Mældu tímann í Kórnum: „Mér finnst þetta alveg galið“ Sindri Sverrisson skrifar 8. október 2024 08:02 Baldur Sigurðsson og Atli Viðar Björnsson fóru vandlega yfir uppbótartímann í Kórnum, þegar Fylkismenn féllu úr Bestu deildinni. Stöð 2 Sport Það varð allt vitlaust undir lok leiks HK og Fylkis í Bestu deildinni í fyrrakvöld, þegar HK tókst að jafna metin mínútu eftir uppgefinn uppbótartíma. Markið sendi Fylki niður um deild. Sérfræðingar Stúkunnar voru ekki alveg sammála um réttmæti þess að lengja uppbótartímann. Atli Viðar Björnsson lagðist í rannsóknarvinnu til að meta það hvort Pétur Guðmundsson dómari hefði gert rétt með því að lengja uppbótartímann. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, var að minnsta kosti ekki sáttur og fékk rautt spjald fyrir kröftug mótmæli. Föst leikatriði Fylkis tóku tvær og hálfa mínútu „Mig langaði að finna þessa rúmu mínútu sem að Pétur bætti við. Það eru sex föst leikatriði á þessum tíma sem Fylkir tekur. Þeir taka sér drjúgan tíma í þau öll,“ sagði Atli Viðar og sýndi atvik úr uppbótartímanum: „Bara þessi síðustu tvö atvik taka sitt hvorar þrjátíu sekúndurnar. Þau taka því mínútu og svo eru hin fjögur eftir, og það er ein og hálf mínúta í viðbót. Föst leikatriði Fylkis í uppbótartímanum tóku tvær og hálfa mínútu, af þessum sex mínútum. Ég skil alveg að það hafi verið bætt við. Rúm mínúta er kannski dálítið vel í lagt. Og ég skil svekkelsi Fylkis,“ sagði Atli Viðar en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Stúkan: Lengdur uppbótartími í Kórnum Baldur Sigurðsson tók dýpra í árinni og sagði: „Mér finnst þetta alveg galið og ég skil Rúnar fullkomlega. Það að bæta svona miklu við uppbótartímann… það er eðlilegt að bæta kannski við þremur mínútum ef það eru fimm skiptingar og fullt af töfum í leiknum… Pétur gerir mjög mikil mistök, finnst mér. Ég ætla ekki að segja að Pétur felli Fylki, en það gerir þessi ákvörðun sem ég veit ekki hvernig hann ætlar að útskýra,“ sagði Baldur. Hvað átti dómarinn að gera? „Hvað finnst þér að hann eigi að gera? Fylkir er markvisst að tefja allan uppbótartímann. Á hann ekki að bæta einhverju við það?“ spurði Atli Viðar. „Ég horfði á uppbótartímann líka og mér fannst þetta ekki vera svona miklar tafir,“ svaraði Baldur. „Ég mældi það. Ég er að segja þér það. Þetta er ekki spurning hvað þér finnst,“ sagði þá Atli Viðar en Baldur fullyrti að með sömu rökum væri uppbótartími í seinni hálfleik sjálfsagt vanalega hátt í tuttugu mínútur. Umræðuna í heild má sjá í spilaranum hér að ofan. Besta deild karla HK Fylkir Stúkan Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira
Atli Viðar Björnsson lagðist í rannsóknarvinnu til að meta það hvort Pétur Guðmundsson dómari hefði gert rétt með því að lengja uppbótartímann. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, var að minnsta kosti ekki sáttur og fékk rautt spjald fyrir kröftug mótmæli. Föst leikatriði Fylkis tóku tvær og hálfa mínútu „Mig langaði að finna þessa rúmu mínútu sem að Pétur bætti við. Það eru sex föst leikatriði á þessum tíma sem Fylkir tekur. Þeir taka sér drjúgan tíma í þau öll,“ sagði Atli Viðar og sýndi atvik úr uppbótartímanum: „Bara þessi síðustu tvö atvik taka sitt hvorar þrjátíu sekúndurnar. Þau taka því mínútu og svo eru hin fjögur eftir, og það er ein og hálf mínúta í viðbót. Föst leikatriði Fylkis í uppbótartímanum tóku tvær og hálfa mínútu, af þessum sex mínútum. Ég skil alveg að það hafi verið bætt við. Rúm mínúta er kannski dálítið vel í lagt. Og ég skil svekkelsi Fylkis,“ sagði Atli Viðar en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Stúkan: Lengdur uppbótartími í Kórnum Baldur Sigurðsson tók dýpra í árinni og sagði: „Mér finnst þetta alveg galið og ég skil Rúnar fullkomlega. Það að bæta svona miklu við uppbótartímann… það er eðlilegt að bæta kannski við þremur mínútum ef það eru fimm skiptingar og fullt af töfum í leiknum… Pétur gerir mjög mikil mistök, finnst mér. Ég ætla ekki að segja að Pétur felli Fylki, en það gerir þessi ákvörðun sem ég veit ekki hvernig hann ætlar að útskýra,“ sagði Baldur. Hvað átti dómarinn að gera? „Hvað finnst þér að hann eigi að gera? Fylkir er markvisst að tefja allan uppbótartímann. Á hann ekki að bæta einhverju við það?“ spurði Atli Viðar. „Ég horfði á uppbótartímann líka og mér fannst þetta ekki vera svona miklar tafir,“ svaraði Baldur. „Ég mældi það. Ég er að segja þér það. Þetta er ekki spurning hvað þér finnst,“ sagði þá Atli Viðar en Baldur fullyrti að með sömu rökum væri uppbótartími í seinni hálfleik sjálfsagt vanalega hátt í tuttugu mínútur. Umræðuna í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Besta deild karla HK Fylkir Stúkan Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira