Er fólk ungt eða gamalt? Halldór S. Guðmundsson, Sigurveig H. Sigurðardóttir og Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifa 9. október 2024 08:03 Viðhorf og flokkun fólks í unga og gamla, endurspeglast í daglegum samskiptum fólks og líka hvernig við lítum á okkur sjálf. Eitt af því áhugaverða við almenn viðhorf gagnvart aldri, er að þau lýsa ekki aðeins afstöðu til einhvers annars – heldur gjarnan líka óttanum sem við sjálf erum að kljást við gagnvart öldrun og eldra fólki. Niðurstöður evrópskra rannsókna benda til að almenningur í Evrópu telji að yngri hluta æviskeiðsins ljúki milli þrítugs og fimmtugs og að gamals - aldur hefjist einhvern tíma á milli 51-66 ára. Upp úr fimmtugu verður fólk svo oftlega vart við aldursfordóma sem endurspeglast í aðgreiningu sem kemur fram í hugsun, væntingum, orðum og framkomu. Sérstaða aldurstengdra fordóma er að þeir snúa ekki bara að „öðru fólki eða hinum“, heldur varða okkur sjálf. Afstaðan byggir gjarnan á undirliggjandi ótta við að verða gamall, þó svo allflestir sjái fyrir sér eða óski sér þess að lifa lengi og helst til hárrar og heilbrigðrar elli. Þessar tvær hliðar aldursfordóma eru sérstakar, því iðulega snúast fordómar okkar og staðalmyndir um að aðgreina okkur frá tilteknum hópi eða samfélagi sem við sjáum ekki fyrir okkur að tilheyra eða verða hluti af. En það á ekki við um aldur og aldursfordóma – við eldumst og verðum því innan tíðar hluti af hópnum sem aldursfordómarnir beinast að. Í dag 9. október er dagur vitundarvakningar um aldurfordóma og hvatt er til að hvert og eitt og við sem samfélag, veitum staðalímyndum og aldurstengdum fordómum okkar sérstaka athygli. Aldursfordómar eða það sem líka er kallað aldurshyggja, vísar til staðalímynda (hvernig við hugsum), fordóma (hvernig okkur líður) og mismununar (hvernig við hegðum okkur) gagnvart öðrum eða sjálfum okkur á grundvelli aldurs. Hvers vegna að vinna gegn aldursfordómum? Jú af því aldursfordómar eru meiðandi og skaðlegir fyrir líkamlega, andlega og félagslega heilsu fólks, hafa neikvæð áhrif á sjálfsmynd þess, auka útgjöld samfélagsins til heilbrigðis- og félagsmála, ýta undir einmanaleika og skerða lífsgæði og líftíma einstaklinga. Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar er eitt af fjórum áhersluatriðum áratugarins um heilbrigða öldrun 2020-2030, að vinna gegn aldursfordómum. Hér á landi felur það meðal annars í sér breyttar samfélagslegar áherslur í þjónustu við eldra fólk, aldursvænna samfélag og jafnvel afnám ýmissa lagaákvæða og reglna sem skerða réttindi og mannvirðingu eldra fólks. Í stað umræðu út frá veikleikum og kostnaði, þarf að tala út frá styrkleikum og heilbrigði eldra fólks og framlags þess til samfélagsins og menningarlífs og stuðnings milli kynslóðanna. Horfa skuli til styrkleika, og þátttöku, endurmeta hugsun og hegðun okkar og hvetja til virkni og samfélagslegs ávinnings af reynslumiklu fólki sem býr flest við góða heilsu. Ágæti lesandi, hvort sem þú er ungur eða gamall – vandaðu orð þín, hugsun og athafnir - því allt snýst það um hvernig þér líður og muni líða í framtíðinni. Halldór S. GuðmundssonSigurveig H. SigurðardóttirSirrý Sif Sigurlaugardóttir Höfundar er allir félagsráðgjafar og starfandi við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Viðhorf og flokkun fólks í unga og gamla, endurspeglast í daglegum samskiptum fólks og líka hvernig við lítum á okkur sjálf. Eitt af því áhugaverða við almenn viðhorf gagnvart aldri, er að þau lýsa ekki aðeins afstöðu til einhvers annars – heldur gjarnan líka óttanum sem við sjálf erum að kljást við gagnvart öldrun og eldra fólki. Niðurstöður evrópskra rannsókna benda til að almenningur í Evrópu telji að yngri hluta æviskeiðsins ljúki milli þrítugs og fimmtugs og að gamals - aldur hefjist einhvern tíma á milli 51-66 ára. Upp úr fimmtugu verður fólk svo oftlega vart við aldursfordóma sem endurspeglast í aðgreiningu sem kemur fram í hugsun, væntingum, orðum og framkomu. Sérstaða aldurstengdra fordóma er að þeir snúa ekki bara að „öðru fólki eða hinum“, heldur varða okkur sjálf. Afstaðan byggir gjarnan á undirliggjandi ótta við að verða gamall, þó svo allflestir sjái fyrir sér eða óski sér þess að lifa lengi og helst til hárrar og heilbrigðrar elli. Þessar tvær hliðar aldursfordóma eru sérstakar, því iðulega snúast fordómar okkar og staðalmyndir um að aðgreina okkur frá tilteknum hópi eða samfélagi sem við sjáum ekki fyrir okkur að tilheyra eða verða hluti af. En það á ekki við um aldur og aldursfordóma – við eldumst og verðum því innan tíðar hluti af hópnum sem aldursfordómarnir beinast að. Í dag 9. október er dagur vitundarvakningar um aldurfordóma og hvatt er til að hvert og eitt og við sem samfélag, veitum staðalímyndum og aldurstengdum fordómum okkar sérstaka athygli. Aldursfordómar eða það sem líka er kallað aldurshyggja, vísar til staðalímynda (hvernig við hugsum), fordóma (hvernig okkur líður) og mismununar (hvernig við hegðum okkur) gagnvart öðrum eða sjálfum okkur á grundvelli aldurs. Hvers vegna að vinna gegn aldursfordómum? Jú af því aldursfordómar eru meiðandi og skaðlegir fyrir líkamlega, andlega og félagslega heilsu fólks, hafa neikvæð áhrif á sjálfsmynd þess, auka útgjöld samfélagsins til heilbrigðis- og félagsmála, ýta undir einmanaleika og skerða lífsgæði og líftíma einstaklinga. Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar er eitt af fjórum áhersluatriðum áratugarins um heilbrigða öldrun 2020-2030, að vinna gegn aldursfordómum. Hér á landi felur það meðal annars í sér breyttar samfélagslegar áherslur í þjónustu við eldra fólk, aldursvænna samfélag og jafnvel afnám ýmissa lagaákvæða og reglna sem skerða réttindi og mannvirðingu eldra fólks. Í stað umræðu út frá veikleikum og kostnaði, þarf að tala út frá styrkleikum og heilbrigði eldra fólks og framlags þess til samfélagsins og menningarlífs og stuðnings milli kynslóðanna. Horfa skuli til styrkleika, og þátttöku, endurmeta hugsun og hegðun okkar og hvetja til virkni og samfélagslegs ávinnings af reynslumiklu fólki sem býr flest við góða heilsu. Ágæti lesandi, hvort sem þú er ungur eða gamall – vandaðu orð þín, hugsun og athafnir - því allt snýst það um hvernig þér líður og muni líða í framtíðinni. Halldór S. GuðmundssonSigurveig H. SigurðardóttirSirrý Sif Sigurlaugardóttir Höfundar er allir félagsráðgjafar og starfandi við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun