Konaté mætti með nýstárlega grímu til æfinga Sindri Sverrisson skrifar 8. október 2024 09:30 Ibrahima Konaté mætti svona klæddur á æfingasvæði franska landsliðsins. Twitter/@Football_Tweet Ibrahima Konaté, miðvörður Liverpool, er greinilega óhræddur við að fara óhefðbundnar leiðir í fatavali eins og hann sýndi þegar hann mætti til æfinga með franska landsliðinu í gær. Frakkar eiga fyrir höndum leiki við Ísrael (leikið í Búdapest) og Belgíu í Þjóðadeildinni í fótbolta, og hófu æfingar í herbúðum sínum í Clairefontaine í gær. Þangað mætti Konaté með einhvers konar grímu eða hettu yfir öllu andlitinu. Þekkt er að leikmenn franska landsliðsins leggja sig fram við að fara óhefðbundnar leiðir í fatavali en yfirleitt þekkjast þeir þó. „Vitið þið ekki hver ég er?“ spurði Konaté frönsku blaðamennina sem biðu eftir því að sjá leikmenn mæta á æfingasvæðið. Hann renndi svo niður rennilásnum og sýndi á sér andlitið, og brosti í myndavélarnar. Ibrahima Konaté's new look at Clairefontaine 🎭 pic.twitter.com/xmPSoRmMWo— B/R Football (@brfootball) October 7, 2024 Franska knattspyrnusambandið er með styrktarsamning við Nike en það er ekki ljóst á hvaða tímapunkti leikmönnum ber skylda til að láta aðeins sjá sig í Nike-fatnaði. Vanalega mæta þeir í það minnsta í borgaralegum klæðum, ef svo má segja, til fyrstu æfingar. Frakkar verða án Antoine Griezmann og Kylian Mbappé í leikjunum. Griezmann tilkynnti nýverið að hann væri hættur í landsliðinu en Mbappé fékk frí til að jafna sig af meiðslum. Eftir landsleikina fer Konaté aftur heim til Liverpool en þar eru menn vongóðir um að þessi sterki varnarmaður skrifi undir nýjan samning von bráðar, samkvæmt ítalska blaðamanninum Fabrizio Romano. 🚨 Liverpool are confident to complete agreement on new deal with Ibrahima Konaté soon as talks are now progressing well.He's expected to sign new contract after Quansah, as crucial part of club's project and really appreciated by Arne Slot. pic.twitter.com/e7I60nwDX3— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 8, 2024 Romano segir að Arne Slot, sem tók við Liverpool í sumar, sé afar hrifinn af Konaté sem kom inn á í seinni hálfleik í fyrsta leik undir stjórn Slots og hefur haldið sæti sínu í liðinu síðan þá. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Sjá meira
Frakkar eiga fyrir höndum leiki við Ísrael (leikið í Búdapest) og Belgíu í Þjóðadeildinni í fótbolta, og hófu æfingar í herbúðum sínum í Clairefontaine í gær. Þangað mætti Konaté með einhvers konar grímu eða hettu yfir öllu andlitinu. Þekkt er að leikmenn franska landsliðsins leggja sig fram við að fara óhefðbundnar leiðir í fatavali en yfirleitt þekkjast þeir þó. „Vitið þið ekki hver ég er?“ spurði Konaté frönsku blaðamennina sem biðu eftir því að sjá leikmenn mæta á æfingasvæðið. Hann renndi svo niður rennilásnum og sýndi á sér andlitið, og brosti í myndavélarnar. Ibrahima Konaté's new look at Clairefontaine 🎭 pic.twitter.com/xmPSoRmMWo— B/R Football (@brfootball) October 7, 2024 Franska knattspyrnusambandið er með styrktarsamning við Nike en það er ekki ljóst á hvaða tímapunkti leikmönnum ber skylda til að láta aðeins sjá sig í Nike-fatnaði. Vanalega mæta þeir í það minnsta í borgaralegum klæðum, ef svo má segja, til fyrstu æfingar. Frakkar verða án Antoine Griezmann og Kylian Mbappé í leikjunum. Griezmann tilkynnti nýverið að hann væri hættur í landsliðinu en Mbappé fékk frí til að jafna sig af meiðslum. Eftir landsleikina fer Konaté aftur heim til Liverpool en þar eru menn vongóðir um að þessi sterki varnarmaður skrifi undir nýjan samning von bráðar, samkvæmt ítalska blaðamanninum Fabrizio Romano. 🚨 Liverpool are confident to complete agreement on new deal with Ibrahima Konaté soon as talks are now progressing well.He's expected to sign new contract after Quansah, as crucial part of club's project and really appreciated by Arne Slot. pic.twitter.com/e7I60nwDX3— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 8, 2024 Romano segir að Arne Slot, sem tók við Liverpool í sumar, sé afar hrifinn af Konaté sem kom inn á í seinni hálfleik í fyrsta leik undir stjórn Slots og hefur haldið sæti sínu í liðinu síðan þá.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Sjá meira