Lífið

Fylgst með tíma­skeiði í lífi konu sem greinist með krabba­mein

Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar
Boðskapur Bleiku slaufunnar í ár er „Þú breytir öllu”, sem vísar til þess hve stuðningur aðstandenda og samfélagsins alls sé mikilvægur í baráttunni við krabbamein.
Boðskapur Bleiku slaufunnar í ár er „Þú breytir öllu”, sem vísar til þess hve stuðningur aðstandenda og samfélagsins alls sé mikilvægur í baráttunni við krabbamein. Axel Sig

Ný sjónvarpsauglýsing fyrir Bleiku slaufuna 2024 var frumsýnd um helgina. Bleika slauf­an er árlegt átaksverkefni Krabbameins­félagsins, til­einkað bar­átt­unni gegn krabba­mein­um hjá kon­um. Auglýsingar Bleiku slaufunnar hafa vakið verðskuldaða athygli í gegnum árin og snert hugi og hjörtu fólks, enda mikið í þær lagt.

Auglýsingin nú í ár er engin undantekning en þar fylgjumst við með tímaskeiði í lífi konu sem greinist með krabbamein. 

Við sjáum hvernig hennar nánasta fólk styður hana með stórum og litlum gjörðum í gegnum þessa erfiðu og krefjandi reynslu. Jóna Guðrún Jónsdóttir, leikkona og aðjúnkt í leiklist hjá Háskóla Íslands fer með aðalhlutverkið í auglýsingunni.

Boðskapur Bleiku slaufunnar í ár er „Þú breytir öllu”, sem vísar til þess hve stuðningur aðstandenda og samfélagsins alls sé mikilvægur í baráttunni við krabbamein.

Allur stuðningur skiptir máli

Hlutverk aðstandenda getur skipt sköpum fyrir batahorfur og lífsgæði þeirra sem sem glíma við krabbamein. Á sama tíma getur hlutverk aðstandandans verið afar krefjandi. Með yfirskriftinni vill Krabbameinsfélagið vekja athygli á því að allur stuðningur, stór eða smár gerir gagn.

Sala á Bleiku slaufunni stendur nú yfir og allur ágóði sölunnar rennur til rannsókna-, fræðslu- og stuðningsstarf Krabbameinsfélagsins. Sigríður Soffía Níelsdóttir, danshöfundur og hönnuður hannaði Bleiku slaufuna í ár.

Auglýsingin var gerð af auglýsingastofunni Tvist. Framleiðsla og kvikmyndataka var á vegum framleiðslufyrirtækisins Norður. Álfheiður Marta Kjartansdóttir leikstýrði.


Tengdar fréttir

Þú breytir öllu

Í dag hefst sala Bleiku slaufunnar og þar með árleg fjáröflun og vitundarvakning Krabbameinsfélagsins um krabbamein hjá konum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×