Skoðun

Ó­líkt hefst fólk að

Hjörleifur Hallgríms Herbertsson skrifar

Alls ekki ætla ég að mæla því bót, sem þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis Þórunn Sveibjarnardóttir er nú sökuð um en það er frumkvæðisathugun á lögmæti netsölu áfengis og er sagt að nefndin hafi þar farið langt út fyrir valdheimildir sínar.

M.a. fer Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hörðum orðum um gjörninginn, sem sagt er að fari út fyrir þrískiptingu ríkisvaldsins. Mér datt svona í hug í þessu sambandi að ég minnist þess ekki að Hildur þingflokksformaður hafi verið mjög hávær þegar að tveir ráðherrar í meirihluta ríkisstjórnarinna hreinlega brutu lög að sagt er í hvalveiðimálinu og Sjálfstæðisflokkurinn kyngdi því skammlaust að virtist og einnig er ráðherrann Ásmundur Einar dró lappirnar í birtingu máls, sem þurfti að vera birt fyrir löngu. 

Persónulega hef ég haft takmarkað álit að undanförnu á íslenskum stjórnmálamönnum að stórum hluta því enn birtist það fornkveðna að ekki er sama hvort er JÓN eða SÉRA. 

Höfundur er eldriborgari.




Skoðun

Skoðun

BRCA

Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar

Sjá meira


×