinnulíf og íbúðabyggðir,“ segir Sveinn Ægir. Nýja dæluhúsið fellur vel inn í landslagið og er snyrtilegt og vel frágengið.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Vatn Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira