Lést 26 ára gamall eftir baráttu við áfengi og þunglyndi Sindri Sverrisson skrifar 7. október 2024 12:36 Kipyegon Bett með landa sínum Willy Kiplimo Tarbei eftir að þeir komu í mark í 800 metra hlaupi á HM U20 í júlí 2016. Getty/Adam Nurkiewicz Keníumaðurinn Kipyegon Bett er látinn, aðeins 26 ára að aldri, eftir skamma baráttu við veikindi. Bett var frjálsíþróttamaður og sérhæfði sig í 800 metra hlaupi. Hann vann til gullverðlauna í þeirri grein á heimsmeistaramóti 20 ára og yngri í Póllandi árið 2016. Ári síðar vann hann svo til bronsverðlauna í sömu grein, á HM fullorðinna í London. Hann féll hins vegar á lyfjaprófi árið 2018 og var þá dæmdur í fjögurra ára bann, og náði sér aldrei almennilega á strik eftir að banninu lauk. Bett lést í heimaborg sinni Bomet í Kenía. Bað pabba um að biðja fyrir sér „Hann var búinn að vera veikur og hafði kvartað undan verk í maga í um það bil mánuð. Læknarnir sögðu að hann hefði glímt við lifrarvandamál og verið inn og út af sjúkrahúsi,“ sagði systir Bett, hindrunarhlaupakonan Purity Kirui, við BBC. „Í síðustu viku fórum við með hann á spítala eftir að hann fór að æla blóði, og hann var lagður inn. Ég fór að sjá hann [á sunnudagsmorgun] og hann sagðist finna fyrir sársauka. Hann bað pabba okkar, sem er prestur, um að biðja fyrir sér því honum leið eins og að hann myndi ekki lifa þetta af, og rétt eftir hádegi lést hann. Við reyndum allt til að bjarga honum en hann var farinn. Þetta var mjög sársaukafullt,“ sagði systirin. Barnaba Korir, formaður frjálsíþróttasambands Kenía, sagði Bett hafa verið einn hæfileikaríkasta 800 metra hlaupara heimsins en auk þess „kurteisan, hæglátan og afskaplega vingjarnlegan“ íþróttamann. Ofdrykkja og þunglyndi eftir dóminn Kirui segir Bett hafa þolað það afar illa að vera dæmdur í fjögurra ára bann en hann var aðeins tvítugur þegar hann varð uppvís að notkun rauðkornavaka (e. EPO). „Þegar Kipyegon var settur í bann byrjaði hann að drekka mikið, borðaði illa og glímdi við þunglyndi. Við reyndum að fá hann til að hætta að drekka en alltaf þegar við reyndum að koma honum í meðferð þá hvarf hann af heimili sínu dögum saman,“ sagði Kirui. Bett, sem var einn af sex systkinum, náði sér aldrei á strik aftur eftir að banni hans lauk. Sjötíu í bann á síðustu þremur árum Samkvæmt frétt BBC hefur Kenía lagt mikla áherslu á að berjast gegn ólöglegri notkun lyfja, eftir Ólympíuleikana í Ríó 2016, en sjötíu íþróttamenn landsins hafa á síðustu þremur árum fengið bann vegna lyfjanotkunar. „Notkun ólöglegra lyfja endar alltaf með ósköpum, sérstaklega fyrir ungan og óreyndan mann,“ sagði Korir, fyrrnefndur formaður frjálsíþróttasambands Kenía. „Við vildum óska þess að þeir sem að kynna ungar sálir fyrir svona illvirkjum myndu skilja hvaða áhrif þau hafa og þann sálræna skaða sem þau valda, jafnvel þó að menn verði ekki gripnir,“ sagði Korir. Frjálsar íþróttir Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Í beinni: Las Palmas - Barcelona | Börsungar gætu styrkt stöðu sína á Íslendingaslóðum Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Sjá meira
Bett var frjálsíþróttamaður og sérhæfði sig í 800 metra hlaupi. Hann vann til gullverðlauna í þeirri grein á heimsmeistaramóti 20 ára og yngri í Póllandi árið 2016. Ári síðar vann hann svo til bronsverðlauna í sömu grein, á HM fullorðinna í London. Hann féll hins vegar á lyfjaprófi árið 2018 og var þá dæmdur í fjögurra ára bann, og náði sér aldrei almennilega á strik eftir að banninu lauk. Bett lést í heimaborg sinni Bomet í Kenía. Bað pabba um að biðja fyrir sér „Hann var búinn að vera veikur og hafði kvartað undan verk í maga í um það bil mánuð. Læknarnir sögðu að hann hefði glímt við lifrarvandamál og verið inn og út af sjúkrahúsi,“ sagði systir Bett, hindrunarhlaupakonan Purity Kirui, við BBC. „Í síðustu viku fórum við með hann á spítala eftir að hann fór að æla blóði, og hann var lagður inn. Ég fór að sjá hann [á sunnudagsmorgun] og hann sagðist finna fyrir sársauka. Hann bað pabba okkar, sem er prestur, um að biðja fyrir sér því honum leið eins og að hann myndi ekki lifa þetta af, og rétt eftir hádegi lést hann. Við reyndum allt til að bjarga honum en hann var farinn. Þetta var mjög sársaukafullt,“ sagði systirin. Barnaba Korir, formaður frjálsíþróttasambands Kenía, sagði Bett hafa verið einn hæfileikaríkasta 800 metra hlaupara heimsins en auk þess „kurteisan, hæglátan og afskaplega vingjarnlegan“ íþróttamann. Ofdrykkja og þunglyndi eftir dóminn Kirui segir Bett hafa þolað það afar illa að vera dæmdur í fjögurra ára bann en hann var aðeins tvítugur þegar hann varð uppvís að notkun rauðkornavaka (e. EPO). „Þegar Kipyegon var settur í bann byrjaði hann að drekka mikið, borðaði illa og glímdi við þunglyndi. Við reyndum að fá hann til að hætta að drekka en alltaf þegar við reyndum að koma honum í meðferð þá hvarf hann af heimili sínu dögum saman,“ sagði Kirui. Bett, sem var einn af sex systkinum, náði sér aldrei á strik aftur eftir að banni hans lauk. Sjötíu í bann á síðustu þremur árum Samkvæmt frétt BBC hefur Kenía lagt mikla áherslu á að berjast gegn ólöglegri notkun lyfja, eftir Ólympíuleikana í Ríó 2016, en sjötíu íþróttamenn landsins hafa á síðustu þremur árum fengið bann vegna lyfjanotkunar. „Notkun ólöglegra lyfja endar alltaf með ósköpum, sérstaklega fyrir ungan og óreyndan mann,“ sagði Korir, fyrrnefndur formaður frjálsíþróttasambands Kenía. „Við vildum óska þess að þeir sem að kynna ungar sálir fyrir svona illvirkjum myndu skilja hvaða áhrif þau hafa og þann sálræna skaða sem þau valda, jafnvel þó að menn verði ekki gripnir,“ sagði Korir.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Í beinni: Las Palmas - Barcelona | Börsungar gætu styrkt stöðu sína á Íslendingaslóðum Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti