Handbolti

Arnór lét til sín taka í þriðja sigri Fredericia í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnór Viðarsson skoraði fjögur mörk gegn Nordsjælland.
Arnór Viðarsson skoraði fjögur mörk gegn Nordsjælland. vísir/hulda margrét

Fredericia, sem Guðmundur Guðmundsson stýrir, vann öruggan sigur á Nordsjælland, 32-23, í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Þetta var þriðji sigur Fredericia í röð en liðið er í 3. sæti deildarinnar með átta stig eftir sex leiki.

Varnarleikur Fredericia var gríðarlega öflugur í leiknum í dag. Liðið fékk aðeins átta mörk á sig í fyrri hálfleik og var þremur mörkum yfir að honum loknum, 11-8.

Strákarnir hans Guðmundar gáfu enn frekar í eftir hlé og unnu á endanum sannfærandi níu marka sigur, 32-23.

Arnór Viðarsson skoraði fjögur mörk fyrir Fredericia og Einar Þorsteinn Ólafsson eitt. Besti maður liðsins var markvörðurinn Thorsten Fries sem varði fimmtán skot (45,5 prósent). Reinier Taboada var markahæstur heimamanna með sjö mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×